Gremjan kemur líklega bara fram seinna Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. nóvember 2015 06:30 Eyjólfur Héðinsson hefur þurft að upplifa erfiða tíma. Vísir/Getty Knattspyrnumaðurinn Eyjólfur Héðinsson spilaði bikarleik með Danmerkurmeisturum Midtjylland í síðustu viku. Það væri svo sem ekki í frásögur færandi ef þessi þrítugi Breiðhyltingur hefði ekki verið að spila sinn fyrsta leik síðan 11. maí á síðasta ári. Hann hefur verið mikið meiddur meira og minna síðan hann gerði tveggja og hálfs árs samning við Midtjylland árið 2013, en þaðan kom hann frá SönderjyskE þar sem hann var einn besti maður liðsins og var að slá í gegn í dönsku úrvalsdeildinni. „Þetta er búið að vera alveg þriggja ára dæmi. Ég meiðist fyrst í náranum fyrir þremur árum og þó ég næði að spila nokkra leiki vorið 2014 var það bara gálgafrestur. Ég er búinn að fara í þrjár aðgerðir. Sú síðasta var í febrúar á þessu ári og hún virðist hafa heppnast,“ segir Eyjólfur í viðtali við Fréttablaðið, en tíminn án fótboltans hefur verið langur. „Ég sparkaði ekki í bolta í 16 mánuði frá maí í fyrra þar til núna í haust. Það er nú alveg spurning um hvort maður megi kalla sig atvinnumann í fótbolta,“ segir hann og hlær.Skemmtilegur tapleikur Danmerkurmeistarar Midtjylland voru óvænt slegnir út úr bikarnum af B-deildarliði Hróarskeldu eftir framlengdan leik. Eyjólfur sneri aftur og spilaði 58 mínútur. „Það var algjör snilld að spila fótbolta aftur. Við vorum ekki með sterkasta liðið okkar því álagið á liðinu hefur verið mikið en það er samt engin afsökun,“ segir hann. Eðlilega voru allir draugfúlir með að tapa leik og hvað þá bikarleik, en í rútunni heim leyndist einn brosandi Breiðhyltingur. „Ég rembdist alveg við að brosa ekki,“ segir Eyjólfur. „Auðvitað var ekkert gaman að tapa en ég var bara svo hrikalega glaður að hafa loks spilað aftur leik. Svo fékk ég margar hamingjuóskir sem mér þótti vænt um.“ Eðli málsins samkvæmt hefur Eyjólfur verið mikið í endurhæfingu og styrktarþjálfun til að komast í gegnum meiðslin og ná fyrri styrk. Hann hefur lítið æft með liðinu og hefur ekki enn náð að æfa heila viku með því. „Ég er bara búinn að vera í líkamsræktarsalnum síðan ég kom til Midtjylland. Ég hef nánast ekkert farið út á æfingavöllinn. Ég rétt svo rata þangað en þarf eiginlega GPS-tæki,“ segir hann og hlær dátt. „Það er í fyrsta sinn núna sem ég fer reglulega út á æfingavöllinn en er samt ekki kominn í fulla æfingu. Ég æfi með liðinu svona 2-3 sinnum í viku.“Farið aftur í gæðum Þegar Eyjólfur gekk í raðir Midtjylland var það lið um miðja deild í dönsku úrvalsdeildinni. Nú er það ríkjandi Danmerkurmeistari og spilar í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Peningarnir eru mun meiri, liðið stefnir hátt og öflugir leikmenn hafa verið keyptir. Allt á meðan Eyjólfur hefur meira og minna setið uppi í stúku. „Samningurinn minn er að renna út um áramótin og það er ekkert slegist um mig. Ég býst við að koma heim um áramótin. Á meðan Midtjylland hefur orðið meistari og keypt sterka menn hefur mér farið aftur í gæðum eftir allan þennan tíma. Ég er ekkert heimskur og veit að ég á ekki mikla framtíð hér. Ég þarf að spila fótbolta og því stefni ég að því að koma heim og finna mér eitthvert lið,“ segir Eyjólfur. Eyjólfur komst ágætlega í gegnum bikarleikinn en fékk aðeins í lærið. Ný meiðsli eru oft eftirköst stærri meiðsla. „Ég var bara með besta móti í þessum leik og eftirköstin hafa verið nokkuð jákvæð. Ég tók nokkrar verkjatöflur en það er ekkert