Upplifanir sitja eftir, ekki veraldlegir munir Sigga Dögg skrifar 30. október 2015 11:30 Þegar skyggnst er á bak við tjöldin vakna spurningar um hver Eygló sé í raun og veru, hvað hefur mótað hana og hennar sýn í stjórnmálum og hvernig hún aðskilur þingheim frá heimilinu. visir/villi Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, er flestum kunn fyrir vasklega framgöngu og boðun breyttra tíma í húsnæðismálum að ógleymdu ákalli um aukna flóttamannaaðstoð í hópnum „Kæra Eygló“. Þegar skyggnst er á bak við tjöldin vakna spurningar um hver Eygló sé í raun og veru, hvað hefur mótað hana og hennar sýn í stjórnmálum og hvernig hún aðskilur þingheim frá heimilinu. „Ég er eiginlega alltaf í vinnunni,“ segir Eygló kímin. „Mitt stóra verkefni í prívatlífinu er að halda vinnunni til hliðar við heimilið en ég hef alltaf verið svona, það er ekki bara núna þetta starf, heldur er ég bara svona, í öllum störfum sem ég er í er ég af heilum hug enda finnst mér skemmtilegt í vinnunni.“ Á mörgum heimilum er pólitík rædd við matarborðið og er heimili Eyglóar þar engin undantekning. „Sem betur þá hefur eiginmaður minn einnig mjög gaman af pólitík svo við ræðum hana heima fyrir, annars væri örugglega ekki búandi með mér,“ segir Eygló. „Stjórnmál snúast um daglegt líf og hvernig við viljum hafa okkar samfélag og leikreglurnar í samfélaginu og við tölum um það við matarborðið en einnig hversdag barnanna,“ segir Eygló og verður hugsað aftur til sinnar eigin æsku. „Pólitík var alltaf rædd heima hjá mér og fólkið mitt hefur sterkar skoðanir á stjórnmálum þótt þau hafi ekki beint verið virk í formlegu starfi en þau höfðu alltaf miklar skoðanir á samfélagsmálum svo ég ólst upp við að hafa áhuga á því hvað gerist í fréttum, en ég sá samt aldrei fyrir mér að starfa sem þingmaður,“ segir Eygló sem fetaði sín fyrstu fótspor í stjórnmálastarfi þegar henni var formlega boðið að taka þátt. „Ég hugsaði, af hverju ekki?“ Það er greinilegt að þessi spurning hefur verið örlagavaldur og Eygló komin á sína réttu hillu í lífinu. „Ég hafði ekki einu sinni velt fyrir mér starfskjörum þingmanns þegar ég byrjaði, ég las um þau í DV,“ segir Eygló og skellir upp úr. „Ef maður hefur áhuga á samfélaginu og ákveðna sýn á hvernig samfélagið á að vera og hugmyndir um hvernig megi gera það betra, þá er þetta besti vettvangurinn til þess,“ segir Eygló.Ástríða í eldhúsinu Eiginmaður Eyglóar heitir Sigurður E. Vilhelmsson og er kennari. Saman eiga þau tvær dætur, Hrafnhildi Ósk, 15 ára, og Snæfríði Unni, 9 ára. Það getur reynst mörgum erfitt að tvinna saman heimili og vinnu, sérstaklega þegar einstaklingur hefur brennandi ástríðu fyrir starfi sínu en þau Eygló og Sigurður reyna að rækta rómantíkina. „Við spjöllum mikið saman og reynum þá að skapa notalegt umhverfi heima fyrir með kertaljósum og þess háttar en einnig höfum við mjög gaman af mat, bæði að elda og að fara út að borða.“ Eldhúsið er mikilvægt í heimilislífi þeirra enda samkomustaður fjölskyldunnar. „Við höfum alltaf unnið vel saman í eldhúsinu og eldum margt frá grunni, matseld er okkar áhugamál og við reynum að rækta það saman.