Gerist á enda heimsins – þar sem kalt er í veðri Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 6. nóvember 2015 10:00 "Það kann enginn að meta ofbeldi í verunni en það gildir annað í myndasöguheiminum,“ segir Pétur Hrafn. Vísir/Vilhelm „Ég hef alltaf skissað og byrjaði á sérstökum karakterum fyrir svona tíu árum, þeir eru uppistaðan í nýju bókinn sem varð til hægt og rólega. Ég vissi ekki hvort hún mundi nokkurn tíma klárast,“ segir Pétur Hrafn Valdimarsson prentari um teiknimyndabók sem hann hefur gert. Í bígerð er að þýða bókina á íslensku enda benda fjöll og firðir á bókarkápunni til þess að hún gerist á Íslandi. Höfundur er þó loðinn í svörum þegar hann er krafinn sagna um söguslóðir.Kápa teiknimyndasögunnar.„Efnið gerist á einum vaktaskiptum í frystihúsi á enda heimsins, gæti verið hvar sem er þar sem dálítið kalt er í veðri. Söguþráðurinn er enginn. Ég passa mig á að hafa hvorki sögu né rauðan þráð. Bara bunka af bröndurum, líkamlegt ofbeldi og grín,“ segir hann. „Kung fusion er eins og Prúðu leikararnir, ekki saga heldur sýning og þó enginn kunni að meta ofbeldi í verunni þá gildir annað um myndasöguheiminn. Ofbeldi þar er svolítið eins og að detta á hausinn, það hlæja allir að því. Hann segir ansi marga karaktera koma við sögu í bókinni en þeir skiptist hratt út, eftir því hver sé laminn og hver uppistandandi.Hér er allt í háalofti!Pétur Hrafn er frá Selfossi en hefur búið í Danmörku frá árinu 1996. Hann vinnur á bókasafni í Gentofte en er lærður prentari og hefur unnið í pósti, hreingerningum og hinu og þessu, að eigin sögn. Kann hann vel við sig í Danaveldi? „Já, ég er bara svo skotinn í Kaupmannahöfn og á þar marga vini, fór út í ævintýri og er enn staddur í því ævintýri.“ Teiknimyndasagan er í ljósrituðu, litlu upplagi og ekkert eintak hefur verið selt. „Ég skrifaði söguna á dönsku og dreifði henni á nokkur forlög í Danmörku en hef engin viðbrögð fengið svo ég veit ekki hvort nokkur hefur lesið hana enn nema nánustu ættingjar og vinir,“ segir Pétur Hrafn. Næst á dagskrá er að finna réttu frasana í íslensku þýðinguna að sögn Péturs Hrafns. En er kominn titill? „Nei, mér datt helst í hug: Heima er best – ískalt. Það er vinnutitill ennþá.“ Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
„Ég hef alltaf skissað og byrjaði á sérstökum karakterum fyrir svona tíu árum, þeir eru uppistaðan í nýju bókinn sem varð til hægt og rólega. Ég vissi ekki hvort hún mundi nokkurn tíma klárast,“ segir Pétur Hrafn Valdimarsson prentari um teiknimyndabók sem hann hefur gert. Í bígerð er að þýða bókina á íslensku enda benda fjöll og firðir á bókarkápunni til þess að hún gerist á Íslandi. Höfundur er þó loðinn í svörum þegar hann er krafinn sagna um söguslóðir.Kápa teiknimyndasögunnar.„Efnið gerist á einum vaktaskiptum í frystihúsi á enda heimsins, gæti verið hvar sem er þar sem dálítið kalt er í veðri. Söguþráðurinn er enginn. Ég passa mig á að hafa hvorki sögu né rauðan þráð. Bara bunka af bröndurum, líkamlegt ofbeldi og grín,“ segir hann. „Kung fusion er eins og Prúðu leikararnir, ekki saga heldur sýning og þó enginn kunni að meta ofbeldi í verunni þá gildir annað um myndasöguheiminn. Ofbeldi þar er svolítið eins og að detta á hausinn, það hlæja allir að því. Hann segir ansi marga karaktera koma við sögu í bókinni en þeir skiptist hratt út, eftir því hver sé laminn og hver uppistandandi.Hér er allt í háalofti!Pétur Hrafn er frá Selfossi en hefur búið í Danmörku frá árinu 1996. Hann vinnur á bókasafni í Gentofte en er lærður prentari og hefur unnið í pósti, hreingerningum og hinu og þessu, að eigin sögn. Kann hann vel við sig í Danaveldi? „Já, ég er bara svo skotinn í Kaupmannahöfn og á þar marga vini, fór út í ævintýri og er enn staddur í því ævintýri.“ Teiknimyndasagan er í ljósrituðu, litlu upplagi og ekkert eintak hefur verið selt. „Ég skrifaði söguna á dönsku og dreifði henni á nokkur forlög í Danmörku en hef engin viðbrögð fengið svo ég veit ekki hvort nokkur hefur lesið hana enn nema nánustu ættingjar og vinir,“ segir Pétur Hrafn. Næst á dagskrá er að finna réttu frasana í íslensku þýðinguna að sögn Péturs Hrafns. En er kominn titill? „Nei, mér datt helst í hug: Heima er best – ískalt. Það er vinnutitill ennþá.“
Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira