Viðskipti innlent

Aðalmeðferð í Aurum-málinu í apríl

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Jón Ásgeir Jóhannesson og Lárus Welding eru á meðal ákærðu í Aurum-málinu.
Jón Ásgeir Jóhannesson og Lárus Welding eru á meðal ákærðu í Aurum-málinu. vísir/gva
Áætlað er að aðalmeðferð í Aurum-málinu svokallaða fari fram í apríl á næsta ári. Þetta kom fram við fyrirtöku í málinu í morgun. Fjölskipaðan héraðsdóm í málinu skipa Barbara Björnsdóttur og Símon Sigvaldason, héraðsdómarar, auk Hrefnu Sigríðar Briem, viðskiptafræðings.

Í málinu eru þeir Jón Ásgeir Jóhannesson, Lárus Welding, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson ákærðir fyrir umboðssvik og hlutdeild í þeim vegna sex milljarða króna láns sem Glitnir veitti félaginu FS38 ehf., sem var í eigu Pálma Haraldssonar, vegna kaupa á félaginu Aurum Holdings Ltd.

Dómur féll í héraði í júní í fyrra þar sem fjórmenningarnir voru sýknaðir en Hæstiréttur ómerkti þann dóm þar sem hann taldi sérfróða meðdómandann, Sverri Ólafsson, vanhæfan til að dæma í málinu. Það var því aftur sent heim í hérað þar sem sérstakur saksóknari fór fram á að Guðjón St. Marteinsson, dómsformaður, myndi víkja sæti vegna vanhæfis.

Dómarar meta sjálfir hæfi sitt og taldi Guðjón sig ekki þurfa að víkja. Hæstiréttur var hins vegar á öðru máli og úrskurðaði að hann skyldi víkja sæti í dómnum. Barbara Björnsdóttir er því nýr dómsformaður nú þegar málið er komið fyrir héraðsdóm á ný.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×