Fatalína Magneu fyrir Club Monaco vekur mikla athygli Ritstjórn skrifar 4. nóvember 2015 09:45 Magnea og Club Monaco. Samstarf fatahönnuðarins Magneu Einarsdóttur og bandaríska fataframleiðandans Club Monaco er nú lent í verslunum út um allan heim. Club Monaco var stofnað árið 1985 og rekur nú verslanir út um allan heim við miklar vinsældir en þeir leggja upp úr að búa til klassískar flíkur úr gæðaefnum. Um er að ræða línu með peysum, kápu, húfu og trefli allt í anda Magneu sem vinnur mest með íslensku ullina. Magnea var í viðtali í þriðja tölublaði Glamour þar sem hún talaði aðeins um samstarfið. "Yfirhönnuður Club Monaco hafði samband við mig og bauð mér að hanna litla línu í samstarfi við fyrirtækið ásamt því að vera hönnunarráðgjafi (e.design consultant) fyrir ákveðinn hluta haustlínunnar 2015, sem er innblásin af Íslandi. Í þessu felst gríðarleg kynning fyrir MAGNEA á alþjóðlegum markaði og mun án efa nýtast við frekari markaðssetningu erlendis hjá okkur." Þó línan sé lítil hefur hún nú þegar vakið mikla athygli. Eitt vinsælasta ferðatímarit í heimi, Condé Nast Traveller, dásamar línuna og segir að loksins geta Bandaríkjamenn klætt sig eins og svölu Íslendingarnir. Fyrirsögnin á greininni er líka góð - "Allir elska Ísland, líka Club Monaco." Það verður gaman að fylgjast með þessari línu og viðtökunum en hún lenti í verslunum í vikunni. Línan frá Magneu. Nýtt Glamour er komið í allar helstu verslanir - tryggðu þér eintak! Fylgstu með Glamour á Instagram og á Facebook. Mest lesið Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Kim og Kanye kæfa skilnaðarorðróma með jólakorti Glamour Moschino klæddu fyrirsætur sínar í rusl Glamour Brúðarkjólalína Topshop lítur dagsins ljós Glamour Gleymdu svarta litnum, hvítur er að taka yfir Glamour Hadid og Hutton saman á tískupallinum Glamour Tyrfingur Tyrfingsson: "Þú sökkar í dag, blessað barnið mitt" Glamour Lily-Rose Depp er með puttana á púlsinum Glamour Kjólaflóð á Tony Glamour Kim Kardashian og Charlotte Tilbury hanna varalit Glamour
Samstarf fatahönnuðarins Magneu Einarsdóttur og bandaríska fataframleiðandans Club Monaco er nú lent í verslunum út um allan heim. Club Monaco var stofnað árið 1985 og rekur nú verslanir út um allan heim við miklar vinsældir en þeir leggja upp úr að búa til klassískar flíkur úr gæðaefnum. Um er að ræða línu með peysum, kápu, húfu og trefli allt í anda Magneu sem vinnur mest með íslensku ullina. Magnea var í viðtali í þriðja tölublaði Glamour þar sem hún talaði aðeins um samstarfið. "Yfirhönnuður Club Monaco hafði samband við mig og bauð mér að hanna litla línu í samstarfi við fyrirtækið ásamt því að vera hönnunarráðgjafi (e.design consultant) fyrir ákveðinn hluta haustlínunnar 2015, sem er innblásin af Íslandi. Í þessu felst gríðarleg kynning fyrir MAGNEA á alþjóðlegum markaði og mun án efa nýtast við frekari markaðssetningu erlendis hjá okkur." Þó línan sé lítil hefur hún nú þegar vakið mikla athygli. Eitt vinsælasta ferðatímarit í heimi, Condé Nast Traveller, dásamar línuna og segir að loksins geta Bandaríkjamenn klætt sig eins og svölu Íslendingarnir. Fyrirsögnin á greininni er líka góð - "Allir elska Ísland, líka Club Monaco." Það verður gaman að fylgjast með þessari línu og viðtökunum en hún lenti í verslunum í vikunni. Línan frá Magneu. Nýtt Glamour er komið í allar helstu verslanir - tryggðu þér eintak! Fylgstu með Glamour á Instagram og á Facebook.
Mest lesið Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Kim og Kanye kæfa skilnaðarorðróma með jólakorti Glamour Moschino klæddu fyrirsætur sínar í rusl Glamour Brúðarkjólalína Topshop lítur dagsins ljós Glamour Gleymdu svarta litnum, hvítur er að taka yfir Glamour Hadid og Hutton saman á tískupallinum Glamour Tyrfingur Tyrfingsson: "Þú sökkar í dag, blessað barnið mitt" Glamour Lily-Rose Depp er með puttana á púlsinum Glamour Kjólaflóð á Tony Glamour Kim Kardashian og Charlotte Tilbury hanna varalit Glamour