Samhugur í miðborginni: Auglýsingaskilti vettvangur fyrir samstöðuskilaboð Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. nóvember 2015 15:00 Búið er að koma upp A4-blöðum með samstöðu skilaboðum á auglýsingaskiltum miðborgarinnar. Twitter Samhugur heimsbyggðarinnar með fórnarlömbum hryðjuverkaárásanna í París hefur vart farið framhjá neinum. Þjóðarleiðtogar heimsins hafa keppst við að senda samúðarskeyti til franskra ráðamanna í dag og þá hafa samfélagsmiðlarnir verið undirlagið skilaboðum og myndum þeirra sem láta sig málið varða.Sjá einnig: Hryllingur í París: 120 látnir og 200 særðir eftir sprengju- og skotárásir víðsvegar um borgina Íbúar miðborgarinnar og gestir þeirra hafa ekki farið varhluta af þessum samhug. Þannig hafa margir rekið augun í skilaboð sem komið hefur verið fyrir á nokkrum auglýsingaskiltum íslenska fataframleiðandans 66°. Skilaboðin eru í formi A4 blaðs sem á hefur verið skrifað „Love Paris“ eða „Elskið París“ og búið er að skipta út tveimur stöfum fyrir rauð hjörtu.Skiltin vettvangur fyrir samstöðuskilaboð Vísi lá á að vita hvort um markaðsherferð frá fyrirtækinu væri að ræða. Fannar Páll Aðalsteinsson, markaðsstjóri 66°, segir svo ekki vera enda kom hann af fjöllum þegar Vísir náði tali af honum. „Ég er bara að heyra um þetta fyrst núna.“ segir Fannar sem var augljóslega brugðið þegar Vísir tjáði honum að búið væri að koma upp „skilaboðum“ á auglýsingum fyrirtæksins. Fannari var hins vegar létt þegar honum var tjáð hvers eðlis þau voru. „Þetta er bara hið besta mál og við erum algjörlega til í að „fórna“ auglýsingunum okkar í þetta málefni.“ Fannar segir að fyrirtækið muni svo sannarlega ekki setja sig upp á móti slíkum skilaboðum, hvað þá fjarlægja þau. „Við erum ekkert að fara að beita okkur í þessu eða kalla út menn til að rífa þetta niður. Ætli við leyfum ekki fólki bara að nýta þetta sem vettvang fyrir svona skilaboð,“ segir Fannar. Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Sungu þjóðsönginn einróma er þeir yfirgáfu leikvanginn Stuðningsmenn landsliða Frakklands og Þýskalands, sem voru samankomnir á Stade de France þegar árásarmennirnir í París frömdu ódæði sín í nótt, sameinuðust í söng þegar þeim var sagt að yfirgefa leikvanginn. 14. nóvember 2015 08:49 Kennir aðgerðum Frakka í Sýrlandi um árásina Bashar al-Assad segir að hann hafi varað við þessum möguleika í þrjú ár en ekki hafi verið hlustað á hann. 14. nóvember 2015 13:00 Hollande:Árásirnar eru stríðsyfirlýsing af hálfu ISIS Frakklandsforseti segir að ISIS standi á bak við hryðjuverkaárásirnar í París. Búið er að lýsa yfir þriggja daga þjóðarsorg í Frakklandi. 14. nóvember 2015 10:21 Búið að bera kennsl á einn árásarmanninn Minnst 128 eru látnir eftir árásir ISIS í París í gærkvöldi. 14. nóvember 2015 14:59 Harpa böðuð frönsku fánalitunum næstu daga Reykvíkingar og aðrir gestir borgarinnar geta horft á upplýsta Hörpu innan nokkurra klukkustunda. 14. nóvember 2015 11:26 Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Sjá meira
