„Þessi tíska er svo röng, því hún sendir konum þau skilaboð að það sé eitthvað að andlitinu á þeim. Það er fallegt að vera með fylltar kinnar svo ég sé ekki fegurðina í því að teikna kinnbein sem eru ekki til staðar.“
Hún segist vera mun hrifnari af því að vera með náttúrulega, ferska förðun og að „contouring“ skygging geti látið andlitið líta út fyrir að vera skítugt, ef það er ekki gert rétt. „Við þurfum ekki að skyggja okkur eins og Kardashian fjölskyldan,“ bætir hún við.