“ Eygló segir þau jafnvíg í eldhúsinu þó hvort hafi sitt sérsvið. „Hann er meira í að baka brauð og búa til majónes og sér um kalkúninn um jólin en ég sé um meðlæti og að reyna að koma grænum baunum ofan í börnin þó það gangi kannski ekki alveg nógu vel, ég þarf bara að finna réttu baunauppskriftina,“ segir Eygló sem víkur ekki frá heilagleika ferskra grænna bauna sem hluta af hátíðarmáltíðinni, engar Ora-baunir á þessum bæ, enda segir Eygló þau hjón leggja mikið upp úr ferskleika hráefnis og að prófa nýjar uppskriftir.Með Ban Ki-moon, aðalritara Sameinuðu þjóðanna.Ferðalangur í hjartanu Eygló segir hjónin einnig hafa gaman af því að hvíla umræðurnar og horfa saman á sjónvarpið og gæti þáttavalið komið einhverjum á óvart. „Á kvöldin gerum við oft huggulegt og horfum gjarnan á sakamálaþætti eins og Law & Order eða Poirot eða jafnvel vísindaskáldskap eins og Star Trek,“ segir Eygló og brosir, enda grunar blaðamann að þessi áhugi komi landsmönnum þó nokkuð á óvart. Ferðalög eru einnig í miklum metum hjá fjölskyldunni og svífur hugurinn reglulega á vit ævintýranna. „Undanfarin ár höfum við farið í húsaskipti og það er mjög skemmtilegt, það gefur manni allt aðra innsýn í dvalarlandið, þótt það sé land sem þú taldir þig annars þekkja þokkalega vel, við upplifðum það í Danmörku þegar við vorum þar í tvær vikur og sama má segja um Írland,“ segir Eygló sem er töluvert hrifin af slíkum ferðalögum. „Mig dreymir um að fara í heimsreisuna sem maðurinn minn fór í þegar hann var tvítugur, hann hefur ferðast víða og farið til landa sem eru á óskalistanum hjá mér svo við vinnum í því að ferðast saman, setja á okkur bakpokann og halda áfram að upplifa hluti og halda áfram að læra,“ segir Eygló, sem einnig leggur áherslu á að láta jákvæðni stýra sérhverjum degi.Með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra.Drifkrafturinn er jákvæðni „Það er mikilvægt að halda í jákvæðnina, sérstaklega þegar umræðan er neikvæð, þá skiptir svo miklu máli að rækta jákvæðni og stýrast af henni og það geri ég með því að rækta tengslin við fjölskylduna. Stundum þarf bara að gefa sér smá tíma á morgnana til að setjast út á pall með tebolla og horfa yfir Hafnarfjörðinn, dást að hrauninu og bara reyna að vera í deginum í dag og hafa í huga að þó að fólk segi hluti eða geri hluti þá endurspegli það þess eigin líðan en ekki endilega hvað maður sjálfur er að gera. Maður þarf að muna að hafa trú á því sem maður er að gera og vera viss um að það sé ekki hægt að gera betur en maður gerir, ég er að reyna gera mitt besta og meira er ekki hægt að gera,“ segir Eygló, sem einnig hefur gripið í hugleiðslu og jóga til að rækta innri líðan. Þegar netákallið um aukna aðstoð við sýrlenska flóttamenn fór af stað á samfélagsmiðlunum undir yfirskriftinni „Kæra Eygló“ á Facebook þá hreyfði það við Eygló. „Ég var ótrúlega meyr og þakklát. Mér fannst svo frábært að fylgjast með þessu þróast og fólki að taka höndum saman til að aðstoða flóttamenn og bjóða velkomna í okkar samfélag. Ég man svo sem ekki fjölda smáskilaboða sem ég fékk né tölvupósta en mér þótti þetta mjög fallegt og einmitt sýna vel hvernig þjóð við Íslendingar erum,“ segir Eygló, sem einnig var þakklát fyrir eftirfylgni fólks við viljann til að aðstoða. „Fjöldi fólks fór og skráði sig sem sjálfboðaliða hjá Rauða krossinum í kjölfar þessa ákalls og það fannst mér fallegt, þetta skiptir allt svo miklu máli, að hlúa vel að fólkinu sem við bjóðum hingað.