Mikil uppsveifla hjá flugfélaginu Erni Heimir Már Pétursson skrifar 6. nóvember 2015 19:22 Forstjóri flugfélagsins Ernis segir ástand sumra flugvalla á landsbyggðinni verra en í lökustu þriðjaheimslöndum. Ný 19 manna skrúfuþota bættist í flugflota félagsins í dag. Forstjóri flugfélagsins gagnrýnir skort á viðhaldi á flugvöllum á landsbyggðinni. Það var höfðinglega tekið á móti nýju flugvélinni þegar hún lenti í fyrsta skipti á Reykjavíkurflugvelli í dag og sprautað var yfir hana úr tveimur slökkviliðsbílum flugvallarins í heiðursskyni. Þetta er fjórða Jetstrem skúrfuþotan í flota flugfélagsins. Ernir flýgur á fimm áfangastaði á landinu en mest fjölgun flugferða og farþega hefur verið til Húsavíkur eða um 40 prósent, aðallega vegna aukins ferðamannastraums og síðan stóriðjuframkvæmdanna við Bakka. Þá hefur flugferðum verið fjölgað um 30 prósent til vestmannaeyja og farþegum hefur fjölgað á aðra áfangastaði félagsins. Húsavíkurflugvöllur var lokaður lengi áður en Ernir hófu þangað áætlunarflug með sex ferðum á viku.„Því miður er ástand flugvalla almennt ekki í nógu góðu lagi,“ segir Hörður Guðmundsson.Vísir/Friðrik Þór„Á síðasta ári voru átta ferðir á viku. Nú erum við búin að setja upp tólf ferðir og gerum ráð fyrir að þær verði sextán til tuttugu þegar allt er komið í gang,“ segir Hörður Guðmundsson, forstjóri Ernis.Húsavíkurflugvöllur var lengi lokaður. Hvernig er ástand hans núna?„Því miður er ástand flugvalla almennt ekki í nógu góðu lagi,“ segir Hörður og vísar þá bæði til ástands flugbrauta og nauðsynlegs aðflugsbúnaðar. Viðhald flugvalla hefur setið á hakanum hjá stjórnvöldum árum saman og þrátt fyrir aukið framlag á þessu ári hefur lítið gerst. „Ég hef farið víða og flogið víða um heim. Sumstaðar er ástandið orðið verra heldur en í lökustu þriðjaheims löndum,“ segir Hörður sem á áratuga reynslu að baki í flugi á Íslandi og víða um heim. Hann segir mikinn uppgang hjá Erni eins og kaup félagsins á nýju flugvélinni sé til vitnis um. En ástand flugvallanna komi niður á þeirri þjónustu sem félagið gæti veitt til að mynda á Húsavík. „Já, það er allt of oft sem við þurfum að lenda á Akureyri með okkar farþega og aka þeim yfir. Það er mikill kostnaður því samfara. Áætlanaflugvellir eiga að vera með lágmarks búnaði. Varðandi aðflugsbúnað þá er hann í mjög slöku ástandi eins og t.d. á Húsavík. Það er alveg bráðnauðsynlegt að bæta þar úr,“ segir Hörður. Fréttir af flugi Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Forstjóri flugfélagsins Ernis segir ástand sumra flugvalla á landsbyggðinni verra en í lökustu þriðjaheimslöndum. Ný 19 manna skrúfuþota bættist í flugflota félagsins í dag. Forstjóri flugfélagsins gagnrýnir skort á viðhaldi á flugvöllum á landsbyggðinni. Það var höfðinglega tekið á móti nýju flugvélinni þegar hún lenti í fyrsta skipti á Reykjavíkurflugvelli í dag og sprautað var yfir hana úr tveimur slökkviliðsbílum flugvallarins í heiðursskyni. Þetta er fjórða Jetstrem skúrfuþotan í flota flugfélagsins. Ernir flýgur á fimm áfangastaði á landinu en mest fjölgun flugferða og farþega hefur verið til Húsavíkur eða um 40 prósent, aðallega vegna aukins ferðamannastraums og síðan stóriðjuframkvæmdanna við Bakka. Þá hefur flugferðum verið fjölgað um 30 prósent til vestmannaeyja og farþegum hefur fjölgað á aðra áfangastaði félagsins. Húsavíkurflugvöllur var lokaður lengi áður en Ernir hófu þangað áætlunarflug með sex ferðum á viku.„Því miður er ástand flugvalla almennt ekki í nógu góðu lagi,“ segir Hörður Guðmundsson.Vísir/Friðrik Þór„Á síðasta ári voru átta ferðir á viku. Nú erum við búin að setja upp tólf ferðir og gerum ráð fyrir að þær verði sextán til tuttugu þegar allt er komið í gang,“ segir Hörður Guðmundsson, forstjóri Ernis.Húsavíkurflugvöllur var lengi lokaður. Hvernig er ástand hans núna?„Því miður er ástand flugvalla almennt ekki í nógu góðu lagi,“ segir Hörður og vísar þá bæði til ástands flugbrauta og nauðsynlegs aðflugsbúnaðar. Viðhald flugvalla hefur setið á hakanum hjá stjórnvöldum árum saman og þrátt fyrir aukið framlag á þessu ári hefur lítið gerst. „Ég hef farið víða og flogið víða um heim. Sumstaðar er ástandið orðið verra heldur en í lökustu þriðjaheims löndum,“ segir Hörður sem á áratuga reynslu að baki í flugi á Íslandi og víða um heim. Hann segir mikinn uppgang hjá Erni eins og kaup félagsins á nýju flugvélinni sé til vitnis um. En ástand flugvallanna komi niður á þeirri þjónustu sem félagið gæti veitt til að mynda á Húsavík. „Já, það er allt of oft sem við þurfum að lenda á Akureyri með okkar farþega og aka þeim yfir. Það er mikill kostnaður því samfara. Áætlanaflugvellir eiga að vera með lágmarks búnaði. Varðandi aðflugsbúnað þá er hann í mjög slöku ástandi eins og t.d. á Húsavík. Það er alveg bráðnauðsynlegt að bæta þar úr,“ segir Hörður.
Fréttir af flugi Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira