Innanríkisráðherra segist ekki skilja orð Snorra Magnússonar Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 15. nóvember 2015 19:13 Ummæli Snorra Magnússonar formanns Landssambands lögreglumanna sem birtust á samfélagsmiðlinum Facebook á föstudagskvöldið hafa vakið töluverða athygli. Þar fer hann hörðum orðum um Schengen samstarfið sem hann segir líta vel út á pappírum en ekki ganga upp í raunveruleikanum meðal annars vegna niðurskurðar í löggæslumálum. Með færslunni deildi hann frétt um hryðjuverkaárásirnar í París. Þá sagðist Snorri í ummælum við eigin færslu sjálfur hafa farið með hlaðna skammbyssu í handfarangri inná Schengen svæðið án þess að hún hafi fundist. Slíkt er ólöglegt ef flogið er. Ekki hefur náðst í Snorra þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir um helgina.Hér má sjá skjáskot af ummælum Snorra. Klikkaðu á myndina til þess að lesa textann.VísirInnanríkisráðherra segist vera ein þeirra sem vilji efla löggæslu í landinu líkt og Landssamband lögreglumanna en sé hins vegar ósammála gagnrýninni á þátttöku Íslands í Schengen samstarfinu.Sjá einnig: Formaður Landssambands lögreglumanna harmar niðurfellingu landamæraeftirlits „Ég er á þeirri skoðun að Schengen hafi reynst okkur vel og að það skipti okkur máli að vera í sambandi við okkar sambandsþjóðir,“ segir Ólöf. Hún segir menn verða að gæta þess að fella ekki of þunga dóma beint í miðju svona atburða. Þá segist hún ekki skilja ummæli Snorra um að hann hafi ferðast með hlaðna byssu en nauðsynlegt sé að halda ró sinni í umræðum í tengslum við mál sem þessi. „Það skiptir máli fyrir okkur öll að vera róleg og sýna yfirvegun. Ég held að menn eigi að passa sig á því sem þeir segi og að það sé eftir því tekið þegar ákveðnir aðilar taka til máls. Þetta sýnir það kannski líka að það sé ákveðið vonleysi þegar svona atburðir gerast. Þeir kalla fram sterkar tilfinningar; skiptir máli að ná tökum á þeim áður en maður fer að tjá sig um svona.“ Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Formaður Landssambands lögreglumanna harmar niðurfellingu landamæraeftirlits Snorri Magnússon segir að eitt sinn hafi hann ferðast inn á Schengen svæðið með hlaðna Glock skammbyssu í handfarangri. 14. nóvember 2015 13:47 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Fleiri fréttir Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Sjá meira
Ummæli Snorra Magnússonar formanns Landssambands lögreglumanna sem birtust á samfélagsmiðlinum Facebook á föstudagskvöldið hafa vakið töluverða athygli. Þar fer hann hörðum orðum um Schengen samstarfið sem hann segir líta vel út á pappírum en ekki ganga upp í raunveruleikanum meðal annars vegna niðurskurðar í löggæslumálum. Með færslunni deildi hann frétt um hryðjuverkaárásirnar í París. Þá sagðist Snorri í ummælum við eigin færslu sjálfur hafa farið með hlaðna skammbyssu í handfarangri inná Schengen svæðið án þess að hún hafi fundist. Slíkt er ólöglegt ef flogið er. Ekki hefur náðst í Snorra þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir um helgina.Hér má sjá skjáskot af ummælum Snorra. Klikkaðu á myndina til þess að lesa textann.VísirInnanríkisráðherra segist vera ein þeirra sem vilji efla löggæslu í landinu líkt og Landssamband lögreglumanna en sé hins vegar ósammála gagnrýninni á þátttöku Íslands í Schengen samstarfinu.Sjá einnig: Formaður Landssambands lögreglumanna harmar niðurfellingu landamæraeftirlits „Ég er á þeirri skoðun að Schengen hafi reynst okkur vel og að það skipti okkur máli að vera í sambandi við okkar sambandsþjóðir,“ segir Ólöf. Hún segir menn verða að gæta þess að fella ekki of þunga dóma beint í miðju svona atburða. Þá segist hún ekki skilja ummæli Snorra um að hann hafi ferðast með hlaðna byssu en nauðsynlegt sé að halda ró sinni í umræðum í tengslum við mál sem þessi. „Það skiptir máli fyrir okkur öll að vera róleg og sýna yfirvegun. Ég held að menn eigi að passa sig á því sem þeir segi og að það sé eftir því tekið þegar ákveðnir aðilar taka til máls. Þetta sýnir það kannski líka að það sé ákveðið vonleysi þegar svona atburðir gerast. Þeir kalla fram sterkar tilfinningar; skiptir máli að ná tökum á þeim áður en maður fer að tjá sig um svona.“
Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Formaður Landssambands lögreglumanna harmar niðurfellingu landamæraeftirlits Snorri Magnússon segir að eitt sinn hafi hann ferðast inn á Schengen svæðið með hlaðna Glock skammbyssu í handfarangri. 14. nóvember 2015 13:47 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Fleiri fréttir Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Sjá meira
Formaður Landssambands lögreglumanna harmar niðurfellingu landamæraeftirlits Snorri Magnússon segir að eitt sinn hafi hann ferðast inn á Schengen svæðið með hlaðna Glock skammbyssu í handfarangri. 14. nóvember 2015 13:47