“ Eygló telur smæð Íslands og nálægðina við stjórnmálamenn hafa kristallast í þessu samhengi. „Ég vil að fólk viti að það getur gerst vinur minn á Facebook og fólk getur komið á framfæri sínum athugasemdum og ég vil að fólk geti sent mér tölvupóst og ég held að það sé mjög mikilvægt að vera aðgengileg og heyra beint frá fólki, eins og í þessu tilviki. Það er einmitt kostur stjórnmálalífsins á Íslandi, þessi nálægð við stjórnmálamenn, og það er hluti af því sem gerir okkar samfélag gott,“ segir Eygló.Minímalismi er framtíðin Eygló hefur talað fyrir nýjum áherslum og breyttum tímum í bæði húsnæðismálum og dauðum hlutum sem fólk sankar að sér. „Það hefur alltaf verið svo mikill hraði á samfélaginu, svo miklar kröfur. Ég fann þetta þegar ég kom úr námi úti í Svíþjóð, þá voru hlutir sem voru ekkert mál þar en stórmál hér og ég vona það sé það sem mín kynslóð hafi lært af Hruninu og geti skilað til komandi kynslóða að það eru ekki þessir dauðu hlutir sem skipta mestu máli í lífinu heldur eru það tengslin við fjölskylduna og upplifun, eins og það að fara bara í gönguferð eða gefa sér góðan tíma til að elda og borða, án þess að það sé dýrt,“ segir Eygló. „Þetta er ekki auðvelt, að breyta því sem maður hefur lært og alist upp við, en ég reyni að vera gagnrýnin á mitt heimili og dótið sem er þar og svo þarf ég líka að muna að vera ekki að bæta upp fyrir tapaðan tíma þegar ég er fjarri heimilinu í vinnuferð, að koma með eitthvert óþarfa dót eða fatnað heim, bara til að reyna bæta upp að ég hafi verið fjarri.“ Eygló boðar breyttar áherslur í bæði húsnæðismálum og lifnaðarháttum þjóðarinnar sem eru á pari við umræðuna erlendis og er það einlæg von blaðmanns að fleiri sperri eyrun, líti sér nær í umhverfi sínu og hefji tiltekt og breyti neysluvenjum sínum. Lífið Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira
Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, er flestum kunn fyrir vasklega framgöngu og boðun breyttra tíma í húsnæðismálum að ógleymdu ákalli um aukna flóttamannaaðstoð í hópnum „Kæra Eygló“. Þegar skyggnst er á bak við tjöldin vakna spurningar um hver Eygló sé í raun og veru, hvað hefur mótað hana og hennar sýn í stjórnmálum og hvernig hún aðskilur þingheim frá heimilinu. „Ég er eiginlega alltaf í vinnunni,“ segir Eygló kímin. „Mitt stóra verkefni í prívatlífinu er að halda vinnunni til hliðar við heimilið en ég hef alltaf verið svona, það er ekki bara núna þetta starf, heldur er ég bara svona, í öllum störfum sem ég er í er ég af heilum hug enda finnst mér skemmtilegt í vinnunni.“ Á mörgum heimilum er pólitík rædd við matarborðið og er heimili Eyglóar þar engin undantekning. „Sem betur þá hefur eiginmaður minn einnig mjög gaman af pólitík svo við ræðum hana heima fyrir, annars væri örugglega ekki búandi með mér,“ segir Eygló. „Stjórnmál snúast um daglegt líf og hvernig við viljum hafa okkar samfélag og leikreglurnar í samfélaginu og við tölum um það við matarborðið en einnig hversdag barnanna,“ segir Eygló og verður hugsað aftur til sinnar eigin æsku. „Pólitík var alltaf rædd heima hjá mér og fólkið mitt hefur sterkar skoðanir á stjórnmálum þótt þau hafi ekki beint verið virk í formlegu starfi en þau höfðu alltaf miklar skoðanir á samfélagsmálum svo ég ólst upp við að hafa áhuga á því hvað gerist í fréttum, en ég sá samt aldrei fyrir mér að starfa sem þingmaður,“ segir Eygló sem fetaði sín fyrstu fótspor í stjórnmálastarfi þegar henni var formlega boðið að taka þátt. „Ég hugsaði, af hverju ekki?