Óttarr svarar Halldóri Sæunn Gísladóttir skrifar 22. október 2015 12:24 Óttarr Guðlaugsson, fráfarandi formaður Varðar. Óttarr Guðlaugsson, fráfarandi formaður Varðar, segir það mikla einföldun hjá Halldóri Halldórssyni, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga, að tala um þá stöðu sem ríkir innan borgastjórnarhópsins að hann eigi ekki að sitja beggja megin við borðið sem skoðun eins manns, hann viti betur enda sé þetta altalað bæði utan flokksins sem innan. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að Óttarr Guðlaugsson, fráfarandi formaður Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, gagnrýnir að Halldór Halldórsson, oddviti flokksins í borginni, sitji beggja vegna borðs þar sem hann sé á sama tíma oddviti og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Í svari við því sagðist Halldór hins vegar ekki skilja gagnrýni Óttarrs og sagði þá: „Þetta er bara í mínum huga tóm vitleysa, vegna þess að til að geta verið formaður sambandsins þá verður maður að vera sveitarstjórnarmaður,“ segir Halldór.Óttarr segir að það að sitja í stjórn OR, Faxaflóahafna eða öðrum stjórnum/nefndum á vegum borgarinnar sé starf borgarfulltrúa og ekkert við slíkt að athuga svo framarlega sem borgarfulltrúar sinni sínum störfum. Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga sé embætti sem kosið er í á árlegu landsþingi sambandsins. Þar hafa sveitarfélög atkvæðavægi í samræmi við íbúafjölda og því alveg ljóst að stuðningur fulltrúa frá Reykjavík vegi þar þungt.„Oddviti borgarstjórnarhóps í minnihluta gegnir því mikilvæga hlutverki að sýna meirihlutanum aðhald, því hlutverki hans er augljóslega teflt í hættu þegar viðkomandi neyðist til að líta á fulltrúa meirihlutans sem kjósendur, eða jafnvel yfirmenn, sem hann má alls ekki styggja um of vilji hann halda starfi sínu," segir Óttarr. Hann segir að það að líkja því saman að vera formaður flokksins eða oddviti hans í borgarstjórnarhóp sé í besta falli ofmat sama hvernig á það sé litið. „Það að vera formaður sambands íslenskra sveitafélaga krefst ekki að vera oddviti í borgar- eða bæjarstjórnum landsins enda hefur a.m.k. einn varabæjarfulltrúi gegnt þessu starfi!" segir Óttarr. Alþingi Tengdar fréttir Halldór sitji ekki beggja vegna borðsins Fráfarandi formaður Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, gagnrýnir að Halldór Halldórsson, oddviti flokksins í borginni, sitji beggja vegna borðs þar sem hann sé á sama tíma oddviti og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þetta kom fram á aðalfundi Varðar á þriðjudag. 22. október 2015 07:00 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Sjá meira
Óttarr Guðlaugsson, fráfarandi formaður Varðar, segir það mikla einföldun hjá Halldóri Halldórssyni, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga, að tala um þá stöðu sem ríkir innan borgastjórnarhópsins að hann eigi ekki að sitja beggja megin við borðið sem skoðun eins manns, hann viti betur enda sé þetta altalað bæði utan flokksins sem innan. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að Óttarr Guðlaugsson, fráfarandi formaður Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, gagnrýnir að Halldór Halldórsson, oddviti flokksins í borginni, sitji beggja vegna borðs þar sem hann sé á sama tíma oddviti og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Í svari við því sagðist Halldór hins vegar ekki skilja gagnrýni Óttarrs og sagði þá: „Þetta er bara í mínum huga tóm vitleysa, vegna þess að til að geta verið formaður sambandsins þá verður maður að vera sveitarstjórnarmaður,“ segir Halldór.Óttarr segir að það að sitja í stjórn OR, Faxaflóahafna eða öðrum stjórnum/nefndum á vegum borgarinnar sé starf borgarfulltrúa og ekkert við slíkt að athuga svo framarlega sem borgarfulltrúar sinni sínum störfum. Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga sé embætti sem kosið er í á árlegu landsþingi sambandsins. Þar hafa sveitarfélög atkvæðavægi í samræmi við íbúafjölda og því alveg ljóst að stuðningur fulltrúa frá Reykjavík vegi þar þungt.„Oddviti borgarstjórnarhóps í minnihluta gegnir því mikilvæga hlutverki að sýna meirihlutanum aðhald, því hlutverki hans er augljóslega teflt í hættu þegar viðkomandi neyðist til að líta á fulltrúa meirihlutans sem kjósendur, eða jafnvel yfirmenn, sem hann má alls ekki styggja um of vilji hann halda starfi sínu," segir Óttarr. Hann segir að það að líkja því saman að vera formaður flokksins eða oddviti hans í borgarstjórnarhóp sé í besta falli ofmat sama hvernig á það sé litið. „Það að vera formaður sambands íslenskra sveitafélaga krefst ekki að vera oddviti í borgar- eða bæjarstjórnum landsins enda hefur a.m.k. einn varabæjarfulltrúi gegnt þessu starfi!" segir Óttarr.
Alþingi Tengdar fréttir Halldór sitji ekki beggja vegna borðsins Fráfarandi formaður Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, gagnrýnir að Halldór Halldórsson, oddviti flokksins í borginni, sitji beggja vegna borðs þar sem hann sé á sama tíma oddviti og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þetta kom fram á aðalfundi Varðar á þriðjudag. 22. október 2015 07:00 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Sjá meira
Halldór sitji ekki beggja vegna borðsins Fráfarandi formaður Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, gagnrýnir að Halldór Halldórsson, oddviti flokksins í borginni, sitji beggja vegna borðs þar sem hann sé á sama tíma oddviti og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þetta kom fram á aðalfundi Varðar á þriðjudag. 22. október 2015 07:00