Starfsmenn sögðu frá óviðeigandi athugasemdum Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 30. október 2015 08:00 Vinnusálfræðingur ræddi við yfirstjórn embættis lögreglustjóra í Reykjavík og fjölda lögreglumanna. vísir/pjetur Starfsmenn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sögðu frá óviðeigandi ummælum vinnufélaga sinna er vísuðu í kynferði þeirra í viðtölum við vinnusálfræðinginn Leif Geir Hafsteinsson, sem var ráðinn af innanríkisráðuneytinu til þess að greina samskiptavanda hjá embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Frá þessu greina starfsmenn sem vilja ekki koma fram undir nafni. Leifur vill ekki tjá sig að neinu leyti um skýrsluna. „Það ríkir fullkominn trúnaður á milli mín og viðskiptavina. Það er viðskiptavinarins að tjá sig.“ Verkefni Leifs miðaði að því að greina meintan samskiptavanda og hver rót hans er og hvernig megi ráða bót á honum. Leifur tók viðtöl við um tuttugu manns í efsta lagi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Bráðabirgðaniðurstöður voru kynntar í ráðuneytinu. Þá hefur Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri rætt óformlega um framhaldið með Ólöfu Nordal ráðherra í vikunni. Lokaskýrslan hefur þó ekki verið kynnt en í henni verða engar persónugreinanlegar upplýsingar.Leifur Geir Hafsteinsson vinnusálfræðingur.Rót vandans er ekki skipulagsbreytingar sem voru gerðar eftir að Sigríður Björk tók við stöðu lögreglustjóra. Úttektin var boðuð í marsmánuði en skipulagsbreytingarnar ekki ákveðnar fyrr en í júlí. Rót vandans er samkvæmt heimildum Fréttablaðsins valdabarátta í yfirstjórn lögreglunnar. Aðstoðarlögreglustjórar, sem eru samkvæmt reglugerð stigi ofar í starfsröð en yfirlögregluþjónar, voru í nýju skipulagi færðir á sama plan þeir. Þetta skipurit er í samræmi við skipurit dönsku lögreglunnar. Valdsvið aðstoðarlögreglustjóra lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu minnkaði, áður heyrði undir þá meirihluti lögreglumanna í Reykjavík en nú starfa þeir í tengslum við sitt svið og mun færri starfsmenn heyra undir þá. Þá voru starfsstöðvar þeirra færðar frá fimmtu hæð aðseturs embættisins á þá deild þar sem starfsmenn þeirra starfa. Tilgangurinn var að auðvelda aðgang lögreglumanna að yfirmanni sínum, fletja skipulagið út og gera störf lögreglunnar skilvirkari. Breytingarnar þóttu yfirgripsmiklar og hrófla við valdskipulagi sem hefur verið óhreyft árum saman. Ráðuneytið vill ekki gefa upplýsingar um málið meðan það er enn í vinnslu. „Á meðan málið er enn í vinnslu er ekki unnt að fara ofan í efni þess á þessu stigi,“ segir í svari innanríkisráðuneytisins. Vinnusálfræðingurinn var fenginn til að vinna skýrsluna í apríl Upphaflega var gert ráð fyrir að skýrslan yrði klár í maí, en það tafðist. Tengdar fréttir Doktor í vinnusálfræði fenginn til að greina samskiptavanda innan lögreglunnar Hóf vinnu sína í apríl og átti að skila skýrslu mánuði síðar en greiningunni er ekki enn lokið. 22. október 2015 17:20 Sigríður Björk: Samskiptavandinn ekki uppi á yfirborðinu Um tuttugu starfsmenn lögreglunnar hafi verið kallaðir í viðtal hjá Leifi Geir Hafsteinssyni, doktor í vinnusálfræði, sem fenginn var til að skoða hvort að samskiptavandi sé til staðar hjá embættinu. 