Hver er Justin Trudeau? Samúel Karl Ólason skrifar 21. október 2015 14:30 Justin Trudeau, næsti forsætisráðherra Kanada. Vísir/EPA Hver er Justin Trudeau, næsti forsætisráðherra Kanada? Það er spurning sem margir spyrja sig ef til vill að þessa dagana, eftir að Frjálslyndi flokkurinn þar í landi velti Íhaldsflokknum úr sessi og náði hreinum meirihluta á þinginu. Á einungis nokkrum dögum hefur nafn hans sést á nánast hverjum tölvuskjá og á forsíðum dagblaða um heim allan. Trudeau er sonur fyrrverandi forsætisráðherra Kanada, Pierre Trudeau, sem stjórnaði landinu frá 1968 til 1984, með árs hléi 79 til 80. Hann hefur starfað sem kennari, leikari, þjálfari og verkfræðingur.Sjá einnig: Kosningaloforð Trudeaus sem leiddu til sigurs í Kanada Þrátt fyrir að opinberar niðurstöður kosninganna liggi ekki að fullu fyrir, hefur Trudeau þegar heitið því að hætta loftárásum Kanada í Írak og að verja töluverðum fjármunum í móttöku flóttamanna í Kanada. Það var svo árið 2000 sem að fyrst heyrðust hvísl varðandi framtíð hans í stjórnmálum, samkvæmt Guardian. Það var við opinbera jarðarför föður hans þegar hann flutti líkræðuna „Meira en allt þá var hann pabbi fyrir mér. Og þvílíkur pabbi. Hann elskaði okkur með þeirri ástríðu og trúfestu sem einkenndi líf hans. Hann kenndi okkur að trúa á okkur sjálf og að standa á okkar, að þekkja okkur sjálf og bera ábyrgð á okkur sjálfum.“ „Við vissum að við værum heppnustu krakkar í heimi og við höfum í raun ekki gert neitt til að eiga það skilið. þess í stað væri það eitthvað sem við þyrftum að vinna að alla okkar ævi.“Talinn of reynslulaus Trudeau var kjörinn á þing árið 2008. Nú er hann 43 ára og næst yngsti forsætisráðherrann í sögu Kanada. Gert var út á aldur hans í kosningabaráttunni, sem var sú lengsta í sögu Kanada. Hann var sagður of ungur og reynslulaus til að leiða Frjálslyndaflokkinn, en allt varð fyrir ekki og þeir unnu afgerandi sigur. Meðal helstu málefna Trudeau eru að Kanada geri sitt til að berjast gegn hlýnun jarðarinnar, að konur hafi frjálst val um fóstureyðingu og að afglæpavæða maríjúana. Hann hefur þegar sagt að það verði sitt fyrsta verk. Þar að auki vill hann hækka skatta á ríkasta fólk Kanada um eitt prósent til að fjármagna skattalækkun hjá millistéttinni. Einnig vill Trudeau auka réttindi innfæddra í Kanada og koma af stað rannsókn á fjölgun morða innfæddra kvenna.I am a feminist. I'm proud to be a feminist. #upfordebate— Justin Trudeau (@JustinTrudeau) September 21, 2015 Trudeau er giftur Sophie Grégoire og saman eiga þau þrjú ung börn.Heitasti forsætisráðherrann Skoðanir Trudeau á femínisma, fóstureyðingum og afglæpavæðingu eiturlyfja eru ekki það eina sem hefur kveikt á athygli fólks. Fjölmargir hafa tjáð sig um útlit hans og hefur hann jafnvel verið kallaður PILF sem er skammstöfun sem búin var til yfir getnaðarlega stjórnmálamenn og þjóðarleiðtoga. Margir vita og muna hvað skammstöfunin MILF stendur fyrir (móðir sem ég væri til í að sofa hjá), en PILF stendur núna fyrir: Prime minister I'd like to ffff, eða Forsætisráðherra sem ég væri til í að sofa hjá. Ýmsir hafa þó einnig látið P-ið standa fyrir politician, eða stjórnmálamaður. Barack Obama hefur einnig verið kallaður PILF frá því að hann var kosinn forseti Bandaríkjanna árið 2008. Þá er Trudeau með tattú af hrafni á vinstri hendinni, en það þykir saldgæft meðal þjóðarleiðtoga.Is Canada's new PM the only world leader with a tattoo? https://t.co/N570Vq0jNB #news— News (@Tokenizer3) October 21, 2015 Tattúið sást bersýnilega þegar Trudeau tók þátt í boxbardaga í góðgerðarskyni fyrr á árinu og naut það mikillar athygli í aðdraganda kosninganna um helgina. Samkvækvæmt breska ríkisútvarpinu er það sjaldgæft að þjóðarleiðtogar séu með tattú og þá enn sjaldgæfara að þeir sýni þau. Sérfræðingar telja tattúið sýna íhaldssömum kjósendum að hann sé ekki tilbúinn til þess að starfa sem forsætisráðherra. Hins vegar telja þeir að það hafi hjálpað honum að ná til yngri kjósenda.Justin Trudeau á æfingu.Vísir/GettyTweets about pilf Mest lesið Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Fleiri fréttir Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Sjá meira
