Starfsmenn sögðu frá óviðeigandi athugasemdum Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 30. október 2015 08:00 Vinnusálfræðingur ræddi við yfirstjórn embættis lögreglustjóra í Reykjavík og fjölda lögreglumanna. vísir/pjetur Starfsmenn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sögðu frá óviðeigandi ummælum vinnufélaga sinna er vísuðu í kynferði þeirra í viðtölum við vinnusálfræðinginn Leif Geir Hafsteinsson, sem var ráðinn af innanríkisráðuneytinu til þess að greina samskiptavanda hjá embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Frá þessu greina starfsmenn sem vilja ekki koma fram undir nafni. Leifur vill ekki tjá sig að neinu leyti um skýrsluna. „Það ríkir fullkominn trúnaður á milli mín og viðskiptavina. Það er viðskiptavinarins að tjá sig.“ Verkefni Leifs miðaði að því að greina meintan samskiptavanda og hver rót hans er og hvernig megi ráða bót á honum. Leifur tók viðtöl við um tuttugu manns í efsta lagi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Bráðabirgðaniðurstöður voru kynntar í ráðuneytinu. Þá hefur Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri rætt óformlega um framhaldið með Ólöfu Nordal ráðherra í vikunni. Lokaskýrslan hefur þó ekki verið kynnt en í henni verða engar persónugreinanlegar upplýsingar.Leifur Geir Hafsteinsson vinnusálfræðingur.Rót vandans er ekki skipulagsbreytingar sem voru gerðar eftir að Sigríður Björk tók við stöðu lögreglustjóra. Úttektin var boðuð í marsmánuði en skipulagsbreytingarnar ekki ákveðnar fyrr en í júlí. Rót vandans er samkvæmt heimildum Fréttablaðsins valdabarátta í yfirstjórn lögreglunnar. Aðstoðarlögreglustjórar, sem eru samkvæmt reglugerð stigi ofar í starfsröð en yfirlögregluþjónar, voru í nýju skipulagi færðir á sama plan þeir. Þetta skipurit er í samræmi við skipurit dönsku lögreglunnar. Valdsvið aðstoðarlögreglustjóra lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu minnkaði, áður heyrði undir þá meirihluti lögreglumanna í Reykjavík en nú starfa þeir í tengslum við sitt svið og mun færri starfsmenn heyra undir þá. Þá voru starfsstöðvar þeirra færðar frá fimmtu hæð aðseturs embættisins á þá deild þar sem starfsmenn þeirra starfa. Tilgangurinn var að auðvelda aðgang lögreglumanna að yfirmanni sínum, fletja skipulagið út og gera störf lögreglunnar skilvirkari. Breytingarnar þóttu yfirgripsmiklar og hrófla við valdskipulagi sem hefur verið óhreyft árum saman. Ráðuneytið vill ekki gefa upplýsingar um málið meðan það er enn í vinnslu. „Á meðan málið er enn í vinnslu er ekki unnt að fara ofan í efni þess á þessu stigi,“ segir í svari innanríkisráðuneytisins. Vinnusálfræðingurinn var fenginn til að vinna skýrsluna í apríl Upphaflega var gert ráð fyrir að skýrslan yrði klár í maí, en það tafðist. Tengdar fréttir Doktor í vinnusálfræði fenginn til að greina samskiptavanda innan lögreglunnar Hóf vinnu sína í apríl og átti að skila skýrslu mánuði síðar en greiningunni er ekki enn lokið. 22. október 2015 17:20 Sigríður Björk: Samskiptavandinn ekki uppi á yfirborðinu Um tuttugu starfsmenn lögreglunnar hafi verið kallaðir í viðtal hjá Leifi Geir Hafsteinssyni, doktor í vinnusálfræði, sem fenginn var til að skoða hvort að samskiptavandi sé til staðar hjá embættinu. 