Kvótaflóttamenn frekar fjölskyldufólk Snærós Sindradóttir skrifar 24. október 2015 11:58 Ólöf Nordal innanríkisráðherra. Vísir/Snærós Ólöf Nordal innanríkisráðherra fékk fjölmargar fyrirspurnir frá almennum flokksfélögum í Sjálfstæðisflokknum í fyrirspurnartíma á landsfundi nú fyrir stuttu. Hún var meðal annars spurð um samsetningu þess hóps flóttafólks sem væntanlegur er til landsins. Fyrirspurnin sneri að því að Íslendingar væru kristin þjóð og kristnir væru „brytjaðir niður“ í mörgum þeim löndum sem flóttafólk kæmi frá. Sá sem beindi orðum sínum til Ólafar lagði áherslu á að hingað kæmi fjölskyldufólk. Þessu svaraði Ólöf: „Við erum að taka á móti þessum fyrsta hluta kvótaflóttamanna innan tíðar. Það er hópur af flóttamönnum frá Sýrlandi.Það fólk mun koma frá flóttamannabúðum væntanlega í Líbanon.“ Varðandi samsetningu hópsins á ég nú frekar von á því að þetta verði fjölskyldufólk. Við getum að vissu leyti haft áhrif á það hverjir koma, upp að vissu mark,i en meginstefið hlýtur að vera það að við erum að hjálpa fólki sem er í mikilli neyð. Ég er viss um það að þetta fólk vill vera heima hjá sér, það vill enginn vera á vergangi. Við gerum það sem við getum til að hjálpa. Ég á frekar von á því að þetta verði fjölskyldufólk sem kemur.“ Þá var hún spurð um álit sitt á afglæpavæðingu á fíkniefnum og svaraði því á þá leið að það þyrfti að svara því hvaða hópur væri í neyslu. Hvort um væri að ræða heilbrigðismál frekar en glæpastarfsemi. Hún vill fá svör við því hvort refsistefna sé að ná markmiðum sínum. Ólöf þakkaði Ungum sjálfstæðismönnum fyrir að setja málið á dagskrá og tók fram að hún vildi gjarnan ná í gegn frumvarpi Vilhjálms Árnasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um áfengissölu í almennum verslunum. Aðrar spurningar sneru meðal annars að lögheimilislögum barna og þeirri skekkju sem ríkir á milli lögheimilisforeldris og umgengisforeldris. Ólöf sagði breytingar fyrirhugaðar á lögheimilislögunum með því markmiði að jafna stöðu foreldra að þessu leyti. Alþingi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Sjá meira
Ólöf Nordal innanríkisráðherra fékk fjölmargar fyrirspurnir frá almennum flokksfélögum í Sjálfstæðisflokknum í fyrirspurnartíma á landsfundi nú fyrir stuttu. Hún var meðal annars spurð um samsetningu þess hóps flóttafólks sem væntanlegur er til landsins. Fyrirspurnin sneri að því að Íslendingar væru kristin þjóð og kristnir væru „brytjaðir niður“ í mörgum þeim löndum sem flóttafólk kæmi frá. Sá sem beindi orðum sínum til Ólafar lagði áherslu á að hingað kæmi fjölskyldufólk. Þessu svaraði Ólöf: „Við erum að taka á móti þessum fyrsta hluta kvótaflóttamanna innan tíðar. Það er hópur af flóttamönnum frá Sýrlandi.Það fólk mun koma frá flóttamannabúðum væntanlega í Líbanon.“ Varðandi samsetningu hópsins á ég nú frekar von á því að þetta verði fjölskyldufólk. Við getum að vissu leyti haft áhrif á það hverjir koma, upp að vissu mark,i en meginstefið hlýtur að vera það að við erum að hjálpa fólki sem er í mikilli neyð. Ég er viss um það að þetta fólk vill vera heima hjá sér, það vill enginn vera á vergangi. Við gerum það sem við getum til að hjálpa. Ég á frekar von á því að þetta verði fjölskyldufólk sem kemur.“ Þá var hún spurð um álit sitt á afglæpavæðingu á fíkniefnum og svaraði því á þá leið að það þyrfti að svara því hvaða hópur væri í neyslu. Hvort um væri að ræða heilbrigðismál frekar en glæpastarfsemi. Hún vill fá svör við því hvort refsistefna sé að ná markmiðum sínum. Ólöf þakkaði Ungum sjálfstæðismönnum fyrir að setja málið á dagskrá og tók fram að hún vildi gjarnan ná í gegn frumvarpi Vilhjálms Árnasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um áfengissölu í almennum verslunum. Aðrar spurningar sneru meðal annars að lögheimilislögum barna og þeirri skekkju sem ríkir á milli lögheimilisforeldris og umgengisforeldris. Ólöf sagði breytingar fyrirhugaðar á lögheimilislögunum með því markmiði að jafna stöðu foreldra að þessu leyti.
Alþingi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Sjá meira