Samhugur heimsbyggðarinnar með fórnarlömbum hryðjuverkaárásanna í París hefur vart farið framhjá neinum. Þjóðarleiðtogar heimsins hafa keppst við að senda samúðarskeyti til franskra ráðamanna í dag og þá hafa samfélagsmiðlarnir verið undirlagið skilaboðum og myndum þeirra sem láta sig málið varða.Sjá einnig: Hryllingur í París: 120 látnir og 200 særðir eftir sprengju- og skotárásir víðsvegar um borgina Íbúar miðborgarinnar og gestir þeirra hafa ekki farið varhluta af þessum samhug. Þannig hafa margir rekið augun í skilaboð sem komið hefur verið fyrir á nokkrum auglýsingaskiltum íslenska fataframleiðandans 66°. Skilaboðin eru í formi A4 blaðs sem á hefur verið skrifað „Love Paris“ eða „Elskið París“ og búið er að skipta út tveimur stöfum fyrir rauð hjörtu.Skiltin vettvangur fyrir samstöðuskilaboð Vísi lá á að vita hvort um markaðsherferð frá fyrirtækinu væri að ræða. Fannar Páll Aðalsteinsson, markaðsstjóri 66°, segir svo ekki vera enda kom hann af fjöllum þegar Vísir náði tali af honum. „Ég er bara að heyra um þetta fyrst núna.“ segir Fannar sem var augljóslega brugðið þegar Vísir tjáði honum að búið væri að koma upp „skilaboðum“ á auglýsingum fyrirtæksins. Fannari var hins vegar létt þegar honum var tjáð hvers eðlis þau voru. „Þetta er bara hið besta mál og við erum algjörlega til í að „fórna“ auglýsingunum okkar í þetta málefni.“ Fannar segir að fyrirtækið muni svo sannarlega ekki setja sig upp á móti slíkum skilaboðum, hvað þá fjarlægja þau. „Við erum ekkert að fara að beita okkur í þessu eða kalla út menn til að rífa þetta niður. Ætli við leyfum ekki fólki bara að nýta þetta sem vettvang fyrir svona skilaboð,“ segir Fannar.
Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Sungu þjóðsönginn einróma er þeir yfirgáfu leikvanginn Stuðningsmenn landsliða Frakklands og Þýskalands, sem voru samankomnir á Stade de France þegar árásarmennirnir í París frömdu ódæði sín í nótt, sameinuðust í söng þegar þeim var sagt að yfirgefa leikvanginn. 14. nóvember 2015 08:49 Kennir aðgerðum Frakka í Sýrlandi um árásina Bashar al-Assad segir að hann hafi varað við þessum möguleika í þrjú ár en ekki hafi verið hlustað á hann. 14. nóvember 2015 13:00 Hollande:Árásirnar eru stríðsyfirlýsing af hálfu ISIS Frakklandsforseti segir að ISIS standi á bak við hryðjuverkaárásirnar í París. Búið er að lýsa yfir þriggja daga þjóðarsorg í Frakklandi. 14. nóvember 2015 10:21 Búið að bera kennsl á einn árásarmanninn Minnst 128 eru látnir eftir árásir ISIS í París í gærkvöldi. 14. nóvember 2015 14:59 Harpa böðuð frönsku fánalitunum næstu daga Reykvíkingar og aðrir gestir borgarinnar geta horft á upplýsta Hörpu innan nokkurra klukkustunda. 14. nóvember 2015 11:26 Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Sjá meira
Sungu þjóðsönginn einróma er þeir yfirgáfu leikvanginn Stuðningsmenn landsliða Frakklands og Þýskalands, sem voru samankomnir á Stade de France þegar árásarmennirnir í París frömdu ódæði sín í nótt, sameinuðust í söng þegar þeim var sagt að yfirgefa leikvanginn. 14. nóvember 2015 08:49
Kennir aðgerðum Frakka í Sýrlandi um árásina Bashar al-Assad segir að hann hafi varað við þessum möguleika í þrjú ár en ekki hafi verið hlustað á hann. 14. nóvember 2015 13:00
Hollande:Árásirnar eru stríðsyfirlýsing af hálfu ISIS Frakklandsforseti segir að ISIS standi á bak við hryðjuverkaárásirnar í París. Búið er að lýsa yfir þriggja daga þjóðarsorg í Frakklandi. 14. nóvember 2015 10:21
Búið að bera kennsl á einn árásarmanninn Minnst 128 eru látnir eftir árásir ISIS í París í gærkvöldi. 14. nóvember 2015 14:59
Harpa böðuð frönsku fánalitunum næstu daga Reykvíkingar og aðrir gestir borgarinnar geta horft á upplýsta Hörpu innan nokkurra klukkustunda. 14. nóvember 2015 11:26