„Mig langar til að öskra á feðraveldið að hætta þessu djöfulsins rugli“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. nóvember 2015 14:46 Heiða Kristín Helgadóttir vísir/vilhelm Heiða Kristín Helgadóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, gerði nýja rannsókn Guðbjargar Lindu Rafnsdóttur og Þorgerðar Einarsdóttur, að umtalsefni undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. Rannsóknin, sem var gerð á meðal stjórnenda í 245 stærstu fyrirtækjum landsins, sýnir mikinn kynjahalla á meðal stjórnenda þar sem karlar eru í miklum meirihluta. Að þeirra mati skýrist kynjahallinn meðal annars af því að konur taka fjölskylduna fram yfir framann en konur aftur á móti segja skýringuna liggja meðal annars í því að atvinnulífinu sé stjórnað af körlum sem treysta ekki konum. „Þetta er gríðarlega alvarlegt og sláandi og ég skil ekki af hverju við erum ekki að tala um þetta öllum stundum. Því ef þetta eru viðhorfin í atvinnulífinu hvernig er þá staðan til dæmis í opinbera kerfinu? Í eina röndina fallast mér gjörsamlega hendur og mig langar til að öskra á feðraveldið að hætta þessu djöfulsins rugli en þar sem ég er einstaklega góð í því að vinna undir álagi og sinni vanalega ekki heimilisstörfum án þess að gera eitthvað annað á meðan, velti ég því fyrir mér hvað við getum gert hérna til þess að breyta þessu og þá sérstaklega þessum viðhorfum,“ sagði Heiða Kristín.„Kynjalausir ofurkarlmenn“ í Hæstarétti Nefndi hún í þessu samhengi Hæstarétt sem sætt hefur mikilli gagnrýna fyrir að virða ekki jafnréttislög við skipan í nefnd þeirra sem meta hæfi umsækjenda um dómarastöður. Sagði Heiða Hæstarétt vera ömurlegt partý sem konur virtust ekki hafa aðgang að. „Þar eru einhvers konar kynjalausir ofurkarlmenn sem láta kynjasjónarmið ekki trufla sig, öfugt okkur konunum sem látum álag og heimilisstörf og kyn okkar þvælast fyrir í einu og öllu.“ Heiða nefndi einnig hlutfall kvenna á þingi og í ríkisstjórn og sagði að árið 2015 og í framtíðinni ætti það hlutfall einfaldlega að vera jafnt. Þá sagði hún kynjakvóta hafa verið jákvætt skref í að breyta ríkjandi viðhorfum. Þegar Heiða hafði lokið máli sínu bað Einar K. Guðfinnsson, forseti þingsins, þingmenn um að bölva hvorki né blóta í ræðustól Alþingis. Alþingi Tengdar fréttir Konur telja að atvinnulífinu sé stjórnað af körlum sem treysta ekki konum Karlar eru í miklum meirihluta í stjórnunarstöðum íslenskra fyrirtækja. Þeir telja meðal annars fjölskylduna vera hindrun fyrir konur á vinnumarkaði. 29. október 2015 14:00 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Heiða Kristín Helgadóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, gerði nýja rannsókn Guðbjargar Lindu Rafnsdóttur og Þorgerðar Einarsdóttur, að umtalsefni undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. Rannsóknin, sem var gerð á meðal stjórnenda í 245 stærstu fyrirtækjum landsins, sýnir mikinn kynjahalla á meðal stjórnenda þar sem karlar eru í miklum meirihluta. Að þeirra mati skýrist kynjahallinn meðal annars af því að konur taka fjölskylduna fram yfir framann en konur aftur á móti segja skýringuna liggja meðal annars í því að atvinnulífinu sé stjórnað af körlum sem treysta ekki konum. „Þetta er gríðarlega alvarlegt og sláandi og ég skil ekki af hverju við erum ekki að tala um þetta öllum stundum. Því ef þetta eru viðhorfin í atvinnulífinu hvernig er þá staðan til dæmis í opinbera kerfinu? Í eina röndina fallast mér gjörsamlega hendur og mig langar til að öskra á feðraveldið að hætta þessu djöfulsins rugli en þar sem ég er einstaklega góð í því að vinna undir álagi og sinni vanalega ekki heimilisstörfum án þess að gera eitthvað annað á meðan, velti ég því fyrir mér hvað við getum gert hérna til þess að breyta þessu og þá sérstaklega þessum viðhorfum,“ sagði Heiða Kristín.„Kynjalausir ofurkarlmenn“ í Hæstarétti Nefndi hún í þessu samhengi Hæstarétt sem sætt hefur mikilli gagnrýna fyrir að virða ekki jafnréttislög við skipan í nefnd þeirra sem meta hæfi umsækjenda um dómarastöður. Sagði Heiða Hæstarétt vera ömurlegt partý sem konur virtust ekki hafa aðgang að. „Þar eru einhvers konar kynjalausir ofurkarlmenn sem láta kynjasjónarmið ekki trufla sig, öfugt okkur konunum sem látum álag og heimilisstörf og kyn okkar þvælast fyrir í einu og öllu.“ Heiða nefndi einnig hlutfall kvenna á þingi og í ríkisstjórn og sagði að árið 2015 og í framtíðinni ætti það hlutfall einfaldlega að vera jafnt. Þá sagði hún kynjakvóta hafa verið jákvætt skref í að breyta ríkjandi viðhorfum. Þegar Heiða hafði lokið máli sínu bað Einar K. Guðfinnsson, forseti þingsins, þingmenn um að bölva hvorki né blóta í ræðustól Alþingis.
Alþingi Tengdar fréttir Konur telja að atvinnulífinu sé stjórnað af körlum sem treysta ekki konum Karlar eru í miklum meirihluta í stjórnunarstöðum íslenskra fyrirtækja. Þeir telja meðal annars fjölskylduna vera hindrun fyrir konur á vinnumarkaði. 29. október 2015 14:00 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Konur telja að atvinnulífinu sé stjórnað af körlum sem treysta ekki konum Karlar eru í miklum meirihluta í stjórnunarstöðum íslenskra fyrirtækja. Þeir telja meðal annars fjölskylduna vera hindrun fyrir konur á vinnumarkaði. 29. október 2015 14:00