Lagerbäck: Hvað í ósköpunum gerir allt þetta fólk? Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. nóvember 2015 12:24 Guðmundur Hreiðarsson, Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson. Vísir/Adam Jastrzebowski Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands, hefur lítinn skilning á því af hverju knattspyrnulandslið þurfi að vera með fjölmennan hóp starfsmanna á sínum snærum. Lagerbäck er í viðtali við norska blaðið VG í dag en Norðmenn töpuðu fyrir Ungverjalandi í umspili fyrir EM 2016 á mánudag. Í úttekt blaðsins kemur í ljós að norska knattspyrnusambandið hefur varið meira en 300 milljónum króna í karlalandsliðið það sem af er þessu ári og starfslið landsliðsins í útileiknum gegn Ungverjalandi hafi talið um 20 manns. „Ég held að það sé of mikil hætta á því að þú missir einbeitingu og að leikmenn fái álit of margra aðila á því sem þeir eru að gera,“ sagði Lagerbäck í viðtalinu. Tekið er fram að hann sé ekki að tala um norska landsliðið sérstaklega heldur um starfsumhverfi knattspyrnulandsliða almennt.Vísir/VilhelmOfurtrú á sérfræðinga „Ef það er eitthvað sem ég hef lært á þeim árum sem ég hef verið landsliðsþjálfari er að það verður að halda því í jafnvægi hversu margir mismunandi aðilar leggi sitt lóð á vogaskálirnar,“ sagði hann enn fremur. Lagerbäck bendir á að íslenska karlalandsliðið sé með þrjá þjálfara á sínum snærum, þrjá sjúkraþjálfara, einn lækni, einn búningastjóra, einn fararstjóra og einn fjölmiðlafulltrúa. Mörg önnur lið eru hins vegar með starfslið upp á 25-30 manns. „Ég hef engan skilning á því hvaða hlutverki svona stórt starfslið gegnir. Hvað í ósköpunum gerir allt þetta fólk í 10-12 daga? Hver er í raun þörfin? Ég held að maður missi aðeins einbeitinguna á fótboltann ef maður leggur ofurtrú á alla þessa sérfræðinga.“Vísir/AntonEinn leiðtogi „Ég tel að þjálfar sem starfar í svo háum gæðaflokki eigi að hafa sjálfur næga þekkingu og menntun,“ segir Lagerbäck og telur lykilatriði að það sé enginn vafi á því hver stýrir ferðinni og tekur þær ákvarðanir sem þarf að taka. „Það eru í raun engir töfrar við knattspyrnuna. Einn aðili verður að ákveða og forgangsraða störfunum í kringum landsliðin.“ Lagerbäck segir að það sé margt hægt að læra af íslenska landsliðinu og umhverfi þess. „Það er hægt að ná góðum árangri með lítilli yfirbyggingu. Íslendingar gera sér grein fyrir því að til þess að ná einhverjum árangri þá þarftu að hafa sjálfur fyrir því.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Mainoo vill fara á láni Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Bein útsending: Dregið í Evrópu- og Sambandsdeildina Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Sjá meira
Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands, hefur lítinn skilning á því af hverju knattspyrnulandslið þurfi að vera með fjölmennan hóp starfsmanna á sínum snærum. Lagerbäck er í viðtali við norska blaðið VG í dag en Norðmenn töpuðu fyrir Ungverjalandi í umspili fyrir EM 2016 á mánudag. Í úttekt blaðsins kemur í ljós að norska knattspyrnusambandið hefur varið meira en 300 milljónum króna í karlalandsliðið það sem af er þessu ári og starfslið landsliðsins í útileiknum gegn Ungverjalandi hafi talið um 20 manns. „Ég held að það sé of mikil hætta á því að þú missir einbeitingu og að leikmenn fái álit of margra aðila á því sem þeir eru að gera,“ sagði Lagerbäck í viðtalinu. Tekið er fram að hann sé ekki að tala um norska landsliðið sérstaklega heldur um starfsumhverfi knattspyrnulandsliða almennt.Vísir/VilhelmOfurtrú á sérfræðinga „Ef það er eitthvað sem ég hef lært á þeim árum sem ég hef verið landsliðsþjálfari er að það verður að halda því í jafnvægi hversu margir mismunandi aðilar leggi sitt lóð á vogaskálirnar,“ sagði hann enn fremur. Lagerbäck bendir á að íslenska karlalandsliðið sé með þrjá þjálfara á sínum snærum, þrjá sjúkraþjálfara, einn lækni, einn búningastjóra, einn fararstjóra og einn fjölmiðlafulltrúa. Mörg önnur lið eru hins vegar með starfslið upp á 25-30 manns. „Ég hef engan skilning á því hvaða hlutverki svona stórt starfslið gegnir. Hvað í ósköpunum gerir allt þetta fólk í 10-12 daga? Hver er í raun þörfin? Ég held að maður missi aðeins einbeitinguna á fótboltann ef maður leggur ofurtrú á alla þessa sérfræðinga.“Vísir/AntonEinn leiðtogi „Ég tel að þjálfar sem starfar í svo háum gæðaflokki eigi að hafa sjálfur næga þekkingu og menntun,“ segir Lagerbäck og telur lykilatriði að það sé enginn vafi á því hver stýrir ferðinni og tekur þær ákvarðanir sem þarf að taka. „Það eru í raun engir töfrar við knattspyrnuna. Einn aðili verður að ákveða og forgangsraða störfunum í kringum landsliðin.“ Lagerbäck segir að það sé margt hægt að læra af íslenska landsliðinu og umhverfi þess. „Það er hægt að ná góðum árangri með lítilli yfirbyggingu. Íslendingar gera sér grein fyrir því að til þess að ná einhverjum árangri þá þarftu að hafa sjálfur fyrir því.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Mainoo vill fara á láni Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Bein útsending: Dregið í Evrópu- og Sambandsdeildina Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Sjá meira