Eyjólfur á heimleið: „Ég þarf að byrja upp á nýtt“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. nóvember 2015 14:26 Eyjólfur Héðinsson gæti hjálpað hvaða Pepsi-deildarliði sem er. vísir/getty Eyjólfur Héðinsson, miðjumaður Danmerkurmeistara Midtjylland, er að öllum líkindum á heimleið og vonast til að spila í Pepsi-deildinni á næstu leiktíð. Samningur hans við Midtjylland rennur út um áramótin, en Eyjólfur spilaði sinn fyrsta leik í rúmt ár á dögunum þegar meistararnir töpuðu fyrir 1. deildar liðið Hróaskeldu í bikarnum. Hann hefur verið mikið meiddur undanfarin þrjú ár og lítið komið við sögu hjá Midtjylland. „Það er ekkert slegist um mig,“ segir Eyjólfur kíminn í samtali við Vísi. „Við ætlum að sjá til hvernig þetta gengur núna fyrst ég er aðeins byrjaður að spila aftur en ég reikna ekki með neinu.“ „Ég býst bara við að koma heim um áramótin. Ég þarf að byrja upp á nýtt. Þetta er ekkert sama Midtjylland-liðið og þegar ég kom. Þá var það fyrir miðri deild en núna er það ríkjandimeistari og búið að fá til sín marga góða leikmenn.“ „Ég er ekkert heimskur. Ég veit að ég á ekki mikla framtíð hér nema mest megnis í varamannshlutverki. Nú þegar ég er að koma aftur eftir meiðslin vil ég bara spila fótbolta og býst því við að finna mér lið heima á Íslandi,“ segir Eyjólfur. Eyjólfur sló í gegn með Fylki í efstu deild áður en hann fór út fyrir tæpum áratug. Hann segir nokkur lið hér heima nú þegar verið í sambandi og áhuginn eykst bara eftir því sem nær dregur samningslokum hjá honum. „Menn hafa fylgst með endurhæfingunni og það hefur aukist undanfarna mánuði. Þetta er aðeins farið í gang,“ segir Eyjólfur sem vill auðvitað spila í Pepsi-deildinni. „Mig langar í Pepsi-deildina en það gæti alveg verið að ég endi bara hjá ÍR í 2. deildinni ef skrokkurinn ræður ekki við álagið. Fyrir utan þessi meiðsli er ég samt í góðu formi og tel mig eiga mörg ár eftir í boltanum,“ segir Eyjólfur Héðinsson.Ítarlegt viðtal verður við Eyjólf í Fréttablaðinu á morgun. Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Heimir kynntur til leiks í Árbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Sjá meira
Eyjólfur Héðinsson, miðjumaður Danmerkurmeistara Midtjylland, er að öllum líkindum á heimleið og vonast til að spila í Pepsi-deildinni á næstu leiktíð. Samningur hans við Midtjylland rennur út um áramótin, en Eyjólfur spilaði sinn fyrsta leik í rúmt ár á dögunum þegar meistararnir töpuðu fyrir 1. deildar liðið Hróaskeldu í bikarnum. Hann hefur verið mikið meiddur undanfarin þrjú ár og lítið komið við sögu hjá Midtjylland. „Það er ekkert slegist um mig,“ segir Eyjólfur kíminn í samtali við Vísi. „Við ætlum að sjá til hvernig þetta gengur núna fyrst ég er aðeins byrjaður að spila aftur en ég reikna ekki með neinu.“ „Ég býst bara við að koma heim um áramótin. Ég þarf að byrja upp á nýtt. Þetta er ekkert sama Midtjylland-liðið og þegar ég kom. Þá var það fyrir miðri deild en núna er það ríkjandimeistari og búið að fá til sín marga góða leikmenn.“ „Ég er ekkert heimskur. Ég veit að ég á ekki mikla framtíð hér nema mest megnis í varamannshlutverki. Nú þegar ég er að koma aftur eftir meiðslin vil ég bara spila fótbolta og býst því við að finna mér lið heima á Íslandi,“ segir Eyjólfur. Eyjólfur sló í gegn með Fylki í efstu deild áður en hann fór út fyrir tæpum áratug. Hann segir nokkur lið hér heima nú þegar verið í sambandi og áhuginn eykst bara eftir því sem nær dregur samningslokum hjá honum. „Menn hafa fylgst með endurhæfingunni og það hefur aukist undanfarna mánuði. Þetta er aðeins farið í gang,“ segir Eyjólfur sem vill auðvitað spila í Pepsi-deildinni. „Mig langar í Pepsi-deildina en það gæti alveg verið að ég endi bara hjá ÍR í 2. deildinni ef skrokkurinn ræður ekki við álagið. Fyrir utan þessi meiðsli er ég samt í góðu formi og tel mig eiga mörg ár eftir í boltanum,“ segir Eyjólfur Héðinsson.Ítarlegt viðtal verður við Eyjólf í Fréttablaðinu á morgun.
Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Heimir kynntur til leiks í Árbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Sjá meira