„Ég get ekki hugsað mér mikið alvarlegri nauðgunarmál“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. nóvember 2015 11:03 Athygli vekur að ekki hefur verið farið fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum tveimur sem liggja undir grun. Vísir/GVA Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, segir að málin gerist ekki alvarlegri en í kynferðisbrotamáli sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að framkvæmd hefði verið húsleit í íbúð í Hlíðunum þar sem grunur leikur á að brotið hafi verið á tveimur konum. Tvær kærur hafa verið lagðar fram í málinu. Athygli vekur að ekki hefur verið farið fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum tveimur sem liggja undir grun. „Ég vil byrja á að taka það fram að ég veit ekki hvað er rétt í málinu en ef það er rétt sem ég les um að þarna sé um að ræða hópnauðgun, lyfjanauðgun og raðnauðgun þá gerast málin ekki alvarlegra,“ segir Guðrún við Vísi. Hún segir málið með þeim ljótari. Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar, segir í viðtali við Vísi að það hafi ekki verið talið þjóna almannahagsmunum að fara fram á gæsluvarðhald. „Þarna er maður sem að virðist hafa tvínauðgað og beitt öllum þeim alvarlegustu aðferðum sem beitt er. Og þegar um tvo er að ræða kemst ofbeldið inn í nýja vídd. Ég get ekki hugsað mér mikið alvarlegri nauðgunarmál. Mér er alveg gjörsamlega óskiljanlegt hvaða rök geta verið sterkari en bæði rannsóknarhagsmunir, að menn tali sig saman, og almannahagsmunir. Almannahagsmunir eru að brotin séu ekki endurtekin en þarna virðist maðurinn hafa endurtekið brotið nú þegar.“Fyrri nauðgunin er sögð hafa átt sér stað eftir bekkjarskemmtun á skemmtistaðnum Austur.vísir/ktdEins og í Fifty shades of grey Fyrri nauðgunin er sögð hafa átt sér stað eftir bekkjarskemmtun háskólanemanna á skemmtistaðnum Austur, í umræddri íbúð í Hlíðunum. Níu dögum síðar á hinni konunni að hafa verið nauðgað, í sömu íbúð, af báðum mönnunum eftir bekkjarskemmtun á Slippbarnum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fann lögregla í íbúðinni ýmis tól og tæki í íbúðinni, svo sem svipur, reipi og keðjur. „Fyrst og síðast minnir þetta mig á bókina Fifty Shades of Grey. Hljómar eins og það eigi að normalísera þær pyntingar sem fjallað var um í þeirri bók. Burtséð frá því er þetta mál með ólíkindum ef fréttirnar af því eru réttar.“ Guðrún segist ekki vita nákvæmlega til hvaða aðgerða lögregla hafi gripið nú þegar. „Það sem er þegar vitað er að réttarkerfið nær mjög illa utan um kynferðisbrot. Það er ekki nema mjög lítill hluti þessara brota sem leiðir til dóms. Auðvitað þarf að gera allt eins vel og hugsanlegt er til að ekki sé hægt að nota það sem rök að ekki hafi verið unnið eins vel og hægt er,“ segir Guðrún. Hún minnir á að breytingar séu í gangi hjá kynferðisbrotadeild lögrelgu. „Ég hef miklar væntingar um að það verði til bóta við rannsókn þessara mála.“ Hlíðamálið Tengdar fréttir Nauðgunarmál í HR: Bæði atvikin að lokinni skólaskemmtun í miðbæ Reykjavíkur Tveir karlmenn eru meintir gerendur í grófu kynferðisbrotamáli sem er til rannsóknar. Annar þeirra er nemandi við Háskólann í Reykjavík og er sagður hafa nauðgað tveimur bekkjarsystrum sínum í október. 5. nóvember 2015 07:00 Íbúð í Hlíðunum var útbúin til nauðgana Tveir karlar grunaðir um hrottaleg kynferðisbrot ganga lausir. 9. nóvember 2015 06:00 Þótti ekki ástæða til að fara fram á gæsluvarðhald yfir sakborningum Hart deilt á lögregluna vegna ákvörðunarinnar. 