Framsókn vill innleiða ríkisstyrki við kaup á fyrstu íbúð að breskri fyrirmynd Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. nóvember 2015 13:58 Ríkisstyrkirnir eiga að auðvelda fólki sem ekki á fasteign fyrir að kaupa sína fyrstu eign. Vísir/Getty Fjórir þingmenn Framsóknarflokksins hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að fela fjármála- og efnahagsráðherra að móta áætlun um innleiðingu opinberra mótframlaga í húsnæðissparnaði. Með því á að auðvelda fólki sem ekki á fasteign fyrir að kaupa sína fyrstu eign. Fyrirmyndin er sótt til Bretlands en ný húsnæðissparnaðarleið sem ríkisstjórnin kynnti í mars kemur til framkvæmda í desember. Tillaga Framsóknar, sem lögð var fram á Alþingi í dag, miðar að því að nýting á séreignarsparnaði verði að varanlegu úrræði í húsnæðissparnaði. Vilja Framsóknarmenn að ráðherra kynni áætlunina fyrir Alþingi eigi síðar en í maí 2016. Í greinargerð sem fylgir ályktuninni er grunnhugmynd bresku leiðarinnar útskýrð. Frá og með 1. desember munu breskir einstaklingar 16 ára og eldri, sem aldrei hafa átt fasteign, geta stofnað húsnæðissparnaðarreikning sem lýtur sérstökum skilmálum sem hér fylgja:David Cameron og Sigmundur Davíð ræddu meira en Legó á ráðherrafundi í Reykjavík í síðustu viku.vísir/stefánÍ upphafi býðst reikningsstofnanda að setja allt að 1.000 bresk pund (um 200.000 kr.) inn á reikninginn og mánaðarlegur sparnaður getur orðið allt að 200 pund (um 40.000 kr.). Engin neðri mörk eru skilgreind á innborgunum, heldur eru aðeins tilgreindar hámarksupphæðir.Ríkið greiðir innstæðueigendum 25% mótframlag við uppsafnaðan sparnað að því gefnu að hann sé nýttur til kaupa á fasteign í Bretlandi. Kaupandi þarf að hafa safnað a.m.k. 1.600 pundum (um 320.000 kr.) til að öðlast rétt á mótframlagi, sem þá næmi 400 pundum (um 80.000 kr.). Mótframlagið getur í hæsta lagi numið 3.000 pundum (um 600.000 kr.), sem miðast við að einstaklingur hafi sparað 12.000 pund (um 2.400.000 kr.) áður en til fasteignakaupa kemur. Ríkisstyrkur þessi er einstaklingsbundinn og heimilt er að nýta styrk tveggja einstaklinga til kaupa á einni íbúð, standi þeir í sameiningu að sínum fyrstu íbúðarkaupum. Styrkurinn er skattfrjáls.Áætlað er að opið verði fyrir stofnun nýs reiknings af þessu tagi í fjögur ár frá og með 1. desember 2015. Eftir að reikningur hefur verið stofnaður eru hins vegar engin tímamörk á nýtingu úrræðisins.Forsætisráðherra og efnahagsráðherra við kynningu á „Leiðréttingunni“.Vísir/GVABrýn þörfFramsóknarmenn segja þörfina á nýjum úrræðum fyrir ungt fólk á leið inn á fasteignamarkaðinn löngu orðna ljósa. Ör hækkun fasteignaverðs undanfarin ár, auknar kröfur lánveitenda til lántaka um að standast greiðslumat, lækkun lánshlutfalls lánastofnana við fasteignakaup og mikil hækkun leiguverðs séu meðal þeirra þátta sem gera ungu fólki erfitt að fóta sig á húsnæðismarkaði og kalla á aðgerðir hins opinbera. Möguleikinn á nýtingu séreignarsparnaðar til uppgreiðslu lána eða útborgunar í fasteign sé skref í rétta átt en nýtist ekki öllum þjóðfélagshópum. Þannig nýtist sú leið tæplega námsmönnum eða nýútskrifuðum nemum sem hafi ekki aflað tekna á vinnumarkaði nema að takmörkuðu leyti. Flutningsmenn þessarar tillögu telja brýna nauðsyn á nýjum úrræðum og leggja til að þegar verði hafin vinna í þá veru. Alþingi Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Fjórir þingmenn Framsóknarflokksins hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að fela fjármála- og efnahagsráðherra að móta áætlun um innleiðingu opinberra mótframlaga í húsnæðissparnaði. Með því á að auðvelda fólki sem ekki á fasteign fyrir að kaupa sína fyrstu eign. Fyrirmyndin er sótt til Bretlands en ný húsnæðissparnaðarleið sem ríkisstjórnin kynnti í mars kemur til framkvæmda í desember. Tillaga Framsóknar, sem lögð var fram á Alþingi í dag, miðar að því að nýting á séreignarsparnaði verði að varanlegu úrræði í húsnæðissparnaði. Vilja Framsóknarmenn að ráðherra kynni áætlunina fyrir Alþingi eigi síðar en í maí 2016. Í greinargerð sem fylgir ályktuninni er grunnhugmynd bresku leiðarinnar útskýrð. Frá og með 1. desember munu breskir einstaklingar 16 ára og eldri, sem aldrei hafa átt fasteign, geta stofnað húsnæðissparnaðarreikning sem lýtur sérstökum skilmálum sem hér fylgja:David Cameron og Sigmundur Davíð ræddu meira en Legó á ráðherrafundi í Reykjavík í síðustu viku.vísir/stefánÍ upphafi býðst reikningsstofnanda að setja allt að 1.000 bresk pund (um 200.000 kr.) inn á reikninginn og mánaðarlegur sparnaður getur orðið allt að 200 pund (um 40.000 kr.). Engin neðri mörk eru skilgreind á innborgunum, heldur eru aðeins tilgreindar hámarksupphæðir.Ríkið greiðir innstæðueigendum 25% mótframlag við uppsafnaðan sparnað að því gefnu að hann sé nýttur til kaupa á fasteign í Bretlandi. Kaupandi þarf að hafa safnað a.m.k. 1.600 pundum (um 320.000 kr.) til að öðlast rétt á mótframlagi, sem þá næmi 400 pundum (um 80.000 kr.). Mótframlagið getur í hæsta lagi numið 3.000 pundum (um 600.000 kr.), sem miðast við að einstaklingur hafi sparað 12.000 pund (um 2.400.000 kr.) áður en til fasteignakaupa kemur. Ríkisstyrkur þessi er einstaklingsbundinn og heimilt er að nýta styrk tveggja einstaklinga til kaupa á einni íbúð, standi þeir í sameiningu að sínum fyrstu íbúðarkaupum. Styrkurinn er skattfrjáls.Áætlað er að opið verði fyrir stofnun nýs reiknings af þessu tagi í fjögur ár frá og með 1. desember 2015. Eftir að reikningur hefur verið stofnaður eru hins vegar engin tímamörk á nýtingu úrræðisins.Forsætisráðherra og efnahagsráðherra við kynningu á „Leiðréttingunni“.Vísir/GVABrýn þörfFramsóknarmenn segja þörfina á nýjum úrræðum fyrir ungt fólk á leið inn á fasteignamarkaðinn löngu orðna ljósa. Ör hækkun fasteignaverðs undanfarin ár, auknar kröfur lánveitenda til lántaka um að standast greiðslumat, lækkun lánshlutfalls lánastofnana við fasteignakaup og mikil hækkun leiguverðs séu meðal þeirra þátta sem gera ungu fólki erfitt að fóta sig á húsnæðismarkaði og kalla á aðgerðir hins opinbera. Möguleikinn á nýtingu séreignarsparnaðar til uppgreiðslu lána eða útborgunar í fasteign sé skref í rétta átt en nýtist ekki öllum þjóðfélagshópum. Þannig nýtist sú leið tæplega námsmönnum eða nýútskrifuðum nemum sem hafi ekki aflað tekna á vinnumarkaði nema að takmörkuðu leyti. Flutningsmenn þessarar tillögu telja brýna nauðsyn á nýjum úrræðum og leggja til að þegar verði hafin vinna í þá veru.
Alþingi Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira