Innlent

Fréttastofa Stöðvar 2 á vettvangi í París

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Þorbjörn er kominn til Parísar þar sem hann tekur almenning tali.
Þorbjörn er kominn til Parísar þar sem hann tekur almenning tali. Vísir/ÞÞ
Þorbjörn Þórðarson fréttamaður Stöðvar 2 og Sigurjón Ólason tökumaður eru staddir í París þessa stundina og mun flytja landsmönnum fréttir af eftirmálum voðaverkanna í kvöld og alla vikuna.

Parísarborg er í sárum eftir að 129 létust og á fjórða hundrað særðust í hryðjuverkaárás aðfaranótt laugardags. Franska lögreglan leitar enn manns sem talið er að hafi átt þátt í árásunum. Sex árásarmannanna frömdu sjálfsvíg strax í kjölfar árásanna og einn var felldur af lögreglu. Saksóknari í Belgíu hefur staðfest að tveir árásarmannanna hafi verið Frakkar, búsettir í Brussel.

Þorbjörn tekur almenna borgara í París tali í kvöldfréttum Stöðvar 2 sem hefjast á slaginu 18.30.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×