Hryðjuverkin í París: "Við Íslendingar getum ekki lengur látið eins og eitthvað þessu líkt geti ekki gerst hjá okkur“ Atli Ísleifsson skrifar 15. nóvember 2015 12:15 Utanríkisráðherra var í viðtali i Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Vísir/AFP/Pjetur Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir að Íslendingar geti ekki lengur látið eins og atburðir þeir sem gerðust í París á föstudag geti ekki gerst hér á landi. Þetta kom fram í viðtali Sigurjóns M. Egilssonar í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Gunnar Bragi sagði erfitt að spá fyrir um hvaða áhrif voðaverkin muni hafa úti í löndum. „Þarna er verið að ráðast beint inn í venjulegt líf fólks. Það er eitthvað sem kann að hafa áhrif á öryggisviðmið, öryggismat og ýmislegt þess háttar. Það er þó fullsnemmt að spá fyrir um eitthvað slíkt en það er augljóst að umræðan um slíkt verður tekin.“Herða aðgerðir gegn þessum aðilumUtanríkisráðherra segir að þarna sé verið að ráðast á það samfélag, frelsi, jafnræði og jafnrétti sem við sjáum, þekkjum og viljum hafa. „Aðilar sem líða ekki slíkt, aðilar sem myrða konur og börn og ætla sér að reyna að koma einhverjum öfgaskoðunum yfir eins stóran hluta heimsins og þeir mögulega geta. Það er erfitt að spá um hvaða áhrif þetta hefur. Til skamms tíma held ég að það muni hafa þau áhrif að menn munu herða aðgerðir gegn þessum aðilum þar sem þá er að finna. Að sama skapi hlýtur þetta að kalla á endurskoðun á mati heima fyrir frá því sem fyrir hefur verið.“ Aðspurður um hvort við Íslendingar munum þurfa að auka öryggi á okkar landamærum segir Gunnar Bragi að hann telji það mjög gott frumkvæði af hálfu forsætisráðherra boða til fundar með lögreglu og fleirum aðilum til að ræða málið í byrjun næstu viku. „Við þurfum auðvitað að fara yfir stöðuna og við Íslendingar getum ekki lengur látið eins og eitthvað þessu líkt geti ekki gerst hjá okkur. Sem betur fer erum við í þeirri stöðu að við erum eyja þó nokkuð langt í burtu. Það er ekkert sérstaklega auðvelt að koma til okkar. En við verðum að hafa getu og viðbúnað að stoppa þá sem eru líklegir til að vilja koma til landsins og gera svona á okkar landamærum. Ég hugsa að þetta kalli á einhvers konar endurmati á öllu slíku.“Megum ekki mála alla flóttamenn hættulega hryðjuverkamennHann segist óttast að hluti þeirra manna sem frömdu voðaverkin í París hafi verið menn sem hafi nýverið komið til álfunnar sem flóttamenn. „Það er líka ekki minna áfall ef í ljós kemur að á meðal þeirra eru ríkisborgarar Evrópuríkja sem eru búnir að búa heillengi eða í einhvern tíma innan Evrópu. Ég hef sagt og segi enn að við verðum að passa okkur að mála ekki alla sömu litum í þessu. Margir þeirra, og obbinn af þeim flóttamönnum sem eru á ferðinni eru á ferðinni þar sem þeir geta ekkert annað – eiga ekki í önnur hús að venda. Við megum ekki falla í þá gryfju að mála alla flóttamenn hættulega hryðjuverkamenn,“ segir utanríkisráðherra. Hryðjuverk í París Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir að Íslendingar geti ekki lengur látið eins og atburðir þeir sem gerðust í París á föstudag geti ekki gerst hér á landi. Þetta kom fram í viðtali Sigurjóns M. Egilssonar í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Gunnar Bragi sagði erfitt að spá fyrir um hvaða áhrif voðaverkin muni hafa úti í löndum. „Þarna er verið að ráðast beint inn í venjulegt líf fólks. Það er eitthvað sem kann að hafa áhrif á öryggisviðmið, öryggismat og ýmislegt þess háttar. Það er þó fullsnemmt að spá fyrir um eitthvað slíkt en það er augljóst að umræðan um slíkt verður tekin.“Herða aðgerðir gegn þessum aðilumUtanríkisráðherra segir að þarna sé verið að ráðast á það samfélag, frelsi, jafnræði og jafnrétti sem við sjáum, þekkjum og viljum hafa. „Aðilar sem líða ekki slíkt, aðilar sem myrða konur og börn og ætla sér að reyna að koma einhverjum öfgaskoðunum yfir eins stóran hluta heimsins og þeir mögulega geta. Það er erfitt að spá um hvaða áhrif þetta hefur. Til skamms tíma held ég að það muni hafa þau áhrif að menn munu herða aðgerðir gegn þessum aðilum þar sem þá er að finna. Að sama skapi hlýtur þetta að kalla á endurskoðun á mati heima fyrir frá því sem fyrir hefur verið.“ Aðspurður um hvort við Íslendingar munum þurfa að auka öryggi á okkar landamærum segir Gunnar Bragi að hann telji það mjög gott frumkvæði af hálfu forsætisráðherra boða til fundar með lögreglu og fleirum aðilum til að ræða málið í byrjun næstu viku. „Við þurfum auðvitað að fara yfir stöðuna og við Íslendingar getum ekki lengur látið eins og eitthvað þessu líkt geti ekki gerst hjá okkur. Sem betur fer erum við í þeirri stöðu að við erum eyja þó nokkuð langt í burtu. Það er ekkert sérstaklega auðvelt að koma til okkar. En við verðum að hafa getu og viðbúnað að stoppa þá sem eru líklegir til að vilja koma til landsins og gera svona á okkar landamærum. Ég hugsa að þetta kalli á einhvers konar endurmati á öllu slíku.“Megum ekki mála alla flóttamenn hættulega hryðjuverkamennHann segist óttast að hluti þeirra manna sem frömdu voðaverkin í París hafi verið menn sem hafi nýverið komið til álfunnar sem flóttamenn. „Það er líka ekki minna áfall ef í ljós kemur að á meðal þeirra eru ríkisborgarar Evrópuríkja sem eru búnir að búa heillengi eða í einhvern tíma innan Evrópu. Ég hef sagt og segi enn að við verðum að passa okkur að mála ekki alla sömu litum í þessu. Margir þeirra, og obbinn af þeim flóttamönnum sem eru á ferðinni eru á ferðinni þar sem þeir geta ekkert annað – eiga ekki í önnur hús að venda. Við megum ekki falla í þá gryfju að mála alla flóttamenn hættulega hryðjuverkamenn,“ segir utanríkisráðherra.
Hryðjuverk í París Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira