Ráðherrar fjarverandi umræður um stærstu efnahagsaðgerð íslandssögunnar Heimir Már Pétursson skrifar 4. nóvember 2015 12:53 Ráðherrar tóku ekki þátt í umræðum um frumvarp fjármálaráðherra á Alþingi í gær sem tengist stöðugleikasamkomulagi við föllnu bankanna og fjármálaráðherra hefur kallað stærstu efnahagsaðgerð Íslandssögunnar. Fyrrverandi fjármálaráðherra segir eins gott að ekkert klikki í þessari aðgerð sem snýst um hundruð milljarða hagsmuni þjóðarinnar. Önnur umræða um frumvarp Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um breytingar á lögum um tekjuskatt stóð fram undir miðnætti á Alþingi í gær. Frumvarpið tengist stöðugleikasamningum föllnu bankanna og þar með því sem fjármálaráðherra hefur kallað stærstu efnahagsaðgerð Íslandssögunnar. En í greinargerð með frumvarpinu segir að markmiðið sé skapa frekari forsendur fyrir því að þrotabúin geti lokið þeim áfanga í slitameðferð að hafa fengið nauðasamning staðfestan af dómstólum fyrir næstu áramót. Það liggur því mikið við og tíminn er naumur. Steingrímur J. Sigfússon fyrrverandi fjármálaráðherra vakti athygli á fjarveru fjármálaráðherra og annarra ráðherra í umræðunni í gærkvöldi. „Þetta er síðasta umræða Alþingis um þetta risavaxna mál. Þetta frumvarp sem að vísu snýr aðallega að efnislega að tæknilegum þattum, er samt hluti að grundvelli þessarar miklu efnahagsaðgerðar. Sem hæstvirtur fjármálaráðherra lét jafnvel hafa eftir sér að kynni að vera stærsta efnahagsaðgerð sem Íslandssögunnar. Tók ég ekki rétt eftir þar?,“ sagði Steingrímur. Í ljósi stærðar og mikilvægi málsins væri fjarvera fjármálaráðherra og annarra ráðherra í umræðunni einkennileg. „Hæstvirtur fjármálaráðherra hefur því miður ekkert blandað sér í málið. Sást aðeins á hlaupum hér í þinghúsinu um miðjan dag í dag og hvarf svo. Sem og gufaði forsætisráðherra mjög snarlega upp eftir að hafa aðeins rekið hér inn nefið og hefur síðan teflt fram fótgönguliðum sínum í andsvör,“ sagði fjármálaráðherrann fyrrverandi. Steingrímur benti á að væntanlegt uppgjör þrótabúa gömlu bankanna fæli í sér samkomulag við erlendra kröfuhafa og sagðist vona að allt færi vel á endanum. En minnti á að seðlabankastjóri hefði sagt að Íslendingar hefðu aðeins „eitt skot í byssunni“ við lokaafgreiðslu þessa risvaxna hagsmunamáls sem snérist um hundruð milljarða króna. Steingrímur rifjaði upp stór orð forsætisráðherra um kröfuhafana þegar hann var í stjórnarandstöðu. „Hæstvirtur forsætisráðherra fer nú fyrir ríkisstjórn sem er að semja við kröfuhafana og sannanlega veita þeim verulegan afslátt frá þeim fjárskuldbindingum sem fólgnar hefðu verið í því að þeir greiddu fullan stöðugleikaskat.og menn hafa farið hér ágætlega yfir í dag. Ég held að myndin hafi skýrst , eða ég vona það, af hinu skapandi bókhaldi sem beitt er til að blása út umfang þessara stöðugleikaskilyrða eða stöðugleikaframlaga aðgerðar, borið saman við skattinn,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon á Alþingi í gærkvöldi. Annarri umræðu um frumvarpið lauk í gærkvöldi en atkvæðagreiðsla að henni lokinni fer fram á Alþingi síðar í dag. Alþingi Mest lesið Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Innlent Fleiri fréttir Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Sjá meira
Ráðherrar tóku ekki þátt í umræðum um frumvarp fjármálaráðherra á Alþingi í gær sem tengist stöðugleikasamkomulagi við föllnu bankanna og fjármálaráðherra hefur kallað stærstu efnahagsaðgerð Íslandssögunnar. Fyrrverandi fjármálaráðherra segir eins gott að ekkert klikki í þessari aðgerð sem snýst um hundruð milljarða hagsmuni þjóðarinnar. Önnur umræða um frumvarp Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um breytingar á lögum um tekjuskatt stóð fram undir miðnætti á Alþingi í gær. Frumvarpið tengist stöðugleikasamningum föllnu bankanna og þar með því sem fjármálaráðherra hefur kallað stærstu efnahagsaðgerð Íslandssögunnar. En í greinargerð með frumvarpinu segir að markmiðið sé skapa frekari forsendur fyrir því að þrotabúin geti lokið þeim áfanga í slitameðferð að hafa fengið nauðasamning staðfestan af dómstólum fyrir næstu áramót. Það liggur því mikið við og tíminn er naumur. Steingrímur J. Sigfússon fyrrverandi fjármálaráðherra vakti athygli á fjarveru fjármálaráðherra og annarra ráðherra í umræðunni í gærkvöldi. „Þetta er síðasta umræða Alþingis um þetta risavaxna mál. Þetta frumvarp sem að vísu snýr aðallega að efnislega að tæknilegum þattum, er samt hluti að grundvelli þessarar miklu efnahagsaðgerðar. Sem hæstvirtur fjármálaráðherra lét jafnvel hafa eftir sér að kynni að vera stærsta efnahagsaðgerð sem Íslandssögunnar. Tók ég ekki rétt eftir þar?,“ sagði Steingrímur. Í ljósi stærðar og mikilvægi málsins væri fjarvera fjármálaráðherra og annarra ráðherra í umræðunni einkennileg. „Hæstvirtur fjármálaráðherra hefur því miður ekkert blandað sér í málið. Sást aðeins á hlaupum hér í þinghúsinu um miðjan dag í dag og hvarf svo. Sem og gufaði forsætisráðherra mjög snarlega upp eftir að hafa aðeins rekið hér inn nefið og hefur síðan teflt fram fótgönguliðum sínum í andsvör,“ sagði fjármálaráðherrann fyrrverandi. Steingrímur benti á að væntanlegt uppgjör þrótabúa gömlu bankanna fæli í sér samkomulag við erlendra kröfuhafa og sagðist vona að allt færi vel á endanum. En minnti á að seðlabankastjóri hefði sagt að Íslendingar hefðu aðeins „eitt skot í byssunni“ við lokaafgreiðslu þessa risvaxna hagsmunamáls sem snérist um hundruð milljarða króna. Steingrímur rifjaði upp stór orð forsætisráðherra um kröfuhafana þegar hann var í stjórnarandstöðu. „Hæstvirtur forsætisráðherra fer nú fyrir ríkisstjórn sem er að semja við kröfuhafana og sannanlega veita þeim verulegan afslátt frá þeim fjárskuldbindingum sem fólgnar hefðu verið í því að þeir greiddu fullan stöðugleikaskat.og menn hafa farið hér ágætlega yfir í dag. Ég held að myndin hafi skýrst , eða ég vona það, af hinu skapandi bókhaldi sem beitt er til að blása út umfang þessara stöðugleikaskilyrða eða stöðugleikaframlaga aðgerðar, borið saman við skattinn,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon á Alþingi í gærkvöldi. Annarri umræðu um frumvarpið lauk í gærkvöldi en atkvæðagreiðsla að henni lokinni fer fram á Alþingi síðar í dag.
Alþingi Mest lesið Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Innlent Fleiri fréttir Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Sjá meira