Erlent

Trump fer mikinn í andstöðu sinni við innflytjendur

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Donald Trump bindur bagga sína ekki sömu hnútum og aðrir frambjóðendur.
Donald Trump bindur bagga sína ekki sömu hnútum og aðrir frambjóðendur. Vísir/AFP
Donald Trump fór enn á ný mikinn í andstöðu sinni við innflytjendur í kappræðum frambjóðenda í forvali Repúblikanaflokksins í komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum í nótt. Ítrekað hefur hann viðrað hugmyndir sínar um að vísa úr landi ólöglegum innflytjendum, og í nótt sagðist hann heita því að vísa ellefu milljónum innflytjenda af landi brott, yrði hann kjörinn.

Trump gat þó ekki svarað hvernig hann myndi koma þessum áætlunum í framkvæmd, né hvaða áhrif þær myndu hafa á hagkerfi Bandaríkjanna. Hugmyndir hans vöktu litla hrifningu meðal annarra frambjóðenda, líkt og oft áður, og sagði Jeb Bush að fyrirætlanir Trump yrðu til þess fallnar að kjósendur myndu snúa sér til Demókrataflokksins. Þá sagði John Kasich hugmyndirnar kjánalegar og barnalegar.

Trump lét þó ekki deigan síga og hélt áfram að verja stefnu sína gagnvart ólöglegum innflytjendum: Hann sagði að byggja þyrfti stóran múr á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó, til að halda innflytjendum frá landinu. Líta ætti til Ísraels í þeim efnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×