Sport

Fyrrum leikmaður Raiders sakfelldur fyrir þrjú morð

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Smith í leik með Raiders.
Smith í leik með Raiders. vísir/getty
Anthony Smith, fyrrum leikmaður Oakland Raiders, var í gær dæmdur sekur um þrjú morð sem hann framdi um aldamótin.

Smith var sakfelldur fyrir að myrða bræðurna Ricky og Kevin Nettles árið 1999 og svo Dennis Henderson árið 2001. Öll morðin voru framin í Los Angeles.

Smith var einnig grunaður um fjórða morðið árið 2008 en því máli var vísað frá vegna tæknigalla.

Nettles-bræðrunum var rænt af bílaþvottastöð og fundust látnir daginn eftir. Henderson var einnig rænt. Öllum fórnarlömbum var misþyrmt áður en þau voru myrt.

Ástæðan fyrir því að Smith er dæmdur svona mörgum árum síðar er að ný sönnunargögn og vitni stigu loksins fram.

Smith var valinn ellefti í nýliðavali NFL-deildarinnar árið 1990. Hann lagði skóna á hilluna árið 1998 og drap Nettles-bræðurna ári síðar.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×