Hver er Justin Trudeau, næsti forsætisráðherra Kanada? Það er spurning sem margir spyrja sig ef til vill að þessa dagana, eftir að Frjálslyndi flokkurinn þar í landi velti Íhaldsflokknum úr sessi og náði hreinum meirihluta á þinginu. Á einungis nokkrum dögum hefur nafn hans sést á nánast hverjum tölvuskjá og á forsíðum dagblaða um heim allan. Trudeau er sonur fyrrverandi forsætisráðherra Kanada, Pierre Trudeau, sem stjórnaði landinu frá 1968 til 1984, með árs hléi 79 til 80. Hann hefur starfað sem kennari, leikari, þjálfari og verkfræðingur.Sjá einnig: Kosningaloforð Trudeaus sem leiddu til sigurs í Kanada Þrátt fyrir að opinberar niðurstöður kosninganna liggi ekki að fullu fyrir, hefur Trudeau þegar heitið því að hætta loftárásum Kanada í Írak og að verja töluverðum fjármunum í móttöku flóttamanna í Kanada. Það var svo árið 2000 sem að fyrst heyrðust hvísl varðandi framtíð hans í stjórnmálum, samkvæmt Guardian. Það var við opinbera jarðarför föður hans þegar hann flutti líkræðuna „Meira en allt þá var hann pabbi fyrir mér. Og þvílíkur pabbi. Hann elskaði okkur með þeirri ástríðu og trúfestu sem einkenndi líf hans. Hann kenndi okkur að trúa á okkur sjálf og að standa á okkar, að þekkja okkur sjálf og bera ábyrgð á okkur sjálfum.“ „Við vissum að við værum heppnustu krakkar í heimi og við höfum í raun ekki gert neitt til að eiga það skilið. þess í stað væri það eitthvað sem við þyrftum að vinna að alla okkar ævi.“Talinn of reynslulaus Trudeau var kjörinn á þing árið 2008. Nú er hann 43 ára og næst yngsti forsætisráðherrann í sögu Kanada. Gert var út á aldur hans í kosningabaráttunni, sem var sú lengsta í sögu Kanada. Hann var sagður of ungur og reynslulaus til að leiða Frjálslyndaflokkinn, en allt varð fyrir ekki og þeir unnu afgerandi sigur. Meðal helstu málefna Trudeau eru að Kanada geri sitt til að berjast gegn hlýnun jarðarinnar, að konur hafi frjálst val um fóstureyðingu og að afglæpavæða maríjúana. Hann hefur þegar sagt að það verði sitt fyrsta verk. Þar að auki vill hann hækka skatta á ríkasta fólk Kanada um eitt prósent til að fjármagna skattalækkun hjá millistéttinni. Einnig vill Trudeau auka réttindi innfæddra í Kanada og koma af stað rannsókn á fjölgun morða innfæddra kvenna.I am a feminist. I'm proud to be a feminist. #upfordebate— Justin Trudeau (@JustinTrudeau) September 21, 2015 Trudeau er giftur Sophie Grégoire og saman eiga þau þrjú ung börn.Heitasti forsætisráðherrann Skoðanir Trudeau á femínisma, fóstureyðingum og afglæpavæðingu eiturlyfja eru ekki það eina sem hefur kveikt á athygli fólks. Fjölmargir hafa tjáð sig um útlit hans og hefur hann jafnvel verið kallaður PILF sem er skammstöfun sem búin var til yfir getnaðarlega stjórnmálamenn og þjóðarleiðtoga. Margir vita og muna hvað skammstöfunin MILF stendur fyrir (móðir sem ég væri til í að sofa hjá), en PILF stendur núna fyrir: Prime minister I'd like to ffff, eða Forsætisráðherra sem ég væri til í að sofa hjá. Ýmsir hafa þó einnig látið P-ið standa fyrir politician, eða stjórnmálamaður. Barack Obama hefur einnig verið kallaður PILF frá því að hann var kosinn forseti Bandaríkjanna árið 2008. Þá er Trudeau með tattú af hrafni á vinstri hendinni, en það þykir saldgæft meðal þjóðarleiðtoga.Is Canada's new PM the only world leader with a tattoo? https://t.co/N570Vq0jNB #news— News (@Tokenizer3) October 21, 2015 Tattúið sást bersýnilega þegar Trudeau tók þátt í boxbardaga í góðgerðarskyni fyrr á árinu og naut það mikillar athygli í aðdraganda kosninganna um helgina. Samkvækvæmt breska ríkisútvarpinu er það sjaldgæft að þjóðarleiðtogar séu með tattú og þá enn sjaldgæfara að þeir sýni þau. Sérfræðingar telja tattúið sýna íhaldssömum kjósendum að hann sé ekki tilbúinn til þess að starfa sem forsætisráðherra. Hins vegar telja þeir að það hafi hjálpað honum að ná til yngri kjósenda.Justin Trudeau á æfingu.Vísir/GettyTweets about pilf
Mest lesið Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Fleiri fréttir Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Sjá meira