“ Það er greinilegt að þessi spurning hefur verið örlagavaldur og Eygló komin á sína réttu hillu í lífinu. „Ég hafði ekki einu sinni velt fyrir mér starfskjörum þingmanns þegar ég byrjaði, ég las um þau í DV,“ segir Eygló og skellir upp úr. „Ef maður hefur áhuga á samfélaginu og ákveðna sýn á hvernig samfélagið á að vera og hugmyndir um hvernig megi gera það betra, þá er þetta besti vettvangurinn til þess,“ segir Eygló.Ástríða í eldhúsinu Eiginmaður Eyglóar heitir Sigurður E. Vilhelmsson og er kennari. Saman eiga þau tvær dætur, Hrafnhildi Ósk, 15 ára, og Snæfríði Unni, 9 ára. Það getur reynst mörgum erfitt að tvinna saman heimili og vinnu, sérstaklega þegar einstaklingur hefur brennandi ástríðu fyrir starfi sínu en þau Eygló og Sigurður reyna að rækta rómantíkina. „Við spjöllum mikið saman og reynum þá að skapa notalegt umhverfi heima fyrir með kertaljósum og þess háttar en einnig höfum við mjög gaman af mat, bæði að elda og að fara út að borða.“ Eldhúsið er mikilvægt í heimilislífi þeirra enda samkomustaður fjölskyldunnar. „Við höfum alltaf unnið vel saman í eldhúsinu og eldum margt frá grunni, matseld er okkar áhugamál og við reynum að rækta það saman.“ Eygló segir þau jafnvíg í eldhúsinu þó hvort hafi sitt sérsvið. „Hann er meira í að baka brauð og búa til majónes og sér um kalkúninn um jólin en ég sé um meðlæti og að reyna að koma grænum baunum ofan í börnin þó það gangi kannski ekki alveg nógu vel, ég þarf bara að finna réttu baunauppskriftina,“ segir Eygló sem víkur ekki frá heilagleika ferskra grænna bauna sem hluta af hátíðarmáltíðinni, engar Ora-baunir á þessum bæ, enda segir Eygló þau hjón leggja mikið upp úr ferskleika hráefnis og að prófa nýjar uppskriftir.Með Ban Ki-moon, aðalritara Sameinuðu þjóðanna.Ferðalangur í hjartanu Eygló segir hjónin einnig hafa gaman af því að hvíla umræðurnar og horfa saman á sjónvarpið og gæti þáttavalið komið einhverjum á óvart. „Á kvöldin gerum við oft huggulegt og horfum gjarnan á sakamálaþætti eins og Law & Order eða Poirot eða jafnvel vísindaskáldskap eins og Star Trek,“ segir Eygló og brosir, enda grunar blaðamann að þessi áhugi komi landsmönnum þó nokkuð á óvart. Ferðalög eru einnig í miklum metum hjá fjölskyldunni og svífur hugurinn reglulega á vit ævintýranna. „Undanfarin ár höfum við farið í húsaskipti og það er mjög skemmtilegt, það gefur manni allt aðra innsýn í dvalarlandið, þótt það sé land sem þú taldir þig annars þekkja þokkalega vel, við upplifðum það í Danmörku þegar við vorum þar í tvær vikur og sama má segja um Írland,“ segir Eygló sem er töluvert hrifin af slíkum ferðalögum. „Mig dreymir um að fara í heimsreisuna sem maðurinn minn fór í þegar hann var tvítugur, hann hefur ferðast víða og farið til landa sem eru á óskalistanum hjá mér svo við vinnum í því að ferðast saman, setja á okkur bakpokann og halda áfram að upplifa hluti og halda áfram að læra,“ segir Eygló, sem einnig leggur áherslu á að láta jákvæðni stýra sérhverjum degi.Með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra.Drifkrafturinn er jákvæðni „Það er mikilvægt að halda í jákvæðnina, sérstaklega þegar umræðan er neikvæð, þá skiptir svo miklu máli að rækta