Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Keflavík 94-101 | Keflavík enn taplaust Sveinn Ólafur Magnússon í Röstinni skrifar 13. nóvember 2015 23:00 Jón Axel Guðmundsson, leikmaður Grindavíkur. vísir/stefán Keflavík er aftur eitt á toppi Domino's-deildar karla eftir sigur á Grindavík í kvöld, 101-94. Liðin skiptur á að halda vera í forystu í fyrir hálfleik. Keflavík komst fjórtán stigum yfir í upphafi síðari hálfleiks en Grindavík kom sér aftur inn í leikinn og náði forystunni í lok þriðja leikhluta. Keflavík seig svo aftur fram úr í fjórða leikhluta og tryggði sér að lokum sjö stiga sigur. Stigahæstur Hjá Keflavík var Earl Brown með 28 stig en hann spilaði mjög vel og hélt Eric Wise niðri lengi vel í leiknum. Valur Orri hélt áfram að spila vel en hann stjórnaði leiknum fyrir Keflavík. Einnig spiluðu þeir Ágúst Orrason og Reggie Dupree mjög vel en þeir skoruðu hvor 19 stig. Hjá heimamönnum var Jón Axel Guðmundsson var stigahæstur með 19 stig en hann spilaði vel ásamt þeim Þorleifi Óalfssyni og Eric Wise sem voru með 18 stig hvor. Jóhann Ólafsson spilaði flottan leik og dróg vagninn fyrir Grindvíkinga oft á tíðum í seinni hálfleik. Leikurinn byrjaði fjörlega. Liðin skiptust á að hafa forystu í upphafi en Keflvíkingar náðu nokkura stiga forskoti með Val Orra Valson, Reggie Dupree og Earl Brown í broddi fylkingar. Dupree setti niður tvo þrista strax í upphafi og virkaði mjög heitur. Grindvíkingar svöruðu fljótt fyrir sig með öguðum sóknarleik og komust yfir við lok fyrsta leikhluta, 26-22. Grindvíkingar stjórnuðu hraðanum nokkuð vel og Keflvíkingar náðu fáum körfum úr hraðaupphlaupum. Brown gekk vel að halda Wise frá körfunni og skoraði hann eingöngu tvær körfur. Í öðrum leikhluta náðu Keflvíkingar nokkrum auðveldum körfum með því að keyra upp hraðann. Grindvíkingar svöruðu jafn harðan með þriggja stiga körfum frá Þorleifi en hann setti niður tvo mikilvæga þrista. Um miðjan annan leikhluta ætlaði allt um koll að keyra þegar Ágúst Orrason, leikmaður Keflvíkinga, og Jóhann Árni Ólafsson, leikmaður Grindvíkinga, stukku í frákast. Báðir lágu eftir á gólfinu og dæmd var villa á þá báða en þegar Jóhann ætlaði að standa upp fannst dómurum það of harkalega gert og fékk hann á sig dæmda óíþróttamannslega villu að auki. Ómar Sævarsson, leikmaður Grindvíkinga var ekki sáttur og fékk tæknivillu í kjölfarið. Keflvíkingar voru skrefinu á undan í fyrri hálfleik en Grindvíkingar voru aldrei langt undan. Keflvíkingar fóru inn i búningsherbergið með 7 stiga forystu, 44 - 51. Seinni hálfleikurinn hófst eins og sá fyrri endaði, með þrist frá Dupree og allt virtist ganga Keflvíkingum í haginn. Þeir náðu mest 14 stiga forskoti. Keflvíkingar virtust ætla að keyra yfir Grindvíkinga strax í upphafi 3. leikhluta. Jóhanni Ólafssyni þjálfara Grindvíkinga leist ekki á blikuna og tók leikhlé og það margborgaði sig. Grindvíkingar mættu tvíefldir eftir leikhléið og voru ekki lengi að ná niður forystu Keflvíkinga en þeir hittu illa á þessum tíma. Þegar 3. leikhluta lauk var munurinn aðeins eitt stig fyrir Keflavík 70 - 71 og allt í járnum. 