28. október 2015 12:51 Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Starfsmenn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sögðu frá óviðeigandi ummælum vinnufélaga sinna er vísuðu í kynferði þeirra í viðtölum við vinnusálfræðinginn Leif Geir Hafsteinsson, sem var ráðinn af innanríkisráðuneytinu til þess að greina samskiptavanda hjá embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Frá þessu greina starfsmenn sem vilja ekki koma fram undir nafni. Leifur vill ekki tjá sig að neinu leyti um skýrsluna. „Það ríkir fullkominn trúnaður á milli mín og viðskiptavina. Það er viðskiptavinarins að tjá sig.“ Verkefni Leifs miðaði að því að greina meintan samskiptavanda og hver rót hans er og hvernig megi ráða bót á honum. Leifur tók viðtöl við um tuttugu manns í efsta lagi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Bráðabirgðaniðurstöður voru kynntar í ráðuneytinu. Þá hefur Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri rætt óformlega um framhaldið með Ólöfu Nordal ráðherra í vikunni. Lokaskýrslan hefur þó ekki verið kynnt en í henni verða engar persónugreinanlegar upplýsingar.Leifur Geir Hafsteinsson vinnusálfræðingur.Rót vandans er ekki skipulagsbreytingar sem voru gerðar eftir að Sigríður Björk tók við stöðu lögreglustjóra. Úttektin var boðuð í marsmánuði en skipulagsbreytingarnar ekki ákveðnar fyrr en í júlí. Rót vandans er samkvæmt heimildum Fréttablaðsins valdabarátta í yfirstjórn lögreglunnar. Aðstoðarlögreglustjórar, sem eru samkvæmt reglugerð stigi ofar í starfsröð en yfirlögregluþjónar, voru í nýju skipulagi færðir á sama plan þeir. Þetta skipurit er í samræmi við skipurit dönsku lögreglunnar. Valdsvið aðstoðarlögreglustjóra lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu minnkaði, áður heyrði undir þá meirihluti lögreglumanna í Reykjavík en nú starfa þeir í tengslum við sitt svið og mun færri starfsmenn heyra undir þá. Þá voru starfsstöðvar þeirra færðar frá fimmtu hæð aðseturs embættisins á þá deild þar sem starfsmenn þeirra starfa. Tilgangurinn var að auðvelda aðgang lögreglumanna að yfirmanni sínum, fletja skipulagið út og gera störf lögreglunnar skilvirkari. Breytingarnar þóttu yfirgripsmiklar og hrófla við valdskipulagi sem hefur verið óhreyft árum saman. Ráðuneytið vill ekki gefa upplýsingar um málið meðan það er enn í vinnslu. „Á meðan málið er enn í vinnslu er ekki unnt að fara ofan í efni þess á þessu stigi,“ segir í svari innanríkisráðuneytisins. Vinnusálfræðingurinn var fenginn til að vinna skýrsluna í apríl Upphaflega var gert ráð fyrir að skýrslan yrði klár í maí, en það tafðist.
Tengdar fréttir Doktor í vinnusálfræði fenginn til að greina samskiptavanda innan lögreglunnar Hóf vinnu sína í apríl og átti að skila skýrslu mánuði síðar en greiningunni er ekki enn lokið. 22. október 2015 17:20 Sigríður Björk: Samskiptavandinn ekki uppi á yfirborðinu Um tuttugu starfsmenn lögreglunnar hafi verið kallaðir í viðtal hjá Leifi Geir Hafsteinssyni, doktor í vinnusálfræði, sem fenginn var til að skoða hvort að samskiptavandi sé til staðar hjá embættinu. 28. október 2015 12:51 Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Doktor í vinnusálfræði fenginn til að greina samskiptavanda innan lögreglunnar Hóf vinnu sína í apríl og átti að skila skýrslu mánuði síðar en greiningunni er ekki enn lokið. 22. október 2015 17:20
Sigríður Björk: Samskiptavandinn ekki uppi á yfirborðinu Um tuttugu starfsmenn lögreglunnar hafi verið kallaðir í viðtal hjá Leifi Geir Hafsteinssyni, doktor í vinnusálfræði, sem fenginn var til að skoða hvort að samskiptavandi sé til staðar hjá embættinu. 28. október 2015 12:51