jákvæðni og stýrast af henni og það geri ég með því að rækta tengslin við fjölskylduna. Stundum þarf bara að gefa sér smá tíma á morgnana til að setjast út á pall með tebolla og horfa yfir Hafnarfjörðinn, dást að hrauninu og bara reyna að vera í deginum í dag og hafa í huga að þó að fólk segi hluti eða geri hluti þá endurspegli það þess eigin líðan en ekki endilega hvað maður sjálfur er að gera. Maður þarf að muna að hafa trú á því sem maður er að gera og vera viss um að það sé ekki hægt að gera betur en maður gerir, ég er að reyna gera mitt besta og meira er ekki hægt að gera,“ segir Eygló, sem einnig hefur gripið í hugleiðslu og jóga til að rækta innri líðan. Þegar netákallið um aukna aðstoð við sýrlenska flóttamenn fór af stað á samfélagsmiðlunum undir yfirskriftinni „Kæra Eygló“ á Facebook þá hreyfði það við Eygló. „Ég var ótrúlega meyr og þakklát. Mér fannst svo frábært að fylgjast með þessu þróast og fólki að taka höndum saman til að aðstoða flóttamenn og bjóða velkomna í okkar samfélag. Ég man svo sem ekki fjölda smáskilaboða sem ég fékk né tölvupósta en mér þótti þetta mjög fallegt og einmitt sýna vel hvernig þjóð við Íslendingar erum,“ segir Eygló, sem einnig var þakklát fyrir eftirfylgni fólks við viljann til að aðstoða. „Fjöldi fólks fór og skráði sig sem sjálfboðaliða hjá Rauða krossinum í kjölfar þessa ákalls og það fannst mér fallegt, þetta skiptir allt svo miklu máli, að hlúa vel að fólkinu sem við bjóðum hingað.“ Eygló telur smæð Íslands og nálægðina við stjórnmálamenn hafa kristallast í þessu samhengi. „Ég vil að fólk viti að það getur gerst vinur minn á Facebook og fólk getur komið á framfæri sínum athugasemdum og ég vil að fólk geti sent mér tölvupóst og ég held að það sé mjög mikilvægt að vera aðgengileg og heyra beint frá fólki, eins og í þessu tilviki. Það er einmitt kostur stjórnmálalífsins á Íslandi, þessi nálægð við stjórnmálamenn, og það er hluti af því sem gerir okkar samfélag gott,“ segir Eygló.Minímalismi er framtíðin Eygló hefur talað fyrir nýjum áherslum og breyttum tímum í bæði húsnæðismálum og dauðum hlutum sem fólk sankar að sér. „Það hefur alltaf verið svo mikill hraði á samfélaginu, svo miklar kröfur. Ég fann þetta þegar ég kom úr námi úti í Svíþjóð, þá voru hlutir sem voru ekkert mál þar en stórmál hér og ég vona það sé það sem mín kynslóð hafi lært af Hruninu og geti skilað til komandi kynslóða að það eru ekki þessir dauðu hlutir sem skipta mestu máli í lífinu heldur eru það tengslin við fjölskylduna og upplifun, eins og það að fara bara í gönguferð eða gefa sér góðan tíma til að elda og borða, án þess að það sé dýrt,“ segir Eygló. „Þetta er ekki auðvelt, að breyta því sem maður hefur lært og alist upp við, en ég reyni að vera gagnrýnin á mitt heimili og dótið sem er þar og svo þarf ég líka að muna að vera ekki að bæta upp fyrir tapaðan tíma þegar ég er fjarri heimilinu í vinnuferð, að koma með eitthvert óþarfa dót eða fatnað heim, bara til að reyna bæta upp að ég hafi verið fjarri.“ Eygló boðar breyttar áherslur í bæði húsnæðismálum og lifnaðarháttum þjóðarinnar sem eru á pari við umræðuna erlendis og er það einlæg von blaðmanns að fleiri sperri eyrun, líti sér nær í umhverfi sínu og hefji tiltekt og breyti neysluvenjum sínum.
Lífið Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira