Sjálfstæðisflokkur aldrei minni fyrir landsfund Snærós Sindradóttir skrifar 23. október 2015 10:00 Fyrir Landsfund Sjálfstæðisflokksins árið 2013 var flokkurinn með nærri 30 prósenta fylgi. Hann dalaði lítillega fram að kosningum. vísir/daníel Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur líklega aldrei verið lægra fyrir landsfund en einmitt í dag. Ný könnun MMR sýnir flokkinn með 21,7 prósenta fylgi sem er með því allra lægsta sem flokkurinn hefur mælst með í sögu hans. „Það virðast vera tvenns konar tilhneigingar,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. „Önnur er sú að þegar flokkurinn er í stjórnarandstöðu þá gengur honum betur en í stjórn. Það virðist vera eftir hrun töluverð fylgisleg áhætta samfara því að vera í ríkisstjórn. En jafnvel þótt þú takir tillit til þess þá er þetta slæm niðurstaða ef þú berð saman við árið 2009 þegar hann var að koma úr gríðarlega vondum málum,“ segir Gunnar. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar féll þann 26. janúar 2009. Á landsfundi flokksins níu vikum síðar var flokkurinn með nærri 30 prósenta fylgi.Gunnar Helgi KristinssonGunnar segir að Sjálfstæðisflokknum hafi ekki tekist að halda jafn vel um borgaraleg öfl og áður. Hann hafi sterkari tengingu við landsbyggð en höfuðborg og evrópusinnaðir kjósendur séu að miklu leyti hættir að styðja flokkinn. „Ég held að akkúrat þessi tala nú endurspegli að einhverju leyti Hönnu Birnu og Illuga. Ég hef engar kannanir sem sanna það en reynslan af áhrifum slíkra mála sem ég þekki til alþjóðlega er að þau hafa einhver áhrif. Hversu mikil veit maður ekki,“ segir Gunnar. Hann á við lekamálið svokallaða en Hanna Birna Kristjánsdóttir þingmaður þurfti að segja af sér embætti innanríkisráðherra þegar aðstoðarmaður hennar lak persónuupplýsingum um hælisleitanda til Fréttablaðsins og Morgunblaðsins. Þá hefur Illuga Gunnarssyni menntamálaráðherra verið legið á hálsi fyrir að eiga í óeðlilegu viðskiptasambandi við Orku Energy og greiða götu fyrirtækisins í Kína. En telur Gunnar landsfundurinn geti gefið Sjálfstæðisflokknum byr í seglin að nýju? „Meginreglan er sú að fyrst eftir landsfund þá gengur flokkum aðeins betur en það er fljótt að fara aftur.“ Fréttablaðið hafði samband við nokkra þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Þeir bjuggust ekki við miklum átökum um málefnin og höfðu ekki áhyggjur af að umræður um Evrópusambandið drægjust á langinn. Nýmæla væri að vænta í málefnum hælisleitenda til að bregðast við flóttamannafjöldanum í Evrópu og Sýrlandi. Alþingi Tengdar fréttir Hanna Birna hættir sem varaformaður Sjálfstæðisflokksins Ráðherrann fyrrverandi sendi flokksmönnum bréf þess efnis nú fyrir skemmstu. 1. október 2015 21:11 Hanna Birna sögð vilja komast í góða stöðu í utanríkisþjónustunni Sjálfstæðismenn margir hverjir velta fyrir sér hver örlög Hönnu Birnu Kristjánsdóttur verða. 22. október 2015 14:43 Um þetta snýst mál Illuga og Orku Energy Mál Illuga Gunnarssonar er í raun nokkuð einfalt þó sagan sé löng. Vísir útskýrir málið frá A til Ö. 19. október 2015 10:15 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Innlent Fleiri fréttir Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Sjá meira
Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur líklega aldrei verið lægra fyrir landsfund en einmitt í dag. Ný könnun MMR sýnir flokkinn með 21,7 prósenta fylgi sem er með því allra lægsta sem flokkurinn hefur mælst með í sögu hans. „Það virðast vera tvenns konar tilhneigingar,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. „Önnur er sú að þegar flokkurinn er í stjórnarandstöðu þá gengur honum betur en í stjórn. Það virðist vera eftir hrun töluverð fylgisleg áhætta samfara því að vera í ríkisstjórn. En jafnvel þótt þú takir tillit til þess þá er þetta slæm niðurstaða ef þú berð saman við árið 2009 þegar hann var að koma úr gríðarlega vondum málum,“ segir Gunnar. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar féll þann 26. janúar 2009. Á landsfundi flokksins níu vikum síðar var flokkurinn með nærri 30 prósenta fylgi.Gunnar Helgi KristinssonGunnar segir að Sjálfstæðisflokknum hafi ekki tekist að halda jafn vel um borgaraleg öfl og áður. Hann hafi sterkari tengingu við landsbyggð en höfuðborg og evrópusinnaðir kjósendur séu að miklu leyti hættir að styðja flokkinn. „Ég held að akkúrat þessi tala nú endurspegli að einhverju leyti Hönnu Birnu og Illuga. Ég hef engar kannanir sem sanna það en reynslan af áhrifum slíkra mála sem ég þekki til alþjóðlega er að þau hafa einhver áhrif. Hversu mikil veit maður ekki,“ segir Gunnar. Hann á við lekamálið svokallaða en Hanna Birna Kristjánsdóttir þingmaður þurfti að segja af sér embætti innanríkisráðherra þegar aðstoðarmaður hennar lak persónuupplýsingum um hælisleitanda til Fréttablaðsins og Morgunblaðsins. Þá hefur Illuga Gunnarssyni menntamálaráðherra verið legið á hálsi fyrir að eiga í óeðlilegu viðskiptasambandi við Orku Energy og greiða götu fyrirtækisins í Kína. En telur Gunnar landsfundurinn geti gefið Sjálfstæðisflokknum byr í seglin að nýju? „Meginreglan er sú að fyrst eftir landsfund þá gengur flokkum aðeins betur en það er fljótt að fara aftur.“ Fréttablaðið hafði samband við nokkra þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Þeir bjuggust ekki við miklum átökum um málefnin og höfðu ekki áhyggjur af að umræður um Evrópusambandið drægjust á langinn. Nýmæla væri að vænta í málefnum hælisleitenda til að bregðast við flóttamannafjöldanum í Evrópu og Sýrlandi.
Alþingi Tengdar fréttir Hanna Birna hættir sem varaformaður Sjálfstæðisflokksins Ráðherrann fyrrverandi sendi flokksmönnum bréf þess efnis nú fyrir skemmstu. 1. október 2015 21:11 Hanna Birna sögð vilja komast í góða stöðu í utanríkisþjónustunni Sjálfstæðismenn margir hverjir velta fyrir sér hver örlög Hönnu Birnu Kristjánsdóttur verða. 22. október 2015 14:43 Um þetta snýst mál Illuga og Orku Energy Mál Illuga Gunnarssonar er í raun nokkuð einfalt þó sagan sé löng. Vísir útskýrir málið frá A til Ö. 19. október 2015 10:15 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Innlent Fleiri fréttir Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Sjá meira
Hanna Birna hættir sem varaformaður Sjálfstæðisflokksins Ráðherrann fyrrverandi sendi flokksmönnum bréf þess efnis nú fyrir skemmstu. 1. október 2015 21:11
Hanna Birna sögð vilja komast í góða stöðu í utanríkisþjónustunni Sjálfstæðismenn margir hverjir velta fyrir sér hver örlög Hönnu Birnu Kristjánsdóttur verða. 22. október 2015 14:43
Um þetta snýst mál Illuga og Orku Energy Mál Illuga Gunnarssonar er í raun nokkuð einfalt þó sagan sé löng. Vísir útskýrir málið frá A til Ö. 19. október 2015 10:15