Tíu Lazio-menn skoruðu þrisvar hjá Hólmari og félögum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. október 2015 19:02 Hólmar Örn Eyjólfsson svekkir sig á sama tíma og Lazio-menn fagna einu marka sinna í kvöld. Vísir/Getty Lazio voru manni færri í 84 mínútur á móti norska liðinu Rosenborg í Evrópudeildinni í kvöld en það kom ekki í veg fyrir 3-1 sigur ítalska liðsins á Ólympíuleikvanginum í Róm. Alessandro Matri var Hólmari Erni Eyjólfssyni og félögum í vörn Rosenborg erfiður en hann skoraði eitt og átti þátt í hinum tveimur mörkunum. Hólmar Örn Eyjólfsson lék allan leikinn en Matthías Vilhjálmsson kom inná sem varamaður undir lok leiksins.Annað Íslendingalið tapaði líka í Evrópudeildinni í kvöld en Basel tapaði þá 2-1 á heimavelli á móti portúgalska liðinu Belenenses. Birkir Bjarnason kom inná sem varamaður á 58. mínútu en þá var staðan orðin 2-1 fyrir Belenenses. Lazio situr í toppsæti G-riðilsins með sjö stig af níu mögulegum en Rosenborg er á botninum með aðeins eitt stig. Lazio fékk tvö góð færi í upphafi leiks en missti síðan Maurício af velli með rautt spjald eftir aðeins sex mínútna leik eftir að hann felldi Ole Kristian Selnæs sem var að sleppa einn í gegn. Rosenborg hafði samt ekki heppnina með sér í færunum í fyrri hálfleiknum því tvisvar small boltinn í markrammanum hjá Lazio, fyrst eftir skot Jörgen Skjelvik og svo eftir skalla Alexanders Söderlund. Þess í stað voru það heimamenn sem skoruðu manni færri. Hólmar Örn Eyjólfsson missti augun af Alessandro Matri í smá stund og ítalski framherjinn nýtti sér það, fékk flotta sendingu inn fyrir frá Antonio Candreva og kom Lazio í 1-0 á 28. mínútu. Hólmar Örn gerði mistök í öðru marki Lazio þegar hann missti frá sér boltann og gaf Lazio tækifæri á að vinna boltann frétt fyrir framan teiginn. Alessandro Matri nýtti sér það, vann boltann og sendi hann á Felipe Anderson sem kom Lazio í 2-0 á 54. mínútu. Alexander Søderlund minnkaði muninn í 2-1 með skalla á 69. mínútu og fékk einnig færi til að jafna aðeins fjórum mínútum síðar. Alessandro Matri fiskaði víti á 80. mínútu en Antonio Candreva lét verja hjá sér. Hann skoraði hinsvegar úr frákastinu og kom Lazio í 3-1. Hólmar Örn bjargaði vel skömmu fyrir leikslok þegar Lazio gat komist í 4-1. Lazio-liðið gaf ekkert eftir og landaði tveggja marka sigri og um leið þriggja stiga forystu á toppi riðilsins. Alexander Søderlund fékk reyndar vítaspyrnu í uppbótartíma en lét Etrit Berisha verja frá sér. Evrópudeild UEFA Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Sjá meira
Lazio voru manni færri í 84 mínútur á móti norska liðinu Rosenborg í Evrópudeildinni í kvöld en það kom ekki í veg fyrir 3-1 sigur ítalska liðsins á Ólympíuleikvanginum í Róm. Alessandro Matri var Hólmari Erni Eyjólfssyni og félögum í vörn Rosenborg erfiður en hann skoraði eitt og átti þátt í hinum tveimur mörkunum. Hólmar Örn Eyjólfsson lék allan leikinn en Matthías Vilhjálmsson kom inná sem varamaður undir lok leiksins.Annað Íslendingalið tapaði líka í Evrópudeildinni í kvöld en Basel tapaði þá 2-1 á heimavelli á móti portúgalska liðinu Belenenses. Birkir Bjarnason kom inná sem varamaður á 58. mínútu en þá var staðan orðin 2-1 fyrir Belenenses. Lazio situr í toppsæti G-riðilsins með sjö stig af níu mögulegum en Rosenborg er á botninum með aðeins eitt stig. Lazio fékk tvö góð færi í upphafi leiks en missti síðan Maurício af velli með rautt spjald eftir aðeins sex mínútna leik eftir að hann felldi Ole Kristian Selnæs sem var að sleppa einn í gegn. Rosenborg hafði samt ekki heppnina með sér í færunum í fyrri hálfleiknum því tvisvar small boltinn í markrammanum hjá Lazio, fyrst eftir skot Jörgen Skjelvik og svo eftir skalla Alexanders Söderlund. Þess í stað voru það heimamenn sem skoruðu manni færri. Hólmar Örn Eyjólfsson missti augun af Alessandro Matri í smá stund og ítalski framherjinn nýtti sér það, fékk flotta sendingu inn fyrir frá Antonio Candreva og kom Lazio í 1-0 á 28. mínútu. Hólmar Örn gerði mistök í öðru marki Lazio þegar hann missti frá sér boltann og gaf Lazio tækifæri á að vinna boltann frétt fyrir framan teiginn. Alessandro Matri nýtti sér það, vann boltann og sendi hann á Felipe Anderson sem kom Lazio í 2-0 á 54. mínútu. Alexander Søderlund minnkaði muninn í 2-1 með skalla á 69. mínútu og fékk einnig færi til að jafna aðeins fjórum mínútum síðar. Alessandro Matri fiskaði víti á 80. mínútu en Antonio Candreva lét verja hjá sér. Hann skoraði hinsvegar úr frákastinu og kom Lazio í 3-1. Hólmar Örn bjargaði vel skömmu fyrir leikslok þegar Lazio gat komist í 4-1. Lazio-liðið gaf ekkert eftir og landaði tveggja marka sigri og um leið þriggja stiga forystu á toppi riðilsins. Alexander Søderlund fékk reyndar vítaspyrnu í uppbótartíma en lét Etrit Berisha verja frá sér.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Sjá meira