„2007 siðmengunin sem er að læðast aftan að okkur á fullri ferð“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 20. október 2015 14:21 Steingrímur J. Sigfússon segir viðskipti Arion banka með fasteignir og Símahluti gefa tilefni til að aðskilja viðskiptabanka- og fjárfestingabankastarfsemi. vísir/vilhelm Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, gagnrýndi í dag sölu Arion banka á hlutum í Símanum til valinna viðskiptavina fyrir almennt útboð fyrr í þessum mánuði. Í ræðu undir liðnum störf þingsins sagði hann að eflaust væru margir með óbragð í munni eftir sölu Arion banka á hlutafé í Símanum „á vildarkjörum til góðvina sinna“. Salan hefur sætt harðri gagnrýni en valinn hópur viðskiptavina bankans og fjárfesta fengu að kaupa samtals 10 prósenta hlut í Símanum á hagstæðari kjörum en buðust svo í almennu útboði á hlutunum. Í morgun greindi Morgunblaðið svo frá því að Arion banki hefði komið alls staðar að borðinu þegar tveir fasteignasjóðir seldu eignir að virði 18 milljarða til fasteignafélagsins Reita.Arion banki átti í fasteignasjóðunum tveimur, sem bankinn sá um að reka auk þess að eiga hlut í Reitum, sem keypti fasteignirnar, og að hafa séð um sölu og fjármögnun viðskiptanna. „Þetta er ekkert annað en 2007 siðmengunin sem er að læðast aftan að okkur á fullri ferð, og ríkisstjórnin er þar ekki betri en aðrir, með sýnum vinnubrögðum bak við luktar dyr,“ sagði Steingrímur og bætti við: „Og fara þó þar fyrir þeir menn sem sennilega hafa haft stærstu orðin af öllum í lýðveldissögunni um mikilvægi gagnsæis hér í þessum sal, á síðasta kjörtímabili.“ Steingrími segir að draga eigi þann lærdóm af þessu að aðskilja þurfi viðskiptabanka- og fjárfestingabankastarfsemi. „Bankarnir, eða Arion banki í þessu tilviki, er að misnota það að geta möndlað bæði með eignir og eignasöfn sem þeir hafa í höndunum, rekið fyrirtækjaráðgjöf, og verið svo viðskiptabanki og fjármagnað viðskipti með þessu tagi,“ sagði hann og sagði það stæði upp á stjórnvöld að gera eitthvað í þessu máli. Alþingi Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara algjörlega galið“ Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, gagnrýndi í dag sölu Arion banka á hlutum í Símanum til valinna viðskiptavina fyrir almennt útboð fyrr í þessum mánuði. Í ræðu undir liðnum störf þingsins sagði hann að eflaust væru margir með óbragð í munni eftir sölu Arion banka á hlutafé í Símanum „á vildarkjörum til góðvina sinna“. Salan hefur sætt harðri gagnrýni en valinn hópur viðskiptavina bankans og fjárfesta fengu að kaupa samtals 10 prósenta hlut í Símanum á hagstæðari kjörum en buðust svo í almennu útboði á hlutunum. Í morgun greindi Morgunblaðið svo frá því að Arion banki hefði komið alls staðar að borðinu þegar tveir fasteignasjóðir seldu eignir að virði 18 milljarða til fasteignafélagsins Reita.Arion banki átti í fasteignasjóðunum tveimur, sem bankinn sá um að reka auk þess að eiga hlut í Reitum, sem keypti fasteignirnar, og að hafa séð um sölu og fjármögnun viðskiptanna. „Þetta er ekkert annað en 2007 siðmengunin sem er að læðast aftan að okkur á fullri ferð, og ríkisstjórnin er þar ekki betri en aðrir, með sýnum vinnubrögðum bak við luktar dyr,“ sagði Steingrímur og bætti við: „Og fara þó þar fyrir þeir menn sem sennilega hafa haft stærstu orðin af öllum í lýðveldissögunni um mikilvægi gagnsæis hér í þessum sal, á síðasta kjörtímabili.“ Steingrími segir að draga eigi þann lærdóm af þessu að aðskilja þurfi viðskiptabanka- og fjárfestingabankastarfsemi. „Bankarnir, eða Arion banki í þessu tilviki, er að misnota það að geta möndlað bæði með eignir og eignasöfn sem þeir hafa í höndunum, rekið fyrirtækjaráðgjöf, og verið svo viðskiptabanki og fjármagnað viðskipti með þessu tagi,“ sagði hann og sagði það stæði upp á stjórnvöld að gera eitthvað í þessu máli.
Alþingi Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara algjörlega galið“ Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Sjá meira