Rætt um tækjabúnað lögreglu á fundi með ríkislögreglustjóra Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 16. nóvember 2015 07:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir fund með ríkislögreglustjóra fyrst og fremst hafa verið til upplýsingar. Hættumat lögreglunnar er unnið í samráði við erlendar öryggisstofnanir og lögreglu. vísir/GVA Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, sátu í gær á fundi með Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra, þar sem farið var yfir hvort bregðast þurfi við hryðjuverkunum í París hér á landi. „Þetta var fyrst og fremst upplýsingafundur og farið yfir hættumat lögreglu. Eitt af því sem þarf að meta er auðvitað hvort þetta kalli á einhvern hátt á breyttar vinnuaðferðir á Íslandi, það er tilefni til að skoða það að minnsta kosti. Við munum gera það í samráði við lögreglu,“ sagði Sigmundur Davíð spurður hvort tækjabúnaður og úrræði lögreglu hefðu komið til tals á fundinum. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði Sigmundur Davíð vert að fylgjast með því hvort gera þurfi breytingar á öryggismálum. „Það þarf að kanna það hvort lögreglan á Íslandi hafi þau tæki og úrræði sem hún þarf við þessar aðstæður.“ Þá sagði hann breytta heimsmynd blasa við. „Það er ljóst að í nágrannalöndum okkar líta menn svo á að það sé mjög raunveruleg ógn yfirvofandi. Að þetta geti verið upphafið að einhverju sem geti varað árum eða jafnvel áratugum saman. Að við horfum í rauninni fram á breytta heimsmynd. Þá þurfum við að laga okkur að því þó að aðstæður á Íslandi séu reyndar um margt ólíkar en í nágrannalöndunum, við getum ekki leyft okkur að vera værukær.“ Íslensk lögregluyfirvöld settu sig í samband við lögreglu í nágrannalöndunum á föstudagskvöld til að meta hvort hætta væri á hryðjuverkum hér á landi. Greiningardeild ríkislögreglustjóra er í samstarfi við erlendar öryggisstofnanir og lögreglulið. Má þar helst nefna Europol, Norrænar öryggisstofnanir, bandarísku alríkislögregluna (FBI) og leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA). Greiningardeild er sú deild innan lögreglu sem leggur mat á hættu á hryðjuverkum og innan greiningardeildar er einnig sinnt verkefnum sem áður féllu undir varnarmálastofnun. Hryðjuverk í París Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, sátu í gær á fundi með Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra, þar sem farið var yfir hvort bregðast þurfi við hryðjuverkunum í París hér á landi. „Þetta var fyrst og fremst upplýsingafundur og farið yfir hættumat lögreglu. Eitt af því sem þarf að meta er auðvitað hvort þetta kalli á einhvern hátt á breyttar vinnuaðferðir á Íslandi, það er tilefni til að skoða það að minnsta kosti. Við munum gera það í samráði við lögreglu,“ sagði Sigmundur Davíð spurður hvort tækjabúnaður og úrræði lögreglu hefðu komið til tals á fundinum. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði Sigmundur Davíð vert að fylgjast með því hvort gera þurfi breytingar á öryggismálum. „Það þarf að kanna það hvort lögreglan á Íslandi hafi þau tæki og úrræði sem hún þarf við þessar aðstæður.“ Þá sagði hann breytta heimsmynd blasa við. „Það er ljóst að í nágrannalöndum okkar líta menn svo á að það sé mjög raunveruleg ógn yfirvofandi. Að þetta geti verið upphafið að einhverju sem geti varað árum eða jafnvel áratugum saman. Að við horfum í rauninni fram á breytta heimsmynd. Þá þurfum við að laga okkur að því þó að aðstæður á Íslandi séu reyndar um margt ólíkar en í nágrannalöndunum, við getum ekki leyft okkur að vera værukær.“ Íslensk lögregluyfirvöld settu sig í samband við lögreglu í nágrannalöndunum á föstudagskvöld til að meta hvort hætta væri á hryðjuverkum hér á landi. Greiningardeild ríkislögreglustjóra er í samstarfi við erlendar öryggisstofnanir og lögreglulið. Má þar helst nefna Europol, Norrænar öryggisstofnanir, bandarísku alríkislögregluna (FBI) og leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA). Greiningardeild er sú deild innan lögreglu sem leggur mat á hættu á hryðjuverkum og innan greiningardeildar er einnig sinnt verkefnum sem áður féllu undir varnarmálastofnun.
Hryðjuverk í París Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira