„Löggan bissí við að kanna kannabis í pissi“ Jakob Bjarnar skrifar 22. október 2015 13:34 Guðmundur Steingrímsson segir þá refsistefnu sem fylgt er í fíknefnamálum gera illt verra og eyðileggja líf fjölda fólks. Ólöf Nordal innanríkisráðherra þarf að taka afstöðu til málsins fyrr en seinna. vísir/getty Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, hefur tekið afgerandi afstöðu með lögleiðingu kannabisefna. Hann spurði Ólöfu Nordal innanríkisráðherra út í lögleiðingu fíknefna á alþingi nú í morgun. „Hún sagðist ekki geta svarað fyrir svo stór mál á fimmtudegi,“ segir Guðmundur spurður hvernig honum hafi hugnast svör ráðherra. Guðmundur telur hins vegar fulla ástæðu til að ræða þetta mál af fullri alvöru. Þá með það fyrir augum að lögleiða kannabis og afglæpavæða þetta fíkniefnabauk, vera ekki að fylla fangelsin af fíklum.Fáránlegt að fylla fangelsin af fíklum„Athyglisvert er hvernig umræðan hefur þróast á vettvangi Sameinuðu þjóðanna en þar er almennt talið að þessar hefðbundnu aðferðir við að glíma við afleiðingar fíkninefna, þá með refsingum og í gegnum dómsstóla, eru ekki að skila árangri. Og margar vísbendingar eru um að þessi stefna sé að gera illt verra. Í raun eyðileggja líf fólks í mörgum tilvikum.“ Guðmundur bendir jafnframt á að í Portúgal hafi verið stigin markviss skref í átt frá þessari stefnu, þar hafi kannabis verið lögleitt og fíkniefnin afglæpavædd. Og samkvæmt tölum sem Guðmundur hefur séð þýðir það að dauðsföllum vegna fíkniefna fækkað um helming. „Og í fylkjum í Bandaríkjunum, sem hafa verið að lögleiða kannabis undanfarið, hafa menn áttað sig á því að það er fáránlegt að fylla fangelsin af fólki sem er að neyta þessara efna. Miklu frekar eigi að glíma við ofneyslu sem heilbrigðisvandamál og með meðferðarúrræðum. Það held ég að við eigum að gera líka hér.“Feimnismál meðal stjórnmálamannaEn, nú hefur þetta löngum þótt viðkvæmt mál og stjórnmálamenn virðast ekki hafa séð sér hag í því að lýsa yfir annarri skoðun en þeirra að vera á móti fíkniefnum.Verður þú var við breytt viðhorf inni á þingi í þessum málaflokki? „Jájá. En, á móti kemur að það er rétt; margir eru feimnir við að tala um þetta. En mér finnst það mjög nauðsynlegt að ræða hið fyrsta, hvernig við ætlum að glíma við þetta. Sú stefna sem við mörkum í því getur haft gríðarleg áhrif á líf fólks. Og þegar svona sterkar vísbendingar eru um að þessi refsiglaða stefna sé ekki að virka og geri illt verra, þá verðum við að leggja við hlustir. Það verður ekki farið í það á morgun að lögleiða kannabis, ég átta mig á því, en það þarf að ræða þetta og brjóta ísinn. Markmiðið er að sem flestir lifi heilsusamlega og það er heilbrigðismál í mínum huga. Við glímum ekki við það með því að setja fólk í fangelsi, með sektum, refsingu og útskúfun. Það held ég bara alls ekki. Þá hreyfði við manni að maður eins og Justin Trudeau vinnur stórsigur í Kanada meðal annars með það á vörum að kannabis verði lögleitt. Fleiri og fleiri farnir að sjá að það er fáránlegt að löggan sé bissí við að kanna kannabiss í pissi,“ segir Guðmundur Steingrímsson. Alþingi Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Innlent Fleiri fréttir Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Sjá meira
Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, hefur tekið afgerandi afstöðu með lögleiðingu kannabisefna. Hann spurði Ólöfu Nordal innanríkisráðherra út í lögleiðingu fíknefna á alþingi nú í morgun. „Hún sagðist ekki geta svarað fyrir svo stór mál á fimmtudegi,“ segir Guðmundur spurður hvernig honum hafi hugnast svör ráðherra. Guðmundur telur hins vegar fulla ástæðu til að ræða þetta mál af fullri alvöru. Þá með það fyrir augum að lögleiða kannabis og afglæpavæða þetta fíkniefnabauk, vera ekki að fylla fangelsin af fíklum.Fáránlegt að fylla fangelsin af fíklum„Athyglisvert er hvernig umræðan hefur þróast á vettvangi Sameinuðu þjóðanna en þar er almennt talið að þessar hefðbundnu aðferðir við að glíma við afleiðingar fíkninefna, þá með refsingum og í gegnum dómsstóla, eru ekki að skila árangri. Og margar vísbendingar eru um að þessi stefna sé að gera illt verra. Í raun eyðileggja líf fólks í mörgum tilvikum.“ Guðmundur bendir jafnframt á að í Portúgal hafi verið stigin markviss skref í átt frá þessari stefnu, þar hafi kannabis verið lögleitt og fíkniefnin afglæpavædd. Og samkvæmt tölum sem Guðmundur hefur séð þýðir það að dauðsföllum vegna fíkniefna fækkað um helming. „Og í fylkjum í Bandaríkjunum, sem hafa verið að lögleiða kannabis undanfarið, hafa menn áttað sig á því að það er fáránlegt að fylla fangelsin af fólki sem er að neyta þessara efna. Miklu frekar eigi að glíma við ofneyslu sem heilbrigðisvandamál og með meðferðarúrræðum. Það held ég að við eigum að gera líka hér.“Feimnismál meðal stjórnmálamannaEn, nú hefur þetta löngum þótt viðkvæmt mál og stjórnmálamenn virðast ekki hafa séð sér hag í því að lýsa yfir annarri skoðun en þeirra að vera á móti fíkniefnum.Verður þú var við breytt viðhorf inni á þingi í þessum málaflokki? „Jájá. En, á móti kemur að það er rétt; margir eru feimnir við að tala um þetta. En mér finnst það mjög nauðsynlegt að ræða hið fyrsta, hvernig við ætlum að glíma við þetta. Sú stefna sem við mörkum í því getur haft gríðarleg áhrif á líf fólks. Og þegar svona sterkar vísbendingar eru um að þessi refsiglaða stefna sé ekki að virka og geri illt verra, þá verðum við að leggja við hlustir. Það verður ekki farið í það á morgun að lögleiða kannabis, ég átta mig á því, en það þarf að ræða þetta og brjóta ísinn. Markmiðið er að sem flestir lifi heilsusamlega og það er heilbrigðismál í mínum huga. Við glímum ekki við það með því að setja fólk í fangelsi, með sektum, refsingu og útskúfun. Það held ég bara alls ekki. Þá hreyfði við manni að maður eins og Justin Trudeau vinnur stórsigur í Kanada meðal annars með það á vörum að kannabis verði lögleitt. Fleiri og fleiri farnir að sjá að það er fáránlegt að löggan sé bissí við að kanna kannabiss í pissi,“ segir Guðmundur Steingrímsson.
Alþingi Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Innlent Fleiri fréttir Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Sjá meira