Volkswagen mun taka á sig aukaskatta vegna svindlbíla sinna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. nóvember 2015 10:32 Volkswagen-svindlið hefur haft mikil áhrif á fyrirtækið Vísir/getty Volkswagen Group hefur óskað eftir því að viðbótarálagning á skatta og gjöld vegna rangrar skráningar mengunarefna í útblæstri ökutækja frá Volkswagen muni falla á fyrirtækið en ekki eigendur þeirra bíla sem um ræðir. Þetta kemur fram í erindi sem Matthias Müller, forstjóri Volkswagen Group, hefur sent Bjarna Benediktssyni, fjármála- og viðskiptaráðherra, en ráðuneytið hefur að undanförnu haft til skoðunar áhrif rangrar skráningar mengunarefna í útblæstri ökutækja frá Volkswagen, annars vegar á innflytjendur ökutækjanna og hins vegar á eigendur þeirra.Sjá einnig: Skoða vörugjöld vegna VolkswagenVið álagningu vörugjalds og bifreiðagjalds á ökutæki er m.a. tekið mið af magni koltvísýrings í útblæstri. Tollstjóra er heimilt að endurákvarða gjöld allt að sex ár aftur í tímann. Ef útblástur bíla hefur verið ranglega skráður þá má innheimta vanreiknuð gjöld. Volkswagen Group hefur því óskað eftir því að öllum viðbótarkröfum sem skattayfirvöld hyggjast leggja á skatta og gjöld vegna þeirra bíla sem um ræðir falli á fyrirtækið. Volkswagen hyggst leiðrétta ranga skráningu á koltvísýringsútblæstri bifreiðanna og upplýsa skattyfirvöld um þær breytingar sem gerðar verða.Sjá einnig: Svona svindlaði VolkswagenSamkvæmt upplýsingum frá Heklu, umboðsaðila Volkswagen á Íslandi, mun þetta mál hafa áhrif á útreikninga opinberra gjalda hér á landi vegna 432 bíla.Volkswagen-hneykslið hefur haft mikil áhrif á fyrirtækið. Skipt hefur verið um stjórnendur og hlutabréf Volkswagen hafa hríðfallið í verði. Málið snýst um að ákveðnar tegundir voru útbúnar sérstökum svindlhugbúnaði sem gerði það að verkum að útblástur mældist minni í mælingarprófum en hann var í raun og veru. Skandall hjá Volkswagen Tengdar fréttir Volkswagen hætt að keppast við að vera stærst Volkswagen bílafjölskyldan framleiðir 300 bílgerðir og hyggst fækka þeim. 30. október 2015 09:37 Innköllun VW mun kosta 2.160 til 2.900 milljarða Volkswagen á handbært uppá 2.680 milljarða og ætti því að geta mætt kostnaðinum. 22. október 2015 09:44 Söluaukning Volkswagen í Bandaríkjunum í október Náði einnig söluaukningu í síðasta mánuði þrátt fyrir disilvélasvindlið. 30. október 2015 11:31 Díselsvindlið setti strik í reikninginn Volkswagen tapaði tæpum 500 milljörðum á þriðja ársfjórðungi. 28. október 2015 11:25 Mest lesið Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Fleiri fréttir Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Sjá meira
Volkswagen Group hefur óskað eftir því að viðbótarálagning á skatta og gjöld vegna rangrar skráningar mengunarefna í útblæstri ökutækja frá Volkswagen muni falla á fyrirtækið en ekki eigendur þeirra bíla sem um ræðir. Þetta kemur fram í erindi sem Matthias Müller, forstjóri Volkswagen Group, hefur sent Bjarna Benediktssyni, fjármála- og viðskiptaráðherra, en ráðuneytið hefur að undanförnu haft til skoðunar áhrif rangrar skráningar mengunarefna í útblæstri ökutækja frá Volkswagen, annars vegar á innflytjendur ökutækjanna og hins vegar á eigendur þeirra.Sjá einnig: Skoða vörugjöld vegna VolkswagenVið álagningu vörugjalds og bifreiðagjalds á ökutæki er m.a. tekið mið af magni koltvísýrings í útblæstri. Tollstjóra er heimilt að endurákvarða gjöld allt að sex ár aftur í tímann. Ef útblástur bíla hefur verið ranglega skráður þá má innheimta vanreiknuð gjöld. Volkswagen Group hefur því óskað eftir því að öllum viðbótarkröfum sem skattayfirvöld hyggjast leggja á skatta og gjöld vegna þeirra bíla sem um ræðir falli á fyrirtækið. Volkswagen hyggst leiðrétta ranga skráningu á koltvísýringsútblæstri bifreiðanna og upplýsa skattyfirvöld um þær breytingar sem gerðar verða.Sjá einnig: Svona svindlaði VolkswagenSamkvæmt upplýsingum frá Heklu, umboðsaðila Volkswagen á Íslandi, mun þetta mál hafa áhrif á útreikninga opinberra gjalda hér á landi vegna 432 bíla.Volkswagen-hneykslið hefur haft mikil áhrif á fyrirtækið. Skipt hefur verið um stjórnendur og hlutabréf Volkswagen hafa hríðfallið í verði. Málið snýst um að ákveðnar tegundir voru útbúnar sérstökum svindlhugbúnaði sem gerði það að verkum að útblástur mældist minni í mælingarprófum en hann var í raun og veru.
Skandall hjá Volkswagen Tengdar fréttir Volkswagen hætt að keppast við að vera stærst Volkswagen bílafjölskyldan framleiðir 300 bílgerðir og hyggst fækka þeim. 30. október 2015 09:37 Innköllun VW mun kosta 2.160 til 2.900 milljarða Volkswagen á handbært uppá 2.680 milljarða og ætti því að geta mætt kostnaðinum. 22. október 2015 09:44 Söluaukning Volkswagen í Bandaríkjunum í október Náði einnig söluaukningu í síðasta mánuði þrátt fyrir disilvélasvindlið. 30. október 2015 11:31 Díselsvindlið setti strik í reikninginn Volkswagen tapaði tæpum 500 milljörðum á þriðja ársfjórðungi. 28. október 2015 11:25 Mest lesið Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Fleiri fréttir Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Sjá meira
Volkswagen hætt að keppast við að vera stærst Volkswagen bílafjölskyldan framleiðir 300 bílgerðir og hyggst fækka þeim. 30. október 2015 09:37
Innköllun VW mun kosta 2.160 til 2.900 milljarða Volkswagen á handbært uppá 2.680 milljarða og ætti því að geta mætt kostnaðinum. 22. október 2015 09:44
Söluaukning Volkswagen í Bandaríkjunum í október Náði einnig söluaukningu í síðasta mánuði þrátt fyrir disilvélasvindlið. 30. október 2015 11:31
Díselsvindlið setti strik í reikninginn Volkswagen tapaði tæpum 500 milljörðum á þriðja ársfjórðungi. 28. október 2015 11:25