Verða einhver Balotelli-tilþrif hjá íslenska landsliðinu í Varsjá í kvöld? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. nóvember 2015 14:00 Íslenska knattspyrnulandsliðið mætir Póllandi í vináttulandsleik í kvöld en leikurinn fer fram á þjóðarleikvangi Pólverja, Stadion Narodowy. Frægasti leikurinn á vellinum fór fram í úrslitakeppni Evrópumótsins fyrir þremur og hálfu ári. Uppselt er á leikinn og það verða því meira en 58 þúsund manns sem munu sjá íslenska landsliðið reyna sig á móti því pólska en bæði liðin tryggðu sér fyrr í haust sæti á EM 2016. Narodowy-leikvangurinn var byggður fyrir úrslitakeppni síðasta Evrópumóts sem fór fram í Pólland og Úkraínu árið 2012. Völlurinn opnaði 29. janúar 2012 og hann fær fjórar stjörnur í mati UEFA. Pólverjarnir fengu ekki þó ekki að hýsa úrslitaleikinn á EM 2012 sem fór fram í Kiev en á þessum velli fór aftur á móti fram eftirminnilegur undanúrslitaleikur Ítala og Þjóðverja. Undanúrslitaleikur Ítala og Þjóðverja fór fram 28. júní og maður kvöldsins var hinn uppátækjasami framherji Ítala Mario Balotelli. Mario Balotelli skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri ítalska landsliðsins en þau komu bæði í fyrri hálfleiknum. Þjóðverjar löguðu síðan stöðuna með marki Mesut Özil í uppbótartíma. Seinna markið hjá Balotelli var mjög glæsilegt en fagnið hans fékk þó jafnvel meiri athygli. Hér fyrir ofan er hægt að sjá mörkin hans Balotelli sem og fagnið hans í frétt Arnars Björnssonar um leikinn á Stöð 2. Fagnið vakti mikla athygli og fyrir neðan má sjá hvernig netverjar léku sér með það á netinu. Íslensku strákarnir horfa kannski á tilþrif hans fyrir leikinn til að koma sér í gírinn fyrir leikinn. Þetta var fimmti og síðasti leikur Evrópumótsins sem fór fram á Narodowy-leikvanginum en hinn leikurinn í útsláttarkeppninni var 1-0 sigur Portúgal á Tékklandi í átta liða úrslitunum þar sem Cristiano Ronaldo skoraði sigurmarkið. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Sjá meira
Íslenska knattspyrnulandsliðið mætir Póllandi í vináttulandsleik í kvöld en leikurinn fer fram á þjóðarleikvangi Pólverja, Stadion Narodowy. Frægasti leikurinn á vellinum fór fram í úrslitakeppni Evrópumótsins fyrir þremur og hálfu ári. Uppselt er á leikinn og það verða því meira en 58 þúsund manns sem munu sjá íslenska landsliðið reyna sig á móti því pólska en bæði liðin tryggðu sér fyrr í haust sæti á EM 2016. Narodowy-leikvangurinn var byggður fyrir úrslitakeppni síðasta Evrópumóts sem fór fram í Pólland og Úkraínu árið 2012. Völlurinn opnaði 29. janúar 2012 og hann fær fjórar stjörnur í mati UEFA. Pólverjarnir fengu ekki þó ekki að hýsa úrslitaleikinn á EM 2012 sem fór fram í Kiev en á þessum velli fór aftur á móti fram eftirminnilegur undanúrslitaleikur Ítala og Þjóðverja. Undanúrslitaleikur Ítala og Þjóðverja fór fram 28. júní og maður kvöldsins var hinn uppátækjasami framherji Ítala Mario Balotelli. Mario Balotelli skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri ítalska landsliðsins en þau komu bæði í fyrri hálfleiknum. Þjóðverjar löguðu síðan stöðuna með marki Mesut Özil í uppbótartíma. Seinna markið hjá Balotelli var mjög glæsilegt en fagnið hans fékk þó jafnvel meiri athygli. Hér fyrir ofan er hægt að sjá mörkin hans Balotelli sem og fagnið hans í frétt Arnars Björnssonar um leikinn á Stöð 2. Fagnið vakti mikla athygli og fyrir neðan má sjá hvernig netverjar léku sér með það á netinu. Íslensku strákarnir horfa kannski á tilþrif hans fyrir leikinn til að koma sér í gírinn fyrir leikinn. Þetta var fimmti og síðasti leikur Evrópumótsins sem fór fram á Narodowy-leikvanginum en hinn leikurinn í útsláttarkeppninni var 1-0 sigur Portúgal á Tékklandi í átta liða úrslitunum þar sem Cristiano Ronaldo skoraði sigurmarkið.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Sjá meira