9. nóvember 2015 10:40 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, segir að málin gerist ekki alvarlegri en í kynferðisbrotamáli sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að framkvæmd hefði verið húsleit í íbúð í Hlíðunum þar sem grunur leikur á að brotið hafi verið á tveimur konum. Tvær kærur hafa verið lagðar fram í málinu. Athygli vekur að ekki hefur verið farið fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum tveimur sem liggja undir grun. „Ég vil byrja á að taka það fram að ég veit ekki hvað er rétt í málinu en ef það er rétt sem ég les um að þarna sé um að ræða hópnauðgun, lyfjanauðgun og raðnauðgun þá gerast málin ekki alvarlegra,“ segir Guðrún við Vísi. Hún segir málið með þeim ljótari. Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar, segir í viðtali við Vísi að það hafi ekki verið talið þjóna almannahagsmunum að fara fram á gæsluvarðhald. „Þarna er maður sem að virðist hafa tvínauðgað og beitt öllum þeim alvarlegustu aðferðum sem beitt er. Og þegar um tvo er að ræða kemst ofbeldið inn í nýja vídd. Ég get ekki hugsað mér mikið alvarlegri nauðgunarmál. Mér er alveg gjörsamlega óskiljanlegt hvaða rök geta verið sterkari en bæði rannsóknarhagsmunir, að menn tali sig saman, og almannahagsmunir. Almannahagsmunir eru að brotin séu ekki endurtekin en þarna virðist maðurinn hafa endurtekið brotið nú þegar.“Fyrri nauðgunin er sögð hafa átt sér stað eftir bekkjarskemmtun á skemmtistaðnum Austur.vísir/ktdEins og í Fifty shades of grey Fyrri nauðgunin er sögð hafa átt sér stað eftir bekkjarskemmtun háskólanemanna á skemmtistaðnum Austur, í umræddri íbúð í Hlíðunum. Níu dögum síðar á hinni konunni að hafa verið nauðgað, í sömu íbúð, af báðum mönnunum eftir bekkjarskemmtun á Slippbarnum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fann lögregla í íbúðinni ýmis tól og tæki í íbúðinni, svo sem svipur, reipi og keðjur. „Fyrst og síðast minnir þetta mig á bókina Fifty Shades of Grey. Hljómar eins og það eigi að normalísera þær pyntingar sem fjallað var um í þeirri bók. Burtséð frá því er þetta mál með ólíkindum ef fréttirnar af því eru réttar.“ Guðrún segist ekki vita nákvæmlega til hvaða aðgerða lögregla hafi gripið nú þegar. „Það sem er þegar vitað er að réttarkerfið nær mjög illa utan um kynferðisbrot. Það er ekki nema mjög lítill hluti þessara brota sem leiðir til dóms. Auðvitað þarf að gera allt eins vel og hugsanlegt er til að ekki sé hægt að nota það sem rök að ekki hafi verið unnið eins vel og hægt er,“ segir Guðrún. Hún minnir á að breytingar séu í gangi hjá kynferðisbrotadeild lögrelgu. „Ég hef miklar væntingar um að það verði til bóta við rannsókn þessara mála.“
Hlíðamálið Tengdar fréttir Nauðgunarmál í HR: Bæði atvikin að lokinni skólaskemmtun í miðbæ Reykjavíkur Tveir karlmenn eru meintir gerendur í grófu kynferðisbrotamáli sem er til rannsóknar. Annar þeirra er nemandi við Háskólann í Reykjavík og er sagður hafa nauðgað tveimur bekkjarsystrum sínum í október. 5. nóvember 2015 07:00 Íbúð í Hlíðunum var útbúin til nauðgana Tveir karlar grunaðir um hrottaleg kynferðisbrot ganga lausir. 9. nóvember 2015 06:00 Þótti ekki ástæða til að fara fram á gæsluvarðhald yfir sakborningum Hart deilt á lögregluna vegna ákvörðunarinnar. 9. nóvember 2015 10:40 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Nauðgunarmál í HR: Bæði atvikin að lokinni skólaskemmtun í miðbæ Reykjavíkur Tveir karlmenn eru meintir gerendur í grófu kynferðisbrotamáli sem er til rannsóknar. Annar þeirra er nemandi við Háskólann í Reykjavík og er sagður hafa nauðgað tveimur bekkjarsystrum sínum í október. 5. nóvember 2015 07:00
Íbúð í Hlíðunum var útbúin til nauðgana Tveir karlar grunaðir um hrottaleg kynferðisbrot ganga lausir. 9. nóvember 2015 06:00
Þótti ekki ástæða til að fara fram á gæsluvarðhald yfir sakborningum Hart deilt á lögregluna vegna ákvörðunarinnar. 9. nóvember 2015 10:40