Sport

Brady tapar ekki á fimmtudögum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Brady og Chandler Jones brosa eftir að sigurinn var í höfn.
Brady og Chandler Jones brosa eftir að sigurinn var í höfn. vísir/getty
Sigurganga meistara New England Patriots í NFL-deildinni hélt áfram í nótt. Þá völtuðu meistararnir yfir Miami Dolphins, 36-7.

Tom Brady, leikstjórnandi Patriots, átti enn einn stórleikinn. Kastaði boltanum 356 jarda og þar af voru fjórir boltar fyrir snertimarki.

Julian Edelman skoraði tvö snertimörk og hin skoruðu Rob Gronkowski og Dion Lewis.

Tom Brady var að spila sinn níunda leik á fimmtudegi og hann hefur unnið þá alla. Það hentar honum vel að spila á fimmtudögum á meðan margir væla yfir fimmtudagsleikjunum.

Patriots er búið að vinna alla sjö leiki sína í deildinni í vetur og það í annað sinn í sögu félagsins. Síðast þegar það gerðist árið 2007 þá vann liðið alla sextán leiki sína í deildinni.

Liðið hefur skorað 28 stig eða meira í öllum leikjum sínum í deildinni og 30 stig eða meira í síðustu sex leikjum.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×