Skriður en engin lausn Óli Kristján Ármannsson skrifar 23. október 2015 09:00 Viðræðunefnd SFR, SLFÍ og LL hjá ríkissáttasemjara. vísir/gva Heldur meiri gangur var í samningaviðræðum SFR, Sjúkraliðafélagsins og lögreglumanna við ríkið hjá Ríkissáttasemjara í gær en dagana tvo þar á undan að sögn Árna Stefáns Jónssonar, formanns SFR. „Við erum á fullu núna og meiri skriður kominn á viðræðurnar,“ sagði Árni í gær. Þó væri lengra til lands í deilunni en svo að von væri til þess að samningar næðust í gær þótt fundað yrði fram á kvöld. Forsvarsmenn félaganna hafa gagnrýnt hægagang í viðræðunum, þótt eitthvað hafi þokast í „rétta“ átt og segjast hafa ýtt á að lausn finnist sem fyrst „svo binda megi enda á þessa erfiðu deilu sem hefur nú þegar haft mikil áhrif á samfélagið allt“ að því er segir í yfirlýsingu. Verkfall SFR og SLFÍ hefur staðið í rúma viku. Fyrsta lota í allsherjarvinnustöðvun stóð fimmtudag og föstudag í síðustu viku og svo mánudag og þriðjudag í þessari og lögðu þá um fimm þúsund ríkisstarfsmenn niður störf. Áfram eru í ótímabundnu verkfalli félagsmenn SFR hjá Tollstjóra, Ríkisskattstjóra og sýslumannsembættunum og Landspítala, auk þess sem sjúkraliðar á dagvöktum á Landspítala, Heilsustofnun Austurlands og Heilsustofnun Suðurnesja eru í verkfalli á dagvöktum alla virka daga. Næsta lota allsherjarvinnustöðvunar hefst 29. þessa mánaðar, fimmtudag og föstudag og svo aftur á mánudag og þriðjudag. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Tíundi hver starfsmaður er á undanþágulista í verkfalli SFR 320 störf eru á undanþágulista í verkfalli SFR. Framkvæmdastjóri SFR segir mikinn ágreining um listann. Þar sem Landspítalinn er langt undir eðlilegum mönnunarkröfum er beðið um enn fleiri undanþágur. 22. október 2015 08:00 Ekkert 85 ball fyrir MS-inga vegna verkfalls SFR Ekki tókst að græja skemmtanaleyfi í tæka tíð. 22. október 2015 17:42 Þjónusta á eins og mögulegt er „Ég get staðfest að ég sendi bréf á einn yfirlækni. Nánar get ég ekki farið út í þau mál,“ segir Svanhvít Jakobsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Gunnari Inga Gunnarssyni yfirlækni heilsugæslunnar í Árbæ barst umrætt bréf í fyrradag þar sem hann fékk áminntur vegna framgangs í verkfalli móttökuritara stöðvarinnar. Honum gæti verið sagt upp vegna málsins. 22. október 2015 10:00 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Heldur meiri gangur var í samningaviðræðum SFR, Sjúkraliðafélagsins og lögreglumanna við ríkið hjá Ríkissáttasemjara í gær en dagana tvo þar á undan að sögn Árna Stefáns Jónssonar, formanns SFR. „Við erum á fullu núna og meiri skriður kominn á viðræðurnar,“ sagði Árni í gær. Þó væri lengra til lands í deilunni en svo að von væri til þess að samningar næðust í gær þótt fundað yrði fram á kvöld. Forsvarsmenn félaganna hafa gagnrýnt hægagang í viðræðunum, þótt eitthvað hafi þokast í „rétta“ átt og segjast hafa ýtt á að lausn finnist sem fyrst „svo binda megi enda á þessa erfiðu deilu sem hefur nú þegar haft mikil áhrif á samfélagið allt“ að því er segir í yfirlýsingu. Verkfall SFR og SLFÍ hefur staðið í rúma viku. Fyrsta lota í allsherjarvinnustöðvun stóð fimmtudag og föstudag í síðustu viku og svo mánudag og þriðjudag í þessari og lögðu þá um fimm þúsund ríkisstarfsmenn niður störf. Áfram eru í ótímabundnu verkfalli félagsmenn SFR hjá Tollstjóra, Ríkisskattstjóra og sýslumannsembættunum og Landspítala, auk þess sem sjúkraliðar á dagvöktum á Landspítala, Heilsustofnun Austurlands og Heilsustofnun Suðurnesja eru í verkfalli á dagvöktum alla virka daga. Næsta lota allsherjarvinnustöðvunar hefst 29. þessa mánaðar, fimmtudag og föstudag og svo aftur á mánudag og þriðjudag.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Tíundi hver starfsmaður er á undanþágulista í verkfalli SFR 320 störf eru á undanþágulista í verkfalli SFR. Framkvæmdastjóri SFR segir mikinn ágreining um listann. Þar sem Landspítalinn er langt undir eðlilegum mönnunarkröfum er beðið um enn fleiri undanþágur. 22. október 2015 08:00 Ekkert 85 ball fyrir MS-inga vegna verkfalls SFR Ekki tókst að græja skemmtanaleyfi í tæka tíð. 22. október 2015 17:42 Þjónusta á eins og mögulegt er „Ég get staðfest að ég sendi bréf á einn yfirlækni. Nánar get ég ekki farið út í þau mál,“ segir Svanhvít Jakobsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Gunnari Inga Gunnarssyni yfirlækni heilsugæslunnar í Árbæ barst umrætt bréf í fyrradag þar sem hann fékk áminntur vegna framgangs í verkfalli móttökuritara stöðvarinnar. Honum gæti verið sagt upp vegna málsins. 22. október 2015 10:00 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Tíundi hver starfsmaður er á undanþágulista í verkfalli SFR 320 störf eru á undanþágulista í verkfalli SFR. Framkvæmdastjóri SFR segir mikinn ágreining um listann. Þar sem Landspítalinn er langt undir eðlilegum mönnunarkröfum er beðið um enn fleiri undanþágur. 22. október 2015 08:00
Ekkert 85 ball fyrir MS-inga vegna verkfalls SFR Ekki tókst að græja skemmtanaleyfi í tæka tíð. 22. október 2015 17:42
Þjónusta á eins og mögulegt er „Ég get staðfest að ég sendi bréf á einn yfirlækni. Nánar get ég ekki farið út í þau mál,“ segir Svanhvít Jakobsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Gunnari Inga Gunnarssyni yfirlækni heilsugæslunnar í Árbæ barst umrætt bréf í fyrradag þar sem hann fékk áminntur vegna framgangs í verkfalli móttökuritara stöðvarinnar. Honum gæti verið sagt upp vegna málsins. 22. október 2015 10:00