Sport

Ég er ekki of feitur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Þyngd Lacy getur nýst vel er hann dregur varnarmenn á eftir sér.
Þyngd Lacy getur nýst vel er hann dregur varnarmenn á eftir sér. vísir/getty
Eddie Lacy er sama hvað myndir af honum segja. Hann segist ekki vera of feitur.

Þessi kröftugi hlaupari Green Bay Packers hefur verið talsvert í fréttum vestanhafs síðustu daga vegna líkamlegs ástands sem hann segir vera eðlilegt.

„Ég er ekki minnsti maðurinn. Brandon Jacobs var ekki lítill hlaupari og hvað þá Jerome Bettis. Sumir geta spilað þó svo þeir séu stórir en ég er samt ekki að segja að ég sé jafn þungur og Bettis. Ég er bara að segja að allir hlauparar deildarinnar þurfa ekkert að líta út eins og Adrian Peterson," sagði Lacy.

Hann er 180 sentimetrar að hæð og 106 kíló samkvæmt tölum Packers. Það er aðeins einu og hálfu kílói meira en þegar hann kom í deildina.

Lacy vill ekki segja hvað hann er þungur en hann þarf að vigta sig vikulega og ef hann fer yfir ákveðið þyngd þá verður hann sektaður af félaginu. Það hefur ekki gerst.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×