Sport

Rauði riffillinn skaut niður Cleveland

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Rauði riffillinn, Andy Dalton, fagnar eftir leik.
Rauði riffillinn, Andy Dalton, fagnar eftir leik. vísir/getty
Lið Cincinnati Bengals heldur áfram að endurskrifa sögu félagsins en í nótt vann liðið sinn áttunda leik í röð. Liðið hefur aldrei náð að vinna fyrstu átta leiki sína á tímabilinu.

Að þessu sinni vann Bengals auðveldan sigur á Cleveland Browns, 31-10.

Leikstjórnandi Bengals, Andy Dalton, oft kallaður Rauði riffillinn, átti mjög góðan leik. Kláraði 21 af 27 sendingum sínum og kastaði alls 234 jarda. Þrjár sendingar enduðu með snertimarki og í öll skiptin var það innherjinn Tyler Eifert sem skoraði.

Hinn umtalaði Johnny Manziel, oftast kallaður Johnny Football, fékk tækifæri sem leikstjórnandi Browns í nótt. Hann sýndi ágætis tilþrif á köflum en engan veginn nóg til þess að ráða við Bengals.

Hann kláraði 15 af 33 sendingum, kastaði 168 jarda og einn bolti endaði sem snertimark. Það sem meira er þá kastaði hann aldrei frá sér.

Browns er búið að vinna tvo leiki en tapa sjö.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×