Malín fékk lánaðan Yaris hjá umboðinu sem systurnar óku á til að sækja fjárkúgunarféð Aðalsteinn Kjartansson skrifar 6. nóvember 2015 12:00 Lögreglan handtók Malín og systur hennar Hlín þegar þær komu í Hafnarfjörð til að sækja fjármunina og skilaði svo bílnum í umboðið. Vísir Malín Brand fékk lánaðan bíl hjá Toyota á Íslandi daginn sem hún ók systur sinni Hlín Einarsdóttur út í hraun við Vallarhverfið í Hafnarfirði þar sem til stóð að sækja peninga sem þær eru grunaðar um að hafa reynt að kúga út úr forsætisráðherra. Þetta staðfestir upplýsingafulltrúi Toyota. „Þetta er ekkert leyndarmál, hún var á Yaris frá okkur, það er bara svoleiðis,“ segir Páll Þorsteinsson, upplýsingafulltrúi Toyota. „Hún hefur oft komið til okkar, hún náttúrulega starfaði sem bílablaðamaður á Morgunblaðinu og hefur prófað bíla oft og hefur mjög oft komið til okkar og fengið bíla til að reynsluaka.“Lögreglan skilaði bílnum Lögreglan handtók Malín og systur hennar Hlín þegar þær komu í Hafnarfjörð til að sækja fjármunina. Malín hefur frá því að greint var frá málinu haldið því fram að hennar aðkoma hafi aðeins falist í að aka systur sinni á staðinn og að hún hafi ekki trúað því að nokkur maður myndi taka mark á hótuninni. Páll segir að lögreglan hafi skilað bílnum í kjölfar handtökunnar. „Og [lögreglan] ræddi við framkvæmdastjóra Toyota í Kauptúni, sem sagt söluaðilanum, og við veittum allar upplýsingar sem beðið var um,“ segir hann.Ekki fyrir vinnunaPáll segir aðspurður að hún hafi ekki fengið bílinn lánaðan til að reynsluaka fyrir vinnu. „Hún sagði að hún væri að prófa þennan bíl fyrir frænku sína sem væri að velta fyrir sér að kaupa Yaris,“ segir hann. „Það var langt síðan hún hafði keyrt hann og bað um að fá að taka aðeins hring á bílnum til þess að rifja upp hvernig bíllinn væri og hvort hann passaði fyrir frænku sína.“Engin lífsýni á bréfinu Rannsókn málsins lauk fyrr í vikunni og er það á leið til ríkissaksóknara, sem mun taka ákvörðun um hvort gefin verði út ákæra í málinu eða ekki. Málið hefur verið til rannsóknar allt frá mánaðamótum maí og júní en meðal annars voru gögn send til lífsýnarannsóknar í útlöndum. Samkvæmt heimildum Vísis fundust engin lífsýni eða fingraför á hótunarbréfinu sem sent var á heimili Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Ekki náðist í Malín við vinnslu fréttarinnar. Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Rannsókn fjárkúgunarmálsins lokið Málið verður sent ríkissaksóknara í vikunni. 4. nóvember 2015 10:52 Hlín Einars: „Gerir mig afar sorgmædda að sjá með hvaða hætti systir mín firrir sig ábyrgð“ Hlín Einarsdóttir segist sorgmædd yfir orðum systur sinnar Malínar Brand í viðtali. 5. nóvember 2015 15:00 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti Sjá meira
Malín Brand fékk lánaðan bíl hjá Toyota á Íslandi daginn sem hún ók systur sinni Hlín Einarsdóttur út í hraun við Vallarhverfið í Hafnarfirði þar sem til stóð að sækja peninga sem þær eru grunaðar um að hafa reynt að kúga út úr forsætisráðherra. Þetta staðfestir upplýsingafulltrúi Toyota. „Þetta er ekkert leyndarmál, hún var á Yaris frá okkur, það er bara svoleiðis,“ segir Páll Þorsteinsson, upplýsingafulltrúi Toyota. „Hún hefur oft komið til okkar, hún náttúrulega starfaði sem bílablaðamaður á Morgunblaðinu og hefur prófað bíla oft og hefur mjög oft komið til okkar og fengið bíla til að reynsluaka.“Lögreglan skilaði bílnum Lögreglan handtók Malín og systur hennar Hlín þegar þær komu í Hafnarfjörð til að sækja fjármunina. Malín hefur frá því að greint var frá málinu haldið því fram að hennar aðkoma hafi aðeins falist í að aka systur sinni á staðinn og að hún hafi ekki trúað því að nokkur maður myndi taka mark á hótuninni. Páll segir að lögreglan hafi skilað bílnum í kjölfar handtökunnar. „Og [lögreglan] ræddi við framkvæmdastjóra Toyota í Kauptúni, sem sagt söluaðilanum, og við veittum allar upplýsingar sem beðið var um,“ segir hann.Ekki fyrir vinnunaPáll segir aðspurður að hún hafi ekki fengið bílinn lánaðan til að reynsluaka fyrir vinnu. „Hún sagði að hún væri að prófa þennan bíl fyrir frænku sína sem væri að velta fyrir sér að kaupa Yaris,“ segir hann. „Það var langt síðan hún hafði keyrt hann og bað um að fá að taka aðeins hring á bílnum til þess að rifja upp hvernig bíllinn væri og hvort hann passaði fyrir frænku sína.“Engin lífsýni á bréfinu Rannsókn málsins lauk fyrr í vikunni og er það á leið til ríkissaksóknara, sem mun taka ákvörðun um hvort gefin verði út ákæra í málinu eða ekki. Málið hefur verið til rannsóknar allt frá mánaðamótum maí og júní en meðal annars voru gögn send til lífsýnarannsóknar í útlöndum. Samkvæmt heimildum Vísis fundust engin lífsýni eða fingraför á hótunarbréfinu sem sent var á heimili Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Ekki náðist í Malín við vinnslu fréttarinnar.
Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Rannsókn fjárkúgunarmálsins lokið Málið verður sent ríkissaksóknara í vikunni. 4. nóvember 2015 10:52 Hlín Einars: „Gerir mig afar sorgmædda að sjá með hvaða hætti systir mín firrir sig ábyrgð“ Hlín Einarsdóttir segist sorgmædd yfir orðum systur sinnar Malínar Brand í viðtali. 5. nóvember 2015 15:00 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti Sjá meira
Rannsókn fjárkúgunarmálsins lokið Málið verður sent ríkissaksóknara í vikunni. 4. nóvember 2015 10:52
Hlín Einars: „Gerir mig afar sorgmædda að sjá með hvaða hætti systir mín firrir sig ábyrgð“ Hlín Einarsdóttir segist sorgmædd yfir orðum systur sinnar Malínar Brand í viðtali. 5. nóvember 2015 15:00