óeðlilegt við það. Ég er nokkuð bjartsýnn á, að ef ég kem heim um áramótin geti ég byrjað á fullu í janúar og tekið þátt í undirbúningsmótunum,“ segir hann.Eyjólfur Héðinsson í leik með Midtjylland.Vísir/Getty27 í fótboltaárum Þó Eyjólfur sé líklega á heimleið núna, fyrr en áætlað var, er hann ánægður með atvinnumannsferilinn sem hófst hjá GAIS í Svíþjóð fyrir níu árum. Hann hefur alltaf spilað í efstu deild og átti mjög góða tíma hjá SönderjyskE. „Ég spilaði 100 leiki í efstu deildinni í Svíþjóð sem var frábær reynsla. Svo gerði ég vel hjá SönderjyskE sem varð til þess að ég fékk tækifæri hjá Midtjylland. Auðvitað er ég sáttur með ferilinn en endirinn er svekkjandi. Gremjan kemur líklega bara fram seinna hjá mér. Núna er ég bara svo sáttur með að vera byrjaður aftur,“ segir Eyjólfur sem telur sig hafa mikið fram að færa og ætlar að spila lengi til viðbótar. „Ég er bara 27 ára í fótboltaárum,“ segir hann og hlær við. „Það er gott að hugsa þetta þannig. Ef nárinn verður til friðs á ég mörg ár eftir því fyrir utan hann hef ég aldrei verið meiddur,“ segir hann. Eyjólfur flýtir sér hægt til baka og tekur endurkomuna skref fyrir skref. „Ég held mér alveg á jörðinni og tek bara einn dag fyrir í einu. Markmiðið þegar ég vakna er bara að geta æft. Ég plana ekkert lengra en viku fram í tímann,“ segir Eyjólfur Héðinsson. Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Lítur ekki á sig sem danskan meistara Midtjylland, lið Eyjólfs Héðinssonar, var danskur meistari á síðasta tímabili en íslenski miðjumaðurinn fékk ekki að taka þátt í því að vinna titilinn. 6. nóvember 2015 07:00 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Fleiri fréttir Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu Sjá meira
Knattspyrnumaðurinn Eyjólfur Héðinsson spilaði bikarleik með Danmerkurmeisturum Midtjylland í síðustu viku. Það væri svo sem ekki í frásögur færandi ef þessi þrítugi Breiðhyltingur hefði ekki verið að spila sinn fyrsta leik síðan 11. maí á síðasta ári. Hann hefur verið mikið meiddur meira og minna síðan hann gerði tveggja og hálfs árs samning við Midtjylland árið 2013, en þaðan kom hann frá SönderjyskE þar sem hann var einn besti maður liðsins og var að slá í gegn í dönsku úrvalsdeildinni. „Þetta er búið að vera alveg þriggja ára dæmi. Ég meiðist fyrst í náranum fyrir þremur árum og þó ég næði að spila nokkra leiki vorið 2014 var það bara gálgafrestur. Ég er búinn að fara í þrjár aðgerðir. Sú síðasta var í febrúar á þessu ári og hún virðist hafa heppnast,“ segir Eyjólfur í viðtali við Fréttablaðið, en tíminn án fótboltans hefur verið langur. „Ég sparkaði ekki í bolta í 16 mánuði frá maí í fyrra þar til núna í haust. Það er nú alveg spurning um hvort maður megi kalla sig atvinnumann í fótbolta,“ segir hann og hlær.Skemmtilegur tapleikur Danmerkurmeistarar Midtjylland voru óvænt slegnir út úr bikarnum af B-deildarliði Hróarskeldu eftir framlengdan leik. Eyjólfur sneri aftur og spilaði 58 mínútur. „Það var algjör snilld að spila fótbolta aftur. Við vorum ekki með sterkasta liðið okkar því álagið á liðinu hefur verið mikið en það er samt engin afsökun,“ segir hann. Eðlilega voru allir draugfúlir með að tapa leik og hvað þá bikarleik, en í rútunni heim leyndist einn brosandi Breiðhyltingur. „Ég rembdist alveg við að brosa ekki,“ segir Eyjólfur. „Auðvitað var ekkert gaman að tapa en ég var bara svo hrikalega glaður að hafa loks spilað aftur leik. Svo fékk ég margar hamingjuóskir sem mér þótti vænt um.“ Eðli málsins samkvæmt hefur Eyjólfur verið mikið í endurhæfingu og styrktarþjálfun til að komast í gegnum meiðslin og ná fyrri styrk. Hann hefur lítið æft með liðinu og hefur ekki enn náð að æfa heila viku með því. „Ég er bara búinn að vera í líkamsræktarsalnum síðan ég kom til Midtjylland. Ég hef nánast ekkert farið út á æfingavöllinn. Ég rétt svo rata þangað en þarf eiginlega GPS-tæki,“ segir hann og hlær dátt. „Það er í fyrsta sinn núna sem ég fer reglulega út á æfingavöllinn en er samt ekki kominn í fulla æfingu. Ég æfi með liðinu svona 2-3 sinnum í viku.“Farið aftur í gæðum Þegar Eyjólfur gekk í raðir Midtjylland var það lið um miðja deild í dönsku úrvalsdeildinni. Nú er það ríkjandi Danmerkurmeistari og spilar í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Peningarnir eru mun meiri, liðið stefnir hátt og öflugir leikmenn hafa verið keyptir. Allt á meðan Eyjólfur hefur meira og minna setið uppi í stúku. „Samningurinn minn er að renna út um áramótin og það er ekkert slegist um mig. Ég býst við að koma heim um áramótin. Á meðan Midtjylland hefur orðið meistari og keypt sterka menn hefur mér farið aftur í gæðum eftir allan þennan tíma. Ég er ekkert heimskur og veit að ég á ekki mikla framtíð hér. Ég þarf að spila fótbolta og því stefni ég að því að koma heim og finna mér eitthvert lið,“ segir Eyjólfur. Eyjólfur komst ágætlega í gegnum bikarleikinn en fékk aðeins í lærið. Ný meiðsli eru oft eftirköst stærri meiðsla. „Ég var bara með besta móti í þessum leik og eftirköstin hafa verið nokkuð jákvæð. Ég tók nokkrar verkjatöflur en það er ekkert óeðlilegt við það. Ég er nokkuð bjartsýnn á, að ef ég kem heim um áramótin geti ég byrjað á fullu í janúar og tekið þátt í undirbúningsmótunum,“ segir hann.Eyjólfur Héðinsson í leik með Midtjylland.Vísir/Getty27 í fótboltaárum Þó Eyjólfur sé líklega á heimleið núna, fyrr en áætlað var, er hann ánægður með atvinnumannsferilinn sem hófst hjá GAIS í Svíþjóð fyrir níu árum. Hann hefur alltaf spilað í efstu deild og átti mjög góða tíma hjá SönderjyskE. „Ég spilaði 100 leiki í efstu deildinni í Svíþjóð sem var frábær reynsla. Svo gerði ég vel hjá SönderjyskE sem varð til þess að ég fékk tækifæri hjá Midtjylland. Auðvitað er ég sáttur með ferilinn en endirinn er svekkjandi. Gremjan kemur líklega bara fram seinna hjá mér. Núna er ég bara svo sáttur með að vera byrjaður aftur,“ segir Eyjólfur sem telur sig hafa mikið fram að færa og ætlar að spila lengi til viðbótar. „Ég er bara 27 ára í fótboltaárum,“ segir hann og hlær við. „Það er gott að hugsa þetta þannig. Ef nárinn verður til friðs á ég mörg ár eftir því fyrir utan hann hef ég aldrei verið meiddur,“ segir hann. Eyjólfur flýtir sér hægt til baka og tekur endurkomuna skref fyrir skref. „Ég held mér alveg á jörðinni og tek bara einn dag fyrir í einu. Markmiðið þegar ég vakna er bara að geta æft. Ég plana ekkert lengra en viku fram í tímann,“ segir Eyjólfur Héðinsson.
Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Lítur ekki á sig sem danskan meistara Midtjylland, lið Eyjólfs Héðinssonar, var danskur meistari á síðasta tímabili en íslenski miðjumaðurinn fékk ekki að taka þátt í því að vinna titilinn. 6. nóvember 2015 07:00 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Fleiri fréttir Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu Sjá meira
Lítur ekki á sig sem danskan meistara Midtjylland, lið Eyjólfs Héðinssonar, var danskur meistari á síðasta tímabili en íslenski miðjumaðurinn fékk ekki að taka þátt í því að vinna titilinn. 6. nóvember 2015 07:00