4. leikhluti var í járnum í upphafi en svo kom góður kafli hjá Keflvíkingum þar sem þeir skoruðu 10 stig en Grindvíkingar einungis 2. Keflvíkingar keyrðu upp hraðann og náðu auðveldum körfum meðan Grindvíkingar voru í vandræðum sóknarlega. Keflvíkingar gengu á lagið og náðu þægilegu forskoti sem Grindvíkingar náðu ekki að brúa. Með þessum sigri eru Keflvíkingar einir á toppnum þegar þeir mæta Kr-ingum í næsta leik á heimavelli. Bestur í liði Keflvíkinga var Earl Brown en honum tókst að halda Eric Wise niðri lengi vel í leiknum. Aðrir sem spiluðu vel voru þeir Valur Orri, Guðmundur Jónsson og Reggie Dupree. Keflvíkingar voru ekki að fá mikið framlag af bekknum í kvöld en það kom ekki að sök. Grindvíkingar verða að gera betur á heimavelli en þetta var annað tap þeirra þar í vetur. Bestir í liði þeirra voru Þorleifur Ólafsson og Jóhann Árni Ólafsson. Eric Wise átti fína spretti sérstaklega í seinni hálfleik, Jón Axel Guðmundsson spilaði einnig vel.Jóhann: Ekki boðlegt að fá á sig 100 stig á heimavelli „Við spiluðum fínan körfubolta þá aðalega sókanlega en getum gert mikið betur. Varnarleikurinn er í tómu rugli, við erum að fá á okkur yfir 100 stig og það er ekki í boði,” sagði Jóhann Ólafsson, þjálfari Grindavíkur eftir leikinn í kvöld. „Ég er alls ekki ánægður með að tapa á heimavelli, við eru að ströggla við það sama. Við erum þannig lið að við verðum að treysta á heildina. Eric Wise á að geta betur, hann var linur og ég er hund óánægður með hann í kvöld,” sagði Jóhann óánægður að leik loknum.Sigurður: Svaka skemmtun „Ég er ánægður, þetta var hörku leikur og svaka skemmtun en fyrst og fremst ánægður hvernig við náðum að landa þessu hérna í lokin.” „Við erum ekkert að spá í toppsætið. Frábær leikur eftir viku á móti liði sem er kannski búnir að spila best undanfarið, það verður spennandi.” „Við erum ánægðir með Bandaríkjamanninn, hann fellur vel inn í þetta hjá okkur. Hann spilaði fína vörn í dag og ég er mjög sáttur við hann,” sagði Sigurður þjálfari Keflvíkinga en næsti leikur þeirra er á móti KR á heimavelli.Jóhann Árni: Þeir skoruðu of auðveldlega „Við spiluðum þokkalega vel á köflum en ekki nógu marga og nógu langa. Þeir skoruðu of auðveldlega, þegar við skoruðum fengum við körfu í bakið”. „Við fáum á okkur 104 stig á heimavelli sem er ekki gott. Ekki af því þeir voru að spila frábæra sókn. Þetta var mikið af auðveldum körfum út af lélegri færslu í vörninni hjá okkur sem við vorum búnir að fara yfir. Þeir gerðu hlutina vel og skoruðu auðveldar körfur” Sagði Jóhann Árni svekktur eftir leikinn.Earl Brown jr.: við viljum vera á sigurbraut „Ég reyni að leggja mig fram til þess að ná sigrum, við viljum halda áfram á sigurbraut,” segir Earl Brown Jr. leikmaður Keflvíkinga sem líður vel á Íslandi sem og í Keflavík „Ég smellpassa inni í kerfin sem við spilum. Ég vill fá að fara um allann völlinn þar sem aðrir leikmenn geta fundið mig auðveldlega. Við viljum berjast inni á vellinum og ég hef gaman af því. Næsti leikur verður erfiður en við verðum að eiga topp leik til þess að sigra,” sagði Earl Brown Jr. sem spilaði mjög vel í kvöld.Tweets by @VisirKarfa2 Dominos-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira
Keflavík er aftur eitt á toppi Domino's-deildar karla eftir sigur á Grindavík í kvöld, 101-94. Liðin skiptur á að halda vera í forystu í fyrir hálfleik. Keflavík komst fjórtán stigum yfir í upphafi síðari hálfleiks en Grindavík kom sér aftur inn í leikinn og náði forystunni í lok þriðja leikhluta. Keflavík seig svo aftur fram úr í fjórða leikhluta og tryggði sér að lokum sjö stiga sigur. Stigahæstur Hjá Keflavík var Earl Brown með 28 stig en hann spilaði mjög vel og hélt Eric Wise niðri lengi vel í leiknum. Valur Orri hélt áfram að spila vel en hann stjórnaði leiknum fyrir Keflavík. Einnig spiluðu þeir Ágúst Orrason og Reggie Dupree mjög vel en þeir skoruðu hvor 19 stig. Hjá heimamönnum var Jón Axel Guðmundsson var stigahæstur með 19 stig en hann spilaði vel ásamt þeim Þorleifi Óalfssyni og Eric Wise sem voru með 18 stig hvor. Jóhann Ólafsson spilaði flottan leik og dróg vagninn fyrir Grindvíkinga oft á tíðum í seinni hálfleik. Leikurinn byrjaði fjörlega. Liðin skiptust á að hafa forystu í upphafi en Keflvíkingar náðu nokkura stiga forskoti með Val Orra Valson, Reggie Dupree og Earl Brown í broddi fylkingar. Dupree setti niður tvo þrista strax í upphafi og virkaði mjög heitur. Grindvíkingar svöruðu fljótt fyrir sig með öguðum sóknarleik og komust yfir við lok fyrsta leikhluta, 26-22. Grindvíkingar stjórnuðu hraðanum nokkuð vel og Keflvíkingar náðu fáum körfum úr hraðaupphlaupum. Brown gekk vel að halda Wise frá körfunni og skoraði hann eingöngu tvær körfur. Í öðrum leikhluta náðu Keflvíkingar nokkrum auðveldum körfum með því að keyra upp hraðann. Grindvíkingar svöruðu jafn harðan með þriggja stiga körfum frá Þorleifi en hann setti niður tvo mikilvæga þrista. Um miðjan annan leikhluta ætlaði allt um koll að keyra þegar Ágúst Orrason, leikmaður Keflvíkinga, og Jóhann Árni Ólafsson, leikmaður Grindvíkinga, stukku í frákast. Báðir lágu eftir á gólfinu og dæmd var villa á þá báða en þegar Jóhann ætlaði að standa upp fannst dómurum það of harkalega gert og fékk hann á sig dæmda óíþróttamannslega villu að auki. Ómar Sævarsson, leikmaður Grindvíkinga var ekki sáttur og fékk tæknivillu í kjölfarið. Keflvíkingar voru skrefinu á undan í fyrri hálfleik en Grindvíkingar voru aldrei langt undan. Keflvíkingar fóru inn i búningsherbergið með 7 stiga forystu, 44 - 51. Seinni hálfleikurinn hófst eins og sá fyrri endaði, með þrist frá Dupree og allt virtist ganga Keflvíkingum í haginn. Þeir náðu mest 14 stiga forskoti. Keflvíkingar virtust ætla að keyra yfir Grindvíkinga strax í upphafi 3. leikhluta. Jóhanni Ólafssyni þjálfara Grindvíkinga leist ekki á blikuna og tók leikhlé og það margborgaði sig. Grindvíkingar mættu tvíefldir eftir leikhléið og voru ekki lengi að ná niður forystu Keflvíkinga en þeir hittu illa á þessum tíma. Þegar 3. leikhluta lauk var munurinn aðeins eitt stig fyrir Keflavík 70 - 71 og allt í járnum. 4. leikhluti var í járnum í upphafi en svo kom góður kafli hjá Keflvíkingum þar sem þeir skoruðu 10 stig en Grindvíkingar einungis 2. Keflvíkingar keyrðu upp hraðann og náðu auðveldum körfum meðan Grindvíkingar voru í vandræðum sóknarlega. Keflvíkingar gengu á lagið og náðu þægilegu forskoti sem Grindvíkingar náðu ekki að brúa. Með þessum sigri eru Keflvíkingar einir á toppnum þegar þeir mæta Kr-ingum í næsta leik á heimavelli. Bestur í liði Keflvíkinga var Earl Brown en honum tókst að halda Eric Wise niðri lengi vel í leiknum. Aðrir sem spiluðu vel voru þeir Valur Orri, Guðmundur Jónsson og Reggie Dupree. Keflvíkingar voru ekki að fá mikið framlag af bekknum í kvöld en það kom ekki að sök. Grindvíkingar verða að gera betur á heimavelli en þetta var annað tap þeirra þar í vetur. Bestir í liði þeirra voru Þorleifur Ólafsson og Jóhann Árni Ólafsson. Eric Wise átti fína spretti sérstaklega í seinni hálfleik, Jón Axel Guðmundsson spilaði einnig vel.Jóhann: Ekki boðlegt að fá á sig 100 stig á heimavelli „Við spiluðum fínan körfubolta þá aðalega sókanlega en getum gert mikið betur. Varnarleikurinn er í tómu rugli, við erum að fá á okkur yfir 100 stig og það er ekki í boði,” sagði Jóhann Ólafsson, þjálfari Grindavíkur eftir leikinn í kvöld. „Ég er alls ekki ánægður með að tapa á heimavelli, við eru að ströggla við það sama. Við erum þannig lið að við verðum að treysta á heildina. Eric Wise á að geta betur, hann var linur og ég er hund óánægður með hann í kvöld,” sagði Jóhann óánægður að leik loknum.Sigurður: Svaka skemmtun „Ég er ánægður, þetta var hörku leikur og svaka skemmtun en fyrst og fremst ánægður hvernig við náðum að landa þessu hérna í lokin.” „Við erum ekkert að spá í toppsætið. Frábær leikur eftir viku á móti liði sem er kannski búnir að spila best undanfarið, það verður spennandi.” „Við erum ánægðir með Bandaríkjamanninn, hann fellur vel inn í þetta hjá okkur. Hann spilaði fína vörn í dag og ég er mjög sáttur við hann,” sagði Sigurður þjálfari Keflvíkinga en næsti leikur þeirra er á móti KR á heimavelli.Jóhann Árni: Þeir skoruðu of auðveldlega „Við spiluðum þokkalega vel á köflum en ekki nógu marga og nógu langa. Þeir skoruðu of auðveldlega, þegar við skoruðum fengum við körfu í bakið”. „Við fáum á okkur 104 stig á heimavelli sem er ekki gott. Ekki af því þeir voru að spila frábæra sókn. Þetta var mikið af auðveldum körfum út af lélegri færslu í vörninni hjá okkur sem við vorum búnir að fara yfir. Þeir gerðu hlutina vel og skoruðu auðveldar körfur” Sagði Jóhann Árni svekktur eftir leikinn.Earl Brown jr.: við viljum vera á sigurbraut „Ég reyni að leggja mig fram til þess að ná sigrum, við viljum halda áfram á sigurbraut,” segir Earl Brown Jr. leikmaður Keflvíkinga sem líður vel á Íslandi sem og í Keflavík „Ég smellpassa inni í kerfin sem við spilum. Ég vill fá að fara um allann völlinn þar sem aðrir leikmenn geta fundið mig auðveldlega. Við viljum berjast inni á vellinum og ég hef gaman af því. Næsti leikur verður erfiður en við verðum að eiga topp leik til þess að sigra,” sagði Earl Brown Jr. sem spilaði mjög vel í kvöld.Tweets by @VisirKarfa2
Dominos-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira