Elska að leika og koma fram á sviði Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 25. október 2015 10:15 Emma og Edda hafa verið bestu vinkonur í tvö ár og nú eru þær að leika saman á sviði ásamt fleiri krökkum á leiklistarnámskeiði í Kópavogi. Vísir/Stefán Emma Kristín Ákadóttir og Edda Guðnadóttir eru bekkjarsystur og bestu vinkonur. Þær semja dansa og búa til vídeó, hafa báðar áhuga á fótbolta og leiklist og eru núna á námskeiði hjá Leikfélagi Kópavogs. Emma Kristín og Edda eru báðar á 11. ári og eru í 6. bekk í Lindaskóla í Kópavogi. Íþróttir eru eftirlæti þeirra beggja og Emma nefnir líka íslensku og Edda heimilisfræði þegar þær eru spurðar um uppáhaldsfög í skólanum. Þær segjast vera alltaf saman. „Við kynntumst í 4. bekk þegar Edda flutti heim til Íslands frá Noregi. Við byrjuðum að leika okkur og urðum fljótt góðar vinkonur,“ lýsir Emma „Já, við leikum mikið úti, svo búum við til dansa og förum í fótbolta, “ segir Emma. „Og gerum vídeó,“ bætir Edda við. Núna eru þær Edda og Emma á námskeiði hjá Leikfélagi Kópavogs einu sinni í viku og þykir gaman. „Við lærum margt um leiklist og æfum leikrit sem við munum sýna,“ segir Emma sem kveðst hafa mikinn áhuga á leiklist. „Ég elska líka að leika og koma fram á sviði,“ segir Edda. Skyldu þær þurfa að læra hlutverk utanbókar? „Já, við fáum handrit með okkur heim og þurfum að læra línur okkar persóna utanbókar,“ lýsir Emma sem ekki kveðst hafa leikið áður. Edda er vanari. „Ég lék í Noregi í fyrravetur, þar lék ég frænku aðalsöguhetjunnar og söng mikið og síðan var ég á námskeiði hjá Leynileikhúsinu í sumar og lék þar lítið barn.“ Fyrir utan leiklistina dýrka þær báðar að fara á skíði. En hvað langar þær að gera í framtíðinni? „Ég ætla að verða lögfræðingur,“ segir Emma einbeitt. „Mig langar að vera danskennari í hipphopp, spila fótbolta og vera í leiklist auðvitað,“ svarar Edda. Lífið Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Sjá meira
Emma Kristín Ákadóttir og Edda Guðnadóttir eru bekkjarsystur og bestu vinkonur. Þær semja dansa og búa til vídeó, hafa báðar áhuga á fótbolta og leiklist og eru núna á námskeiði hjá Leikfélagi Kópavogs. Emma Kristín og Edda eru báðar á 11. ári og eru í 6. bekk í Lindaskóla í Kópavogi. Íþróttir eru eftirlæti þeirra beggja og Emma nefnir líka íslensku og Edda heimilisfræði þegar þær eru spurðar um uppáhaldsfög í skólanum. Þær segjast vera alltaf saman. „Við kynntumst í 4. bekk þegar Edda flutti heim til Íslands frá Noregi. Við byrjuðum að leika okkur og urðum fljótt góðar vinkonur,“ lýsir Emma „Já, við leikum mikið úti, svo búum við til dansa og förum í fótbolta, “ segir Emma. „Og gerum vídeó,“ bætir Edda við. Núna eru þær Edda og Emma á námskeiði hjá Leikfélagi Kópavogs einu sinni í viku og þykir gaman. „Við lærum margt um leiklist og æfum leikrit sem við munum sýna,“ segir Emma sem kveðst hafa mikinn áhuga á leiklist. „Ég elska líka að leika og koma fram á sviði,“ segir Edda. Skyldu þær þurfa að læra hlutverk utanbókar? „Já, við fáum handrit með okkur heim og þurfum að læra línur okkar persóna utanbókar,“ lýsir Emma sem ekki kveðst hafa leikið áður. Edda er vanari. „Ég lék í Noregi í fyrravetur, þar lék ég frænku aðalsöguhetjunnar og söng mikið og síðan var ég á námskeiði hjá Leynileikhúsinu í sumar og lék þar lítið barn.“ Fyrir utan leiklistina dýrka þær báðar að fara á skíði. En hvað langar þær að gera í framtíðinni? „Ég ætla að verða lögfræðingur,“ segir Emma einbeitt. „Mig langar að vera danskennari í hipphopp, spila fótbolta og vera í leiklist auðvitað,“ svarar Edda.
Lífið Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Sjá meira