Bieber varð fyrir því óhappi að hella niður vatni á sviðið í upphafi tónleikanna. Fór hann því sjálfur með handklæði til að þurrka upp eftir sig fremst á sviðinu. Kappinn komst aftur á móti ekki að fyrir spenntum aðdáendum og það fór fyrir brjóstið á honum.
Bieber strunsaði því af sviðinu og hætti eftir aðeins eitt lag. Tónleikunum var þar með lokið og stóðu mörg þúsund manns eftir með sárt ennið.
Hér að neðan má sjá myndband af atvikinu.
Tweets about bieber oslo