Jóhann Árni: Ég er af gamla skólanum - tölfræðin skiptir mig engu máli Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. október 2015 21:23 Jóhann Árni Ólafsson. Vísir/Ernir Jóhann Árni Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, var grátlega nálægt þrennu í kvöld þegar Grindvíkingar pökkuðu ÍR saman í Seljaskóla. Hann hefði þá getað náð í þriðju þrennu Grindvíkinga í röð, en Jón Axel Guðmundsson byrjaði tímabilið á tveimur í fyrstu tveimur leikjunum. "Ég er af gamla skólanum. Ég er ekki að skoða tölfræðiblöðin á meðan leik stendur og veit ekki einu sinni hvernig tölfræðin er núna. Segðu mér bara hversu nálægt ég var," sagði Jóhann Árni við Vísi eftir leik og fékk að vita frá blaðamanni að hann vantaði tvö fráköst í þrennuna. "Allt í lagi. Þetta skiptir mig engu máli. Leyfum Jóni Axel að vera á veggnum [í Dominos-Körfuboltakvöldi] enda ekkert út á það að setja. Sigrarnir skipta mig mestu máli, eins og Jón Axel, en mér er slétt sama um tölfræðina." Jóhann Árni var mjög ánægður með frammistöðu Grindavíkurliðsins í kvöld. Honum fannst mikil þroskamerki í sóknarleiknum. "Við vorum að hitta rosalega vel og gefa upp góð skot fyrir frábær skot sem er gríðarlegt þroskamerki, sérstaklega hjá ungu strákunum. Ef við spilum svona er ég virkilega, virkilega spenntur fyrir tímabilinu," sagði Jóhann Árni, en hversu langt getur þetta lið náð þegar það fær loksins Bandaríkjamann? "Ég er mjög jarðbundinn. Við erum að spila við lið sem er spáð neðar heldur en við. En við erum að afgreiða þau Kanalaus. Ég hef verið í Njarðvíkurliði þar sem við vorum með tíu sigra af ellefu fyrir áramót, Kanalausir. Svo kom Kani og allt fór í rugl." "Kanaígildi er ekkert alltaf það besta, en ef við ætlum okkur langt í deildinni þurfum við Kana og það góðan sem passar inn í þetta. Með Kana sem passar inn í þetta verðum við sterkir og getum náð markmiðum okkar," sagði Jóhann Árni Ólafsson. Dominos-deild karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fleiri fréttir KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Sjá meira
Jóhann Árni Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, var grátlega nálægt þrennu í kvöld þegar Grindvíkingar pökkuðu ÍR saman í Seljaskóla. Hann hefði þá getað náð í þriðju þrennu Grindvíkinga í röð, en Jón Axel Guðmundsson byrjaði tímabilið á tveimur í fyrstu tveimur leikjunum. "Ég er af gamla skólanum. Ég er ekki að skoða tölfræðiblöðin á meðan leik stendur og veit ekki einu sinni hvernig tölfræðin er núna. Segðu mér bara hversu nálægt ég var," sagði Jóhann Árni við Vísi eftir leik og fékk að vita frá blaðamanni að hann vantaði tvö fráköst í þrennuna. "Allt í lagi. Þetta skiptir mig engu máli. Leyfum Jóni Axel að vera á veggnum [í Dominos-Körfuboltakvöldi] enda ekkert út á það að setja. Sigrarnir skipta mig mestu máli, eins og Jón Axel, en mér er slétt sama um tölfræðina." Jóhann Árni var mjög ánægður með frammistöðu Grindavíkurliðsins í kvöld. Honum fannst mikil þroskamerki í sóknarleiknum. "Við vorum að hitta rosalega vel og gefa upp góð skot fyrir frábær skot sem er gríðarlegt þroskamerki, sérstaklega hjá ungu strákunum. Ef við spilum svona er ég virkilega, virkilega spenntur fyrir tímabilinu," sagði Jóhann Árni, en hversu langt getur þetta lið náð þegar það fær loksins Bandaríkjamann? "Ég er mjög jarðbundinn. Við erum að spila við lið sem er spáð neðar heldur en við. En við erum að afgreiða þau Kanalaus. Ég hef verið í Njarðvíkurliði þar sem við vorum með tíu sigra af ellefu fyrir áramót, Kanalausir. Svo kom Kani og allt fór í rugl." "Kanaígildi er ekkert alltaf það besta, en ef við ætlum okkur langt í deildinni þurfum við Kana og það góðan sem passar inn í þetta. Með Kana sem passar inn í þetta verðum við sterkir og getum náð markmiðum okkar," sagði Jóhann Árni Ólafsson.
Dominos-deild karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fleiri fréttir KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Sjá meira