David Beckham, knattspyrnugoðsögn og velgjörðasendiherra UNICEF, heimsótti í gær hamfarasvæði sem urðu illa úti í jarðskjálftunum í Nepal fyrir hálfu ári. Meðal annars heimsótti Beckham bráðabirgðakennslustofur sem UNICEF í Katmandú kom upp.
„Við sáum öll hrikalegar myndir í fjölmiðlum af eyðileggingu vegna skjálftanna,“ sagði Beckham. „Það sem við sjáum ekki alltaf er uppbygging sem á sér stað eftir hamfarir sem þessar, meðal annars á vegum samtaka eins og UNICEF.“
Í tilkynningu frá UNICEF á Íslandi kemur fram að þúsundir Íslendinga studdu á einn eða annan hátt neyðarsöfnun fyrir Nepal, með beinum framlögum eða með því að hlaupa fyrir UNICEF í Reykjavíkurmaraþoninu eða vera heimsforeldrar.
Rúmlega átta þúsund manns létust í skjálftunum í apríl og maí auk þess sem skjálftarnir ollu gríðarlegri eyðileggingu. UNICEF hefur hjálpað til við að setja upp 1.500 bráðabirgðakennslustofur og náð að bólusetja rúmlega fimmtíu þúsund börn gegn hinum ýmsu sjúkdómum.
David Beckham heimsótti hamfarasvæðin í Nepal

Tengdar fréttir

Skjálftarnir í Nepal: Verzlingar gáfu 300 þúsund til neyðarsöfnunar UNICEF
Góðgerðafélag skólans hafði safnað með ýmsum viðburðum, svo sem bingói, happdrætti og sölu á ýmsu dóti á skólaviðburðum.

CCP veitti Rauða krossinum 13,8 milljónir vegna Nepal
Spilarar EVE Online söfnuðu meira fé en Ísland vegna jarðskjálftanna í Nepal.

Skjálftinn færði Everest aftur um níu mánuði
Jarðskjálftinn sem skók Nepal í apríl síðastliðnum færði hæsta fjall heims um þrjá sentímetra í suðvestur.

UNICEF: Nepölsk börn lýsa ótta og óöryggi á skjálftasvæðinu
Starfsmenn UNICEF og samstarfsaðila hafa rætt við nærri tvö þúsund börn á skjálftasvæðinu sem lifðu af jarðskjálftana í Nepal í vor.