Vilhjálmur krefst afsökunar á „rænulausum ásökunum“ Birgir Olgeirsson skrifar 11. nóvember 2015 14:22 Vilhjálmur H. Vilhjálmsson. Vísir/GVA Vilhjálmur H. Vilhjálmsson gerir þá kröfu að Jóhanna Sigurjónsdóttir skýri nú þegar hvað hún á við þegar hún segist ætla að kæra Vilhjálm fyrir leka á trúnaðarupplýsingum í Fréttablaðið og biðji hann afsökunar á þessum ásökunum. Jóhanna er lögmaður tveggja kvenna sem kært hafa tvo karla fyrir nauðgun. Í hádegisfréttum RÚV sagðist hún ætla að kæra Vilhjálm fyrir leka á trúnaðarupplýsingum sem varða rannsókn lögreglu á kæru kvennanna en Vilhjálmur er verjandi annars sakborninganna í málinu. Vilhjálmur segist í samtali við Vísi ekkert botna í þessum ásökum Jóhönnu: „Ég geri þá kröfu að Jóhanna Sigurjónsdóttir skýri það nú þegar við hvað hún á, og biðji mig afsökunar á þessum rænulausu ásökunum.“Segist ekki hafa verið sá eini sem hafði gögn undir höndum Í Fréttablaðinu í dag er vísað í skýrslu sem önnur konan gaf hjá lögreglu og sagði Jóhanna í hádegisfréttum RÚV að Vilhjálmur hefði einn haft öll gögn í málinu undir höndum og bætti að hann hefði brugðist starfsskyldum sínum. Vilhjálmur segir rangt að hann hafi einn haft öll gögn undir höndum. Einnig hafi lögregla haft gögnin undir höndum og verjandi meðákærða. „Og að öllum líkindum réttargæslumaður brotaþola og brotaþoli sjálfur,“ segir Vilhjálmur. Hann segir algjörlega galið að halda því fram að hann hafi lekið þessari skýrslu í Fréttablaðið: „Enda sér það hver maður að fréttaflutningur Fréttablaðsins af þessu máli hefur ekki verið umbjóðanda mínum hagfelldur heldur hennar.“Nauðugur einn sá kostur að halda uppi vörnum í fjölmiðlum Hann segist hafa verið frá fyrstu stundu afar mótfallinn því að tekist væri á um þetta mál í fjölmiðlum á meðan rannsókn stendur yfir. „En einfaldlega vegna rangrar umfjöllunar Fréttablaðsins, sem hingað til hefur virst vera byggð á einhverju sem er haft eftir brotaþola, eða réttargæslumanni brotaþola, hvort heldur sem það er komið beint frá þeim eða þriðja manni, þá hefur mér verið nauðugur einn sá kostur að halda uppi vörnum í fjölmiðlum. Þetta mál á heima hjá lögreglu og síðan hjá ákæruvaldi en samkvæmt gögnum málsins trúi ég ekki öðru en ákæruvaldið muni fella málið niður. “ Hlíðamálið Tengdar fréttir Skýrsla kæranda lýsir notkun tóla Í skýrslu brotaþola hjá lögreglu í kynferðisbrotamáli kemur fram að annar meintra gerenda hafi bundið hendur hennar með keðju. Þá hafi hún verið slegin með svipu. Tvær kærur verið lagðar fram. Málið í forgangi hjá lögreglu. 11. nóvember 2015 07:00 Ætlar að kæra Vilhjálm fyrir leka Verjandi tveggja kvenna sem kært hafa nauðgun óttast að ítarleg umfjöllun skemmi fyrir rannsókn málsins 11. nóvember 2015 13:14 Mest lesið Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri fréttir Magnea sætist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Sjá meira
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson gerir þá kröfu að Jóhanna Sigurjónsdóttir skýri nú þegar hvað hún á við þegar hún segist ætla að kæra Vilhjálm fyrir leka á trúnaðarupplýsingum í Fréttablaðið og biðji hann afsökunar á þessum ásökunum. Jóhanna er lögmaður tveggja kvenna sem kært hafa tvo karla fyrir nauðgun. Í hádegisfréttum RÚV sagðist hún ætla að kæra Vilhjálm fyrir leka á trúnaðarupplýsingum sem varða rannsókn lögreglu á kæru kvennanna en Vilhjálmur er verjandi annars sakborninganna í málinu. Vilhjálmur segist í samtali við Vísi ekkert botna í þessum ásökum Jóhönnu: „Ég geri þá kröfu að Jóhanna Sigurjónsdóttir skýri það nú þegar við hvað hún á, og biðji mig afsökunar á þessum rænulausu ásökunum.“Segist ekki hafa verið sá eini sem hafði gögn undir höndum Í Fréttablaðinu í dag er vísað í skýrslu sem önnur konan gaf hjá lögreglu og sagði Jóhanna í hádegisfréttum RÚV að Vilhjálmur hefði einn haft öll gögn í málinu undir höndum og bætti að hann hefði brugðist starfsskyldum sínum. Vilhjálmur segir rangt að hann hafi einn haft öll gögn undir höndum. Einnig hafi lögregla haft gögnin undir höndum og verjandi meðákærða. „Og að öllum líkindum réttargæslumaður brotaþola og brotaþoli sjálfur,“ segir Vilhjálmur. Hann segir algjörlega galið að halda því fram að hann hafi lekið þessari skýrslu í Fréttablaðið: „Enda sér það hver maður að fréttaflutningur Fréttablaðsins af þessu máli hefur ekki verið umbjóðanda mínum hagfelldur heldur hennar.“Nauðugur einn sá kostur að halda uppi vörnum í fjölmiðlum Hann segist hafa verið frá fyrstu stundu afar mótfallinn því að tekist væri á um þetta mál í fjölmiðlum á meðan rannsókn stendur yfir. „En einfaldlega vegna rangrar umfjöllunar Fréttablaðsins, sem hingað til hefur virst vera byggð á einhverju sem er haft eftir brotaþola, eða réttargæslumanni brotaþola, hvort heldur sem það er komið beint frá þeim eða þriðja manni, þá hefur mér verið nauðugur einn sá kostur að halda uppi vörnum í fjölmiðlum. Þetta mál á heima hjá lögreglu og síðan hjá ákæruvaldi en samkvæmt gögnum málsins trúi ég ekki öðru en ákæruvaldið muni fella málið niður. “
Hlíðamálið Tengdar fréttir Skýrsla kæranda lýsir notkun tóla Í skýrslu brotaþola hjá lögreglu í kynferðisbrotamáli kemur fram að annar meintra gerenda hafi bundið hendur hennar með keðju. Þá hafi hún verið slegin með svipu. Tvær kærur verið lagðar fram. Málið í forgangi hjá lögreglu. 11. nóvember 2015 07:00 Ætlar að kæra Vilhjálm fyrir leka Verjandi tveggja kvenna sem kært hafa nauðgun óttast að ítarleg umfjöllun skemmi fyrir rannsókn málsins 11. nóvember 2015 13:14 Mest lesið Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri fréttir Magnea sætist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Sjá meira
Skýrsla kæranda lýsir notkun tóla Í skýrslu brotaþola hjá lögreglu í kynferðisbrotamáli kemur fram að annar meintra gerenda hafi bundið hendur hennar með keðju. Þá hafi hún verið slegin með svipu. Tvær kærur verið lagðar fram. Málið í forgangi hjá lögreglu. 11. nóvember 2015 07:00
Ætlar að kæra Vilhjálm fyrir leka Verjandi tveggja kvenna sem kært hafa nauðgun óttast að ítarleg umfjöllun skemmi fyrir rannsókn málsins 11. nóvember 2015 13:14