Nýjan Landspítala á 5 árum Ingimar Einarsson skrifar 2. nóvember 2015 07:00 Frá því um síðustu aldamót hefur verið unnið að því að hrinda í framkvæmd byggingu nýs Landspítala. Í fyrstu var hugmyndin að reisa íburðarmikið háskóla- og hátæknisjúkrahús sem myndi leysa af hólmi gamlar og úr sér gengnar byggingar. En í framhaldi af hruni efnahagskerfisins árið 2008 voru allar forsendur endurmetnar og framtíðaráform endurskoðuð. Símapeningarnir voru notaðir í annað og norskir ráðgjafar ráðlögðu að nýta betur þær byggingar sem fyrir eru.StaðarvalFrá upphafi hefur staðarval verið einn megin þátturinn í allri umræðu um nýja Landspítalann. Athugaðir hafa verið ýmsir möguleikar en niðurstaða allra nefnda frá árinu 2002 hefur verið að Hringbrautin væri ákjósanlegasti byggingarkosturinn. Aðrir kostir sem taldir hafa verið koma til greina eru Fossvogur, Vífilstaðir, Sævarhöfði, Keldur og jafnvel fleiri staðir. Mismunandi sjónarmið hafa væntanlega orðið til þess að nýlega var Ráðgjafasviði KPMG falið að rýna helstu gögn og skýrslur um hagkvæmni, kostnað og skipulagsmál varðandi staðsetningu spítalans. Þótt ekki liggi fyrir endanleg áreiðanleikakönnun frá hendi KPMG töldu forsvarsmenn nýs Landspítala í lok ágústmánaðar að ekki væri ástæða til að breyta fyrirliggjandi ákvörðun um að byggja nýjan spítala við Hringbraut. Bráðabirgðaskýrsla KPMG frá 31. ágúst sl. styddi þá ákvörðun.RökstuðningurÍ framhaldi af birtingu á skýrslu KPMG skrifuðu Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra, Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, grein í Fréttablaðið undir yfirskriftinni Landspítali við Hringbraut. Þar eru tíunduð rök fyrir staðarvalinu, svo sem gott aðgengi, hagkvæmni í uppbyggingu og möguleikar á samstarfi við aðrar stofnanir í nágrenninu. Í grein þremenninganna er fullyrt að hvernig sem kostir og gallar eru vegnir og metnir sé niðurstaðan ávallt sú sama að staðsetningin við Hringbraut vegi þyngst, hvort sem litið er til faglegra eða fjárhagslegra þátta. Húsakostur sem fyrir er nýtist áfram, nýjar byggingar muni rísa og samgöngumiðstöð verði byggð í túnfæti spítalans til hagræðis fyrir starfsfólk, spítalann og umhverfið.vísir/gvaHindranirAð framansögðu hefði mátt ætla að auðvelt væri að ná samstöðu um að ráðast í nýbyggingar og endurbætur á Landspítalalóð, en því fer fjarri og má segja að menn hafi nánast staðið í sömu sporum í hálfan annan áratug. Enda þótt vinna við fullnaðarhönnun sjúkrahótels, bílastæða og meðferðarkjarna sé hafin er langt frá því að fyrir liggi heildaráætlun um uppbyggingu og fjármögnun. Hringbrautarlóðin gæti að öllu óbreyttu orðið byggingarsvæði í mörg ár með tilheyrandi hávaða og ónæði sem venjulega fylgir byggingarframkvæmdum. Mikilvægt er því að hraða byggingu nýs spítala svo ekki þurfi að grípa til fleiri bráðabirgðalausna áður en nýja þjóðarsjúkrahúsið er fullbyggt og komið í notkun.Ný staðsetningUndanfarna mánuði hafa enn á ný vaknað spurningar um hvort það væri ekki skynsamlegra að reisa nýjan spítala annars staðar á höfuðborgarsvæðinu en á lóðinni við Hringbraut. Í byrjun apríl sló Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fram þeirri hugmynd að kanna hvort lóð Útvarpshússins við Efstaleiti gæti komið til greina. Sú hugdetta var skömmu síðar slegin út af borðinu af heilbrigðisráðherra sem á ársfundi Landspítalans tók af öll tvímæli um afstöðu sína til staðsetningar nýs Landspítala við Hringbraut. Hins vegar er jafn ljóst að ekki verður ráðist í nýja spítalabyggingu við Hringbraut nema samstaða sé um það í ríkisstjórn.Valkostir Menn standa því frammi fyrir tveimur valkostum. Annars vegar að byggja nýjan Landspítala við Hringbraut og hins vegar að reisa nýjan spítala frá grunni á „besta mögulega stað“ á höfuðborgarsvæðinu. Samtímis er ljóst að slitabú gömlu bankanna þriggja munu greiða um 500 milljarða í stöðugleikaframlag til ríkissjóðs. Enda þótt bróðurpartur þeirrar upphæðar fari í að greiða niður skuldir er ljóst að hluti þessara fjármuna gæti staðið undir að fjármagna spítalabygginguna. Notkun hluta andvirðis af sölu banka kemur einnig til greina. Þannig væri með samstilltu átaki ríkisstjórnar mögulegt að reisa nýjan Landspítala á fimm árum hvort sem um er að ræða byggingar á Hringbrautarlóðinni eða annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Er þá tekið mið af því að í Noregi hefur á minna en fimm árum tekist að byggja og hefja starfsemi í háþróuðu sérgreina- og kennslusjúkrahúsi í Kalnes í Østfold. Þetta sjúkrahús mun þjóna 300 þúsund íbúum og er stærra en fyrirhugaðar byggingar á lóð Landspítalans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingimar Einarsson Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Frá því um síðustu aldamót hefur verið unnið að því að hrinda í framkvæmd byggingu nýs Landspítala. Í fyrstu var hugmyndin að reisa íburðarmikið háskóla- og hátæknisjúkrahús sem myndi leysa af hólmi gamlar og úr sér gengnar byggingar. En í framhaldi af hruni efnahagskerfisins árið 2008 voru allar forsendur endurmetnar og framtíðaráform endurskoðuð. Símapeningarnir voru notaðir í annað og norskir ráðgjafar ráðlögðu að nýta betur þær byggingar sem fyrir eru.StaðarvalFrá upphafi hefur staðarval verið einn megin þátturinn í allri umræðu um nýja Landspítalann. Athugaðir hafa verið ýmsir möguleikar en niðurstaða allra nefnda frá árinu 2002 hefur verið að Hringbrautin væri ákjósanlegasti byggingarkosturinn. Aðrir kostir sem taldir hafa verið koma til greina eru Fossvogur, Vífilstaðir, Sævarhöfði, Keldur og jafnvel fleiri staðir. Mismunandi sjónarmið hafa væntanlega orðið til þess að nýlega var Ráðgjafasviði KPMG falið að rýna helstu gögn og skýrslur um hagkvæmni, kostnað og skipulagsmál varðandi staðsetningu spítalans. Þótt ekki liggi fyrir endanleg áreiðanleikakönnun frá hendi KPMG töldu forsvarsmenn nýs Landspítala í lok ágústmánaðar að ekki væri ástæða til að breyta fyrirliggjandi ákvörðun um að byggja nýjan spítala við Hringbraut. Bráðabirgðaskýrsla KPMG frá 31. ágúst sl. styddi þá ákvörðun.RökstuðningurÍ framhaldi af birtingu á skýrslu KPMG skrifuðu Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra, Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, grein í Fréttablaðið undir yfirskriftinni Landspítali við Hringbraut. Þar eru tíunduð rök fyrir staðarvalinu, svo sem gott aðgengi, hagkvæmni í uppbyggingu og möguleikar á samstarfi við aðrar stofnanir í nágrenninu. Í grein þremenninganna er fullyrt að hvernig sem kostir og gallar eru vegnir og metnir sé niðurstaðan ávallt sú sama að staðsetningin við Hringbraut vegi þyngst, hvort sem litið er til faglegra eða fjárhagslegra þátta. Húsakostur sem fyrir er nýtist áfram, nýjar byggingar muni rísa og samgöngumiðstöð verði byggð í túnfæti spítalans til hagræðis fyrir starfsfólk, spítalann og umhverfið.vísir/gvaHindranirAð framansögðu hefði mátt ætla að auðvelt væri að ná samstöðu um að ráðast í nýbyggingar og endurbætur á Landspítalalóð, en því fer fjarri og má segja að menn hafi nánast staðið í sömu sporum í hálfan annan áratug. Enda þótt vinna við fullnaðarhönnun sjúkrahótels, bílastæða og meðferðarkjarna sé hafin er langt frá því að fyrir liggi heildaráætlun um uppbyggingu og fjármögnun. Hringbrautarlóðin gæti að öllu óbreyttu orðið byggingarsvæði í mörg ár með tilheyrandi hávaða og ónæði sem venjulega fylgir byggingarframkvæmdum. Mikilvægt er því að hraða byggingu nýs spítala svo ekki þurfi að grípa til fleiri bráðabirgðalausna áður en nýja þjóðarsjúkrahúsið er fullbyggt og komið í notkun.Ný staðsetningUndanfarna mánuði hafa enn á ný vaknað spurningar um hvort það væri ekki skynsamlegra að reisa nýjan spítala annars staðar á höfuðborgarsvæðinu en á lóðinni við Hringbraut. Í byrjun apríl sló Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fram þeirri hugmynd að kanna hvort lóð Útvarpshússins við Efstaleiti gæti komið til greina. Sú hugdetta var skömmu síðar slegin út af borðinu af heilbrigðisráðherra sem á ársfundi Landspítalans tók af öll tvímæli um afstöðu sína til staðsetningar nýs Landspítala við Hringbraut. Hins vegar er jafn ljóst að ekki verður ráðist í nýja spítalabyggingu við Hringbraut nema samstaða sé um það í ríkisstjórn.Valkostir Menn standa því frammi fyrir tveimur valkostum. Annars vegar að byggja nýjan Landspítala við Hringbraut og hins vegar að reisa nýjan spítala frá grunni á „besta mögulega stað“ á höfuðborgarsvæðinu. Samtímis er ljóst að slitabú gömlu bankanna þriggja munu greiða um 500 milljarða í stöðugleikaframlag til ríkissjóðs. Enda þótt bróðurpartur þeirrar upphæðar fari í að greiða niður skuldir er ljóst að hluti þessara fjármuna gæti staðið undir að fjármagna spítalabygginguna. Notkun hluta andvirðis af sölu banka kemur einnig til greina. Þannig væri með samstilltu átaki ríkisstjórnar mögulegt að reisa nýjan Landspítala á fimm árum hvort sem um er að ræða byggingar á Hringbrautarlóðinni eða annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Er þá tekið mið af því að í Noregi hefur á minna en fimm árum tekist að byggja og hefja starfsemi í háþróuðu sérgreina- og kennslusjúkrahúsi í Kalnes í Østfold. Þetta sjúkrahús mun þjóna 300 þúsund íbúum og er stærra en fyrirhugaðar byggingar á lóð Landspítalans.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun