Nýjan Landspítala á 5 árum Ingimar Einarsson skrifar 2. nóvember 2015 07:00 Frá því um síðustu aldamót hefur verið unnið að því að hrinda í framkvæmd byggingu nýs Landspítala. Í fyrstu var hugmyndin að reisa íburðarmikið háskóla- og hátæknisjúkrahús sem myndi leysa af hólmi gamlar og úr sér gengnar byggingar. En í framhaldi af hruni efnahagskerfisins árið 2008 voru allar forsendur endurmetnar og framtíðaráform endurskoðuð. Símapeningarnir voru notaðir í annað og norskir ráðgjafar ráðlögðu að nýta betur þær byggingar sem fyrir eru.StaðarvalFrá upphafi hefur staðarval verið einn megin þátturinn í allri umræðu um nýja Landspítalann. Athugaðir hafa verið ýmsir möguleikar en niðurstaða allra nefnda frá árinu 2002 hefur verið að Hringbrautin væri ákjósanlegasti byggingarkosturinn. Aðrir kostir sem taldir hafa verið koma til greina eru Fossvogur, Vífilstaðir, Sævarhöfði, Keldur og jafnvel fleiri staðir. Mismunandi sjónarmið hafa væntanlega orðið til þess að nýlega var Ráðgjafasviði KPMG falið að rýna helstu gögn og skýrslur um hagkvæmni, kostnað og skipulagsmál varðandi staðsetningu spítalans. Þótt ekki liggi fyrir endanleg áreiðanleikakönnun frá hendi KPMG töldu forsvarsmenn nýs Landspítala í lok ágústmánaðar að ekki væri ástæða til að breyta fyrirliggjandi ákvörðun um að byggja nýjan spítala við Hringbraut. Bráðabirgðaskýrsla KPMG frá 31. ágúst sl. styddi þá ákvörðun.RökstuðningurÍ framhaldi af birtingu á skýrslu KPMG skrifuðu Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra, Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, grein í Fréttablaðið undir yfirskriftinni Landspítali við Hringbraut. Þar eru tíunduð rök fyrir staðarvalinu, svo sem gott aðgengi, hagkvæmni í uppbyggingu og möguleikar á samstarfi við aðrar stofnanir í nágrenninu. Í grein þremenninganna er fullyrt að hvernig sem kostir og gallar eru vegnir og metnir sé niðurstaðan ávallt sú sama að staðsetningin við Hringbraut vegi þyngst, hvort sem litið er til faglegra eða fjárhagslegra þátta. Húsakostur sem fyrir er nýtist áfram, nýjar byggingar muni rísa og samgöngumiðstöð verði byggð í túnfæti spítalans til hagræðis fyrir starfsfólk, spítalann og umhverfið.vísir/gvaHindranirAð framansögðu hefði mátt ætla að auðvelt væri að ná samstöðu um að ráðast í nýbyggingar og endurbætur á Landspítalalóð, en því fer fjarri og má segja að menn hafi nánast staðið í sömu sporum í hálfan annan áratug. Enda þótt vinna við fullnaðarhönnun sjúkrahótels, bílastæða og meðferðarkjarna sé hafin er langt frá því að fyrir liggi heildaráætlun um uppbyggingu og fjármögnun. Hringbrautarlóðin gæti að öllu óbreyttu orðið byggingarsvæði í mörg ár með tilheyrandi hávaða og ónæði sem venjulega fylgir byggingarframkvæmdum. Mikilvægt er því að hraða byggingu nýs spítala svo ekki þurfi að grípa til fleiri bráðabirgðalausna áður en nýja þjóðarsjúkrahúsið er fullbyggt og komið í notkun.Ný staðsetningUndanfarna mánuði hafa enn á ný vaknað spurningar um hvort það væri ekki skynsamlegra að reisa nýjan spítala annars staðar á höfuðborgarsvæðinu en á lóðinni við Hringbraut. Í byrjun apríl sló Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fram þeirri hugmynd að kanna hvort lóð Útvarpshússins við Efstaleiti gæti komið til greina. Sú hugdetta var skömmu síðar slegin út af borðinu af heilbrigðisráðherra sem á ársfundi Landspítalans tók af öll tvímæli um afstöðu sína til staðsetningar nýs Landspítala við Hringbraut. Hins vegar er jafn ljóst að ekki verður ráðist í nýja spítalabyggingu við Hringbraut nema samstaða sé um það í ríkisstjórn.Valkostir Menn standa því frammi fyrir tveimur valkostum. Annars vegar að byggja nýjan Landspítala við Hringbraut og hins vegar að reisa nýjan spítala frá grunni á „besta mögulega stað“ á höfuðborgarsvæðinu. Samtímis er ljóst að slitabú gömlu bankanna þriggja munu greiða um 500 milljarða í stöðugleikaframlag til ríkissjóðs. Enda þótt bróðurpartur þeirrar upphæðar fari í að greiða niður skuldir er ljóst að hluti þessara fjármuna gæti staðið undir að fjármagna spítalabygginguna. Notkun hluta andvirðis af sölu banka kemur einnig til greina. Þannig væri með samstilltu átaki ríkisstjórnar mögulegt að reisa nýjan Landspítala á fimm árum hvort sem um er að ræða byggingar á Hringbrautarlóðinni eða annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Er þá tekið mið af því að í Noregi hefur á minna en fimm árum tekist að byggja og hefja starfsemi í háþróuðu sérgreina- og kennslusjúkrahúsi í Kalnes í Østfold. Þetta sjúkrahús mun þjóna 300 þúsund íbúum og er stærra en fyrirhugaðar byggingar á lóð Landspítalans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingimar