Viðskipti erlent

Hlutabréfaverð evrópskra flugfélaga hríðfallið

ingvar haraldsson skrifar
Hlutabréfaverð í Air France tók dýfu í morgun.
Hlutabréfaverð í Air France tók dýfu í morgun. vísir/getty
Hlutabréfaverð í evrópskum flugfélögum hríðféll eftir opnun markaða í morgun. Hlutabréfaverð í Air France féll um 5,2 prósent og um 3,4 prósent í IAG, móðurfélagi British Airways. BBC greinir frá.

Greiningaraðilar hafa spáð lækkun á hlutabréfum tengdum ferðamennsku í kjölfar hryðjuverkanna í París um helgina. Hlutabréf í frönsku hótelkeðjunni Accor féllu um 6,3 prósent.

Evrópskar hlutabréfavísitölur lækkuðu nokkuð í morgun. Franska Cac 40 vísitalan féll um 1 prósent og hlutabréfamarkaðir í London og Frankfurt lækkuðu um 0,5 prósent, minna en margir bjuggust við.

Verð á gulli hækkaði hins vegar um 1 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×