Jafnrétti í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 5. nóvember 2015 07:00 Það er erfitt að breyta menningu og það er erfitt að breyta samfélagi og það er þess vegna sem jafnréttisáætlanir eru svo mikilvægar. Áætlun um hvað við ætlum að gera til að leiðrétta mismunun og hvernig við ætlum að breyta, fræða og fræðast til að fyrirbyggja mismunun í framtíðinni. Það er til dæmis gjörsamlega óskiljanlegt og ólíðandi að konur fái lægri laun fyrir sitt vinnuframlag en karlar, að konur beri umönnunarbyrði samfélagsins í meira mæli og að svo hræðilega algengt sé að konur séu beittar ofbeldi.Fjölbreytni Nýsamþykkt jafnréttisáætlun Reykjavíkurborgar tekur einnig til þess hvernig jafna má stöðu fólks í Reykjavík út frá fleiri þáttum en kyni. Þar má nefna kynhneigð, upprunaland, aldur, heilsu og fötlun eða bara það sem á einhvern hátt er frábrugðið því sem samfélagið hefur ákveðið að sé norm. Þess vegna er mikilvægt að hugað sé að margfaldri mismunun við ákvarðanir og rekstur borgarinnar.Kyngreind gögn Við stjórn og stefnumótun borgarinnar er mikilvægt að nýta kynjaða fjárhagsáætlun. Það vinnulag leiðir til betri og réttlátari ákvarðanatöku og Reykjavík er að mörgu leyti til fyrirmyndar að þessu leyti. Það er mikilvægt að fá kyngreind gögn og að við notum jafnréttismat markvisst til þess að geta meðvitað í okkar ákvörðunum stuðlað að auknu jafnrétti kynjanna. Það er líka mikilvægt að gefa út kyngreind gögn eins og mannréttindaskrifstofan hefur gert árum saman þar sem borgarbúar sjá svart á hvítu stöðuna eins og hún er.Fræðsla Til að koma í veg fyrir að næstu kynslóðir haldi áfram í sama fari eru áherslur á menntamál mikilvægar. Jafnréttisskólinn er fróðleiksbrunnur um jafnrétti í víðum skilningi í skóla- og frístundastarfi og það er gríðarlega mikilvægt að við stöndum vel að kennslu um jafnrétti. Við sjáum að enn hafa börn og ungmenni frekar staðlaðar hugmyndir um hlutverk og hæfileika kynjanna og það er skaðlegt og sorglegt um leið og setur því skorður hvaða nám og starf ungmenni velja sér í framtíðinni og viðheldur kynskiptum vinnumarkaði. Í anda nýsamþykktrar upplýsingastefnu borgarinnar finnst mér tilvalið að við opnum matskerfið sem er síðasta aðgerðin í þessari aðgerðaáætlun fyrir borgarbúum þannig að allir geti fylgst með hvernig vinnu samkvæmt þessari aðgerðaáætlun miðar.Sömu laun fyrir sömu vinnu Í nýlegri skýrslu um launamun kynjanna hjá Reykjavíkurborg kemur fram að hann er að minnka og það er vel en við verðum að halda þar ótrauð áfram. Það er enginn að segja að stjórnendur meðvitað ákveði að borga konum lægri laun en það gerist eins og sjálfkrafa að framlag karla er metið að meiri verðleikum en framlag kvenna, ósjálfrátt og ómeðvitað – aftur og aftur og aftur, ekki bara í launamálum heldur miklu víðar. Þess vegna þarf róttækar aðgerðir og stöðuga fræðslu.Ofbeldi gegn konum er ólíðandi Kynbundið ofbeldi er einnig afkvæmi þessa gamla kynjakerfis og er stærsta ofbeldisógn sem til staðar er í samfélaginu. Nýstofnuð ofbeldisvarnarnefnd Reykjavíkurborgar mun fylgja eftir aðgerðum til að koma í veg fyrir kynbundið ofbeldi og ég bind miklar vonir við að þar munum við ná árangri.Mannréttindaborgin Reykjavík Reykjavíkurborg sem stærsta sveitarfélag landsins hefur mikil tækifæri til að hafa áhrif þar sem þjónusta borgarinnar snertir stóran hluta Íslendinga allt frá vöggu til grafar. Það þýðir líka að Reykjavíkurborg ber mikla ábyrgð á ástandinu eins og það er. Það er því á okkar ábyrgð að tryggja að Reykjavíkurborg verði raunverulegt hreyfiafl í baráttunni fyrir jöfnum rétti og tækifærum fólks. Reykjavíkurborg er og á að vera í fararbroddi í mannréttindamálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Það er erfitt að breyta menningu og það er erfitt að breyta samfélagi og það er þess vegna sem jafnréttisáætlanir eru svo mikilvægar. Áætlun um hvað við ætlum að gera til að leiðrétta mismunun og hvernig við ætlum að breyta, fræða og fræðast til að fyrirbyggja mismunun í framtíðinni. Það er til dæmis gjörsamlega óskiljanlegt og ólíðandi að konur fái lægri laun fyrir sitt vinnuframlag en karlar, að konur beri umönnunarbyrði samfélagsins í meira mæli og að svo hræðilega algengt sé að konur séu beittar ofbeldi.Fjölbreytni Nýsamþykkt jafnréttisáætlun Reykjavíkurborgar tekur einnig til þess hvernig jafna má stöðu fólks í Reykjavík út frá fleiri þáttum en kyni. Þar má nefna kynhneigð, upprunaland, aldur, heilsu og fötlun eða bara það sem á einhvern hátt er frábrugðið því sem samfélagið hefur ákveðið að sé norm. Þess vegna er mikilvægt að hugað sé að margfaldri mismunun við ákvarðanir og rekstur borgarinnar.Kyngreind gögn Við stjórn og stefnumótun borgarinnar er mikilvægt að nýta kynjaða fjárhagsáætlun. Það vinnulag leiðir til betri og réttlátari ákvarðanatöku og Reykjavík er að mörgu leyti til fyrirmyndar að þessu leyti. Það er mikilvægt að fá kyngreind gögn og að við notum jafnréttismat markvisst til þess að geta meðvitað í okkar ákvörðunum stuðlað að auknu jafnrétti kynjanna. Það er líka mikilvægt að gefa út kyngreind gögn eins og mannréttindaskrifstofan hefur gert árum saman þar sem borgarbúar sjá svart á hvítu stöðuna eins og hún er.Fræðsla Til að koma í veg fyrir að næstu kynslóðir haldi áfram í sama fari eru áherslur á menntamál mikilvægar. Jafnréttisskólinn er fróðleiksbrunnur um jafnrétti í víðum skilningi í skóla- og frístundastarfi og það er gríðarlega mikilvægt að við stöndum vel að kennslu um jafnrétti. Við sjáum að enn hafa börn og ungmenni frekar staðlaðar hugmyndir um hlutverk og hæfileika kynjanna og það er skaðlegt og sorglegt um leið og setur því skorður hvaða nám og starf ungmenni velja sér í framtíðinni og viðheldur kynskiptum vinnumarkaði. Í anda nýsamþykktrar upplýsingastefnu borgarinnar finnst mér tilvalið að við opnum matskerfið sem er síðasta aðgerðin í þessari aðgerðaáætlun fyrir borgarbúum þannig að allir geti fylgst með hvernig vinnu samkvæmt þessari aðgerðaáætlun miðar.Sömu laun fyrir sömu vinnu Í nýlegri skýrslu um launamun kynjanna hjá Reykjavíkurborg kemur fram að hann er að minnka og það er vel en við verðum að halda þar ótrauð áfram. Það er enginn að segja að stjórnendur meðvitað ákveði að borga konum lægri laun en það gerist eins og sjálfkrafa að framlag karla er metið að meiri verðleikum en framlag kvenna, ósjálfrátt og ómeðvitað – aftur og aftur og aftur, ekki bara í launamálum heldur miklu víðar. Þess vegna þarf róttækar aðgerðir og stöðuga fræðslu.Ofbeldi gegn konum er ólíðandi Kynbundið ofbeldi er einnig afkvæmi þessa gamla kynjakerfis og er stærsta ofbeldisógn sem til staðar er í samfélaginu. Nýstofnuð ofbeldisvarnarnefnd Reykjavíkurborgar mun fylgja eftir aðgerðum til að koma í veg fyrir kynbundið ofbeldi og ég bind miklar vonir við að þar munum við ná árangri.Mannréttindaborgin Reykjavík Reykjavíkurborg sem stærsta sveitarfélag landsins hefur mikil tækifæri til að hafa áhrif þar sem þjónusta borgarinnar snertir stóran hluta Íslendinga allt frá vöggu til grafar. Það þýðir líka að Reykjavíkurborg ber mikla ábyrgð á ástandinu eins og það er. Það er því á okkar ábyrgð að tryggja að Reykjavíkurborg verði raunverulegt hreyfiafl í baráttunni fyrir jöfnum rétti og tækifærum fólks. Reykjavíkurborg er og á að vera í fararbroddi í mannréttindamálum.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar