Sport

Tímabilið búið hjá Bell og Smith

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Svekkelsið leynir sér ekki á andliti Bell í gær.
Svekkelsið leynir sér ekki á andliti Bell í gær. vísir/getty
Meiðslatíðnin í NFL-deildinni er há og tvær af stjörnum deildarinnar spiluðu sinn síðasta leik í vetur í gær.

Hinn magnaði hlaupari Pittsburgh Steelers, Le'Veon Bell, og útherji Baltimore Ravens, Steve Smith Sr., meiddust báðir það illa að þeir eiga ekki möguleika á að spila meira í ár.

Þetta er mikill skellur fyrir bæði lið og kannski sérstaklega Steelers sem var talið eiga möguleika á að fara langt í ár. Án Bell verður það gríðarlega erfitt.

Smith er elsti útherji deildarinnar, 36 ára, en hefur spilað ótrúlega vel. Ökklameiðsli hans eru mjög alvarleg og ef aldurinn er tekinn með í reikninginn er ansi líklegt að ferli hans sé lokið.

Smith liggur hér sárkvalinn á vellinum í gær.vísir/getty
NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×