28. október 2015 12:51 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Starfsmenn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sögðu frá óviðeigandi ummælum vinnufélaga sinna er vísuðu í kynferði þeirra í viðtölum við vinnusálfræðinginn Leif Geir Hafsteinsson, sem var ráðinn af innanríkisráðuneytinu til þess að greina samskiptavanda hjá embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Frá þessu greina starfsmenn sem vilja ekki koma fram undir nafni. Leifur vill ekki tjá sig að neinu leyti um skýrsluna. „Það ríkir fullkominn trúnaður á milli mín og viðskiptavina. Það er viðskiptavinarins að tjá sig.“ Verkefni Leifs miðaði að því að greina meintan samskiptavanda og hver rót hans er og hvernig megi ráða bót á honum. Leifur tók viðtöl við um tuttugu manns í efsta lagi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Bráðabirgðaniðurstöður voru kynntar í ráðuneytinu. Þá hefur Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri rætt óformlega um framhaldið með Ólöfu Nordal ráðherra í vikunni. Lokaskýrslan hefur þó ekki verið kynnt en í henni verða engar persónugreinanlegar upplýsingar.Leifur Geir Hafsteinsson vinnusálfræðingur.Rót vandans er ekki skipulagsbreytingar sem voru gerðar eftir að Sigríður Björk tók við stöðu lögreglustjóra. Úttektin var boðuð í marsmánuði en skipulagsbreytingarnar ekki ákveðnar fyrr en í júlí. Rót vandans er samkvæmt heimildum Fréttablaðsins valdabarátta í yfirstjórn lögreglunnar. Aðstoðarlögreglustjórar, sem eru samkvæmt reglugerð stigi ofar í starfsröð en yfirlögregluþjónar, voru í nýju skipulagi færðir á sama plan þeir. Þetta skipurit er í samræmi við skipurit dönsku lögreglunnar. Valdsvið aðstoðarlögreglustjóra lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu minnkaði, áður heyrði undir þá meirihluti lögreglumanna í Reykjavík en nú starfa þeir í tengslum við sitt svið og mun færri starfsmenn heyra undir þá. Þá voru starfsstöðvar þeirra færðar frá fimmtu hæð aðseturs embættisins á þá deild þar sem starfsmenn þeirra starfa. Tilgangurinn var að auðvelda aðgang lögreglumanna að yfirmanni sínum, fletja skipulagið út og gera störf lögreglunnar skilvirkari. Breytingarnar þóttu yfirgripsmiklar og hrófla við valdskipulagi sem hefur verið óhreyft árum saman. Ráðuneytið vill ekki gefa upplýsingar um málið meðan það er enn í vinnslu. „Á meðan málið er enn í vinnslu er ekki unnt að fara ofan í efni þess á þessu stigi,“ segir í svari innanríkisráðuneytisins. Vinnusálfræðingurinn var fenginn til að vinna skýrsluna í apríl Upphaflega var gert ráð fyrir að skýrslan yrði klár í maí, en það tafðist.
Tengdar fréttir Doktor í vinnusálfræði fenginn til að greina samskiptavanda innan lögreglunnar Hóf vinnu sína í apríl og átti að skila skýrslu mánuði síðar en greiningunni er ekki enn lokið. 22. október 2015 17:20 Sigríður Björk: Samskiptavandinn ekki uppi á yfirborðinu Um tuttugu starfsmenn lögreglunnar hafi verið kallaðir í viðtal hjá Leifi Geir Hafsteinssyni, doktor í vinnusálfræði, sem fenginn var til að skoða hvort að samskiptavandi sé til staðar hjá embættinu. 28. október 2015 12:51 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Doktor í vinnusálfræði fenginn til að greina samskiptavanda innan lögreglunnar Hóf vinnu sína í apríl og átti að skila skýrslu mánuði síðar en greiningunni er ekki enn lokið. 22. október 2015 17:20
Sigríður Björk: Samskiptavandinn ekki uppi á yfirborðinu Um tuttugu starfsmenn lögreglunnar hafi verið kallaðir í viðtal hjá Leifi Geir Hafsteinssyni, doktor í vinnusálfræði, sem fenginn var til að skoða hvort að samskiptavandi sé til staðar hjá embættinu. 28. október 2015 12:51