Einarsson Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Að búa til aðalsmenn Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Frá því um síðustu aldamót hefur verið unnið að því að hrinda í framkvæmd byggingu nýs Landspítala. Í fyrstu var hugmyndin að reisa íburðarmikið háskóla- og hátæknisjúkrahús sem myndi leysa af hólmi gamlar og úr sér gengnar byggingar. En í framhaldi af hruni efnahagskerfisins árið 2008 voru allar forsendur endurmetnar og framtíðaráform endurskoðuð. Símapeningarnir voru notaðir í annað og norskir ráðgjafar ráðlögðu að nýta betur þær byggingar sem fyrir eru.StaðarvalFrá upphafi hefur staðarval verið einn megin þátturinn í allri umræðu um nýja Landspítalann. Athugaðir hafa verið ýmsir möguleikar en niðurstaða allra nefnda frá árinu 2002 hefur verið að Hringbrautin væri ákjósanlegasti byggingarkosturinn. Aðrir kostir sem taldir hafa verið koma til greina eru Fossvogur, Vífilstaðir, Sævarhöfði, Keldur og jafnvel fleiri staðir. Mismunandi sjónarmið hafa væntanlega orðið til þess að nýlega var Ráðgjafasviði KPMG falið að rýna helstu gögn og skýrslur um hagkvæmni, kostnað og skipulagsmál varðandi staðsetningu spítalans. Þótt ekki liggi fyrir endanleg áreiðanleikakönnun frá hendi KPMG töldu forsvarsmenn nýs Landspítala í lok ágústmánaðar að ekki væri ástæða til að breyta fyrirliggjandi ákvörðun um að byggja nýjan spítala við Hringbraut. Bráðabirgðaskýrsla KPMG frá 31. ágúst sl. styddi þá ákvörðun.RökstuðningurÍ framhaldi af birtingu á skýrslu KPMG skrifuðu Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra, Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, grein í Fréttablaðið undir yfirskriftinni Landspítali við Hringbraut. Þar eru tíunduð rök fyrir staðarvalinu, svo sem gott aðgengi, hagkvæmni í uppbyggingu og möguleikar á samstarfi við aðrar stofnanir í nágrenninu. Í grein þremenninganna er fullyrt að hvernig sem kostir og gallar eru vegnir og metnir sé niðurstaðan ávallt sú sama að staðsetningin við Hringbraut vegi þyngst, hvort sem litið er til faglegra eða fjárhagslegra þátta. Húsakostur sem fyrir er nýtist áfram, nýjar byggingar muni rísa og samgöngumiðstöð verði byggð í túnfæti spítalans til hagræðis fyrir starfsfólk, spítalann og umhverfið.vísir/gvaHindranirAð framansögðu hefði mátt ætla að auðvelt væri að ná samstöðu um að ráðast í nýbyggingar og endurbætur á Landspítalalóð, en því fer fjarri og má segja að menn hafi nánast staðið í sömu sporum í hálfan annan áratug. Enda þótt vinna við fullnaðarhönnun sjúkrahótels, bílastæða og meðferðarkjarna sé hafin er langt frá því að fyrir liggi heildaráætlun um uppbyggingu og fjármögnun. Hringbrautarlóðin gæti að öllu óbreyttu orðið byggingarsvæði í mörg ár með tilheyrandi hávaða og ónæði sem venjulega fylgir byggingarframkvæmdum. Mikilvægt er því að hraða byggingu nýs spítala svo ekki þurfi að grípa til fleiri bráðabirgðalausna áður en nýja þjóðarsjúkrahúsið er fullbyggt og komið í notkun.Ný staðsetningUndanfarna mánuði hafa enn á ný vaknað spurningar um hvort það væri ekki skynsamlegra að reisa nýjan spítala annars staðar á höfuðborgarsvæðinu en á lóðinni við Hringbraut. Í byrjun apríl sló Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fram þeirri hugmynd að kanna hvort lóð Útvarpshússins við Efstaleiti gæti komið til greina. Sú hugdetta var skömmu síðar slegin út af borðinu af heilbrigðisráðherra sem á ársfundi Landspítalans tók af öll tvímæli um afstöðu sína til staðsetningar nýs Landspítala við Hringbraut. Hins vegar er jafn ljóst að ekki verður ráðist í nýja spítalabyggingu við Hringbraut nema samstaða sé um það í ríkisstjórn.Valkostir Menn standa því frammi fyrir tveimur valkostum. Annars vegar að byggja nýjan Landspítala við Hringbraut og hins vegar að reisa nýjan spítala frá grunni á „besta mögulega stað“ á höfuðborgarsvæðinu. Samtímis er ljóst að slitabú gömlu bankanna þriggja munu greiða um 500 milljarða í stöðugleikaframlag til ríkissjóðs. Enda þótt bróðurpartur þeirrar upphæðar fari í að greiða niður skuldir er ljóst að hluti þessara fjármuna gæti staðið undir að fjármagna spítalabygginguna. Notkun hluta andvirðis af sölu banka kemur einnig til greina. Þannig væri með samstilltu átaki ríkisstjórnar mögulegt að reisa nýjan Landspítala á fimm árum hvort sem um er að ræða byggingar á Hringbrautarlóðinni eða annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Er þá tekið mið af því að í Noregi hefur á minna en fimm árum tekist að byggja og hefja starfsemi í háþróuðu sérgreina- og kennslusjúkrahúsi í Kalnes í Østfold. Þetta sjúkrahús mun þjóna 300 þúsund íbúum og er stærra en fyrirhugaðar byggingar á lóð Landspítalans.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun