Íslendingar þurfi að vera á varðbergi Heimir Már Pétursson skrifar 17. nóvember 2015 19:34 Ólöf Nordal vísir/anton brink Innanríkisráðherra segir það mat yfirvalda að ekki þurfi að auka viðbúnaðarstig hér á landi vegna hryðjuverkanna í París umfram það sem nú er. Íslendingar verði hins vegar að vera á varðbergi. Samstaða ríkti um viðbrögð við árásunum í umræða á Alþingi í dag. Þingmenn voru sammála um að hryðjuverkaárásirnar í París væru árás á lýðræðisleg gildi Vesturlanda. Þær mættu ekki verða til að veikja þau né vekja fordóma gagnvart því flóttafólki sem flýr átökin í Sýrlandi. „Hryðjuverkamennirnir eru að vonast til þess að hafa áhrif á og breyta þessum grunngildum þjóðfélags okkar. Því er mikilvægara en nokkru sinni að halda þeim á lofti. Skríða ekki inn í skelina heldur fagna frelsinu. Frelsinu sem svo marir flóttamenn sem við viljum gjarnan styðja er að leita að,“ sagði Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra. Þessi mál þurfi að ræða af yfirvegun m.a. hvað varðar öryggi á Íslandi. Gæta verði jafnvægis milli réttinda fólks og öryggis. Ísland hafi hlutverki að gegna í alþjóðasamfélaginu. „Í fyrsta lagi, og hér hefur Ísland sína rödd, þurfum við að setja aukinn þrýsting á helstu leikendur alþjóðasviðsins. Þar með talið öryggisráð Sameinuðu þjóðanna, að finna friðsamlega lausn á deilunni í Sýrlandi þar sem helstu vígi ISIS eru, þaðan sem milljónir eru á flótta,“ sagði utanríkisráðherra. „Þeir vildu skapa sundrungu og þá skulum við rækta samstöðu. Þeir vildu skapa fordóma og hatur. Við skulum þá rækta fjölmenningu og umburðarlindi,“ sagði Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Þingmenn töluðu allir á þessum nótum og minntu líka á að hryðjuverkin hefðu verið fleiri að undanförnu, til að mynda í Beirút á fimmtudag og orsök þeirra ætti sér djúpar rætur. Ólöf Nordal Innanríkisráðherra sagði að meta þyrfti stöðuna af yfirvegun og raunsæi og byggja á áræðanlegum upplýsingum. Íslensk yfirvöld væru aðilar að víðræku samstarfi ríkja í Evrópu í öryggismálum. „Við, ríkisstjórnin og yfirvöld öryggis- og löggæslumála höfum rýnt það hvort og hvernig á að bregðast á við þessum aðstæðum. Það er mat Ríkislögreglustjóra að ekki þurfi að hækka viðbúnaðarstigið umfram það sem gert var í febrúar eftir árásirnar á Charles Hedo (í París). Það er þó enginn vafi á að hætta á hryðjuverkum á Vesturlöndum er töluverð og við þurfum að vera á varðbergi,“ sagði Ólöf Nordal innanríkisráðherra. Eftir umræðurnar um hryðjuverkin fór fram fyrri umræða um þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland. Tillagan var lögð fyrir vorþing en náði ekki afgreiðslu. Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Grípa til sérstakra öryggisráðstafana hér á landi Tekin hefur verið ákvörðun um að auka sérstakar öryggisráðstafanir hér á landi vegna hryðjuverkaárásanna í París 16. nóvember 2015 18:21 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Sjá meira
Innanríkisráðherra segir það mat yfirvalda að ekki þurfi að auka viðbúnaðarstig hér á landi vegna hryðjuverkanna í París umfram það sem nú er. Íslendingar verði hins vegar að vera á varðbergi. Samstaða ríkti um viðbrögð við árásunum í umræða á Alþingi í dag. Þingmenn voru sammála um að hryðjuverkaárásirnar í París væru árás á lýðræðisleg gildi Vesturlanda. Þær mættu ekki verða til að veikja þau né vekja fordóma gagnvart því flóttafólki sem flýr átökin í Sýrlandi. „Hryðjuverkamennirnir eru að vonast til þess að hafa áhrif á og breyta þessum grunngildum þjóðfélags okkar. Því er mikilvægara en nokkru sinni að halda þeim á lofti. Skríða ekki inn í skelina heldur fagna frelsinu. Frelsinu sem svo marir flóttamenn sem við viljum gjarnan styðja er að leita að,“ sagði Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra. Þessi mál þurfi að ræða af yfirvegun m.a. hvað varðar öryggi á Íslandi. Gæta verði jafnvægis milli réttinda fólks og öryggis. Ísland hafi hlutverki að gegna í alþjóðasamfélaginu. „Í fyrsta lagi, og hér hefur Ísland sína rödd, þurfum við að setja aukinn þrýsting á helstu leikendur alþjóðasviðsins. Þar með talið öryggisráð Sameinuðu þjóðanna, að finna friðsamlega lausn á deilunni í Sýrlandi þar sem helstu vígi ISIS eru, þaðan sem milljónir eru á flótta,“ sagði utanríkisráðherra. „Þeir vildu skapa sundrungu og þá skulum við rækta samstöðu. Þeir vildu skapa fordóma og hatur. Við skulum þá rækta fjölmenningu og umburðarlindi,“ sagði Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Þingmenn töluðu allir á þessum nótum og minntu líka á að hryðjuverkin hefðu verið fleiri að undanförnu, til að mynda í Beirút á fimmtudag og orsök þeirra ætti sér djúpar rætur. Ólöf Nordal Innanríkisráðherra sagði að meta þyrfti stöðuna af yfirvegun og raunsæi og byggja á áræðanlegum upplýsingum. Íslensk yfirvöld væru aðilar að víðræku samstarfi ríkja í Evrópu í öryggismálum. „Við, ríkisstjórnin og yfirvöld öryggis- og löggæslumála höfum rýnt það hvort og hvernig á að bregðast á við þessum aðstæðum. Það er mat Ríkislögreglustjóra að ekki þurfi að hækka viðbúnaðarstigið umfram það sem gert var í febrúar eftir árásirnar á Charles Hedo (í París). Það er þó enginn vafi á að hætta á hryðjuverkum á Vesturlöndum er töluverð og við þurfum að vera á varðbergi,“ sagði Ólöf Nordal innanríkisráðherra. Eftir umræðurnar um hryðjuverkin fór fram fyrri umræða um þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland. Tillagan var lögð fyrir vorþing en náði ekki afgreiðslu.
Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Grípa til sérstakra öryggisráðstafana hér á landi Tekin hefur verið ákvörðun um að auka sérstakar öryggisráðstafanir hér á landi vegna hryðjuverkaárásanna í París 16. nóvember 2015 18:21 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Sjá meira
Grípa til sérstakra öryggisráðstafana hér á landi Tekin hefur verið ákvörðun um að auka sérstakar öryggisráðstafanir hér á landi vegna hryðjuverkaárásanna í París 16. nóvember 2015 18:21