Leggur til að þingmenn fari í verkfall í nefndum Alþingis vegna málaþurrðar ríkisstjórnarinnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. nóvember 2015 14:24 Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata vísir/Valli Þingmenn stjórnarandstöðu hófu þingfund í dag á því að gagnrýna skort á þingmálum frá ráðherrum en málið var rætt undir liðnum fundarstjórn forseta. Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, hóf umræðuna og sagði þingnefndir hafa lítið að gera þar sem fá mál væru komin inn í þingið frá ríkisstjórninni. Sagði Brynhildur þetta setja þingstörfin í uppnám en samkvæmt starfsáætlun þurfa ný þingmál sem ræða á nú á haustþingi að berast skrifstofu þingsins fyrir nóvemberlok. Séu mál lögð fram síðar þarf að samþykkja með afbrigðum að taka málið á dagskrá en Brynhildur sagði að þingmenn Bjartrar framtíðar myndu ekki samþykkja slíkt.Sjá einnig: Hundrað þingmál ráðherra ekki komin fram og ekkert frá þremur ráðherrum Þingmenn úr röðum Samfylkingar, Vinstri grænna og Pírata tóku undir orð Brynhildar, auk flokksfélaga hennar. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, sagði það ánægjulegt ef að þingmenn stjórnarmeirihlutans myndu beita sér fyrir því að fleiri þingmál ríkisstjórnarinnar kæmu inn til umfjöllunar. „Ég legg til að við förum hreinlega í verkfall í nefndunum þangað til að við fáum mál hér inn út af því við þekkjum alveg hvernig þetta er. Það er alveg sama hversu tímanlega við reynum að setja þeim mörk til að skila inn málum. Afbrigðin eru misnotuð og ég hef gagnrýnt það hvernig þetta þinghald er hér með því að fara viðstöðulaust fram á það að við séum að afgreiða mál blindandi.“ Tveir þingmenn stjórnarmeirihlutans tóku undir orð stjórnarandstöðunnar og sagði Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, vera að lýsa ástandi sem væri að einhverju leyti réttlætanlegt. Gagnrýndi hún meðal annars breytingar á þingsköpum og sagði þeim svo mikið hafa verið breytt síðustu 5-10 ár að þingið væri starfhæft. Hún sagði þingið komið í algjöra óvissu. „Þetta verður ekki vel við unað og tek ég undir með stjórnarandstöðunni í þetta sinn.“ Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tók einnig til máls en hún er formaður allsherjar-og menntamálanefndar. Sagði hún mikið vinnuálag hafa verið á nefndinni síðasta vetur og á þessu þingi hefði ríkisstjórnin boðað 50 mál sem koma muni inn í nefndina. Aðeins eitt mál hefur þó komið á borð nefndarinnar sem hún hefur afgreitt. „Ég tek bara undir þá hvatningu til ráðherra að fara að koma fleiri málum hingað inn svo að við hér í þinginu getum tekið það hlutverk okkar alvarlega að vinna málin vel.“ Kölluðu nokkrir þingmenn úr sal þá „heyr, heyr!“ Alþingi Verkfall 2016 Tengdar fréttir Gagnrýna málaþurrð ríkisstjórnarinnar Fá stór mál ríkisstjórnarinnar eru komin fram á þingi og hefur stjórnarandstaðan gagnrýnt þunna dagskrá þingfunda það sem af er vetri. 15. október 2015 07:00 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðu hófu þingfund í dag á því að gagnrýna skort á þingmálum frá ráðherrum en málið var rætt undir liðnum fundarstjórn forseta. Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, hóf umræðuna og sagði þingnefndir hafa lítið að gera þar sem fá mál væru komin inn í þingið frá ríkisstjórninni. Sagði Brynhildur þetta setja þingstörfin í uppnám en samkvæmt starfsáætlun þurfa ný þingmál sem ræða á nú á haustþingi að berast skrifstofu þingsins fyrir nóvemberlok. Séu mál lögð fram síðar þarf að samþykkja með afbrigðum að taka málið á dagskrá en Brynhildur sagði að þingmenn Bjartrar framtíðar myndu ekki samþykkja slíkt.Sjá einnig: Hundrað þingmál ráðherra ekki komin fram og ekkert frá þremur ráðherrum Þingmenn úr röðum Samfylkingar, Vinstri grænna og Pírata tóku undir orð Brynhildar, auk flokksfélaga hennar. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, sagði það ánægjulegt ef að þingmenn stjórnarmeirihlutans myndu beita sér fyrir því að fleiri þingmál ríkisstjórnarinnar kæmu inn til umfjöllunar. „Ég legg til að við förum hreinlega í verkfall í nefndunum þangað til að við fáum mál hér inn út af því við þekkjum alveg hvernig þetta er. Það er alveg sama hversu tímanlega við reynum að setja þeim mörk til að skila inn málum. Afbrigðin eru misnotuð og ég hef gagnrýnt það hvernig þetta þinghald er hér með því að fara viðstöðulaust fram á það að við séum að afgreiða mál blindandi.“ Tveir þingmenn stjórnarmeirihlutans tóku undir orð stjórnarandstöðunnar og sagði Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, vera að lýsa ástandi sem væri að einhverju leyti réttlætanlegt. Gagnrýndi hún meðal annars breytingar á þingsköpum og sagði þeim svo mikið hafa verið breytt síðustu 5-10 ár að þingið væri starfhæft. Hún sagði þingið komið í algjöra óvissu. „Þetta verður ekki vel við unað og tek ég undir með stjórnarandstöðunni í þetta sinn.“ Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tók einnig til máls en hún er formaður allsherjar-og menntamálanefndar. Sagði hún mikið vinnuálag hafa verið á nefndinni síðasta vetur og á þessu þingi hefði ríkisstjórnin boðað 50 mál sem koma muni inn í nefndina. Aðeins eitt mál hefur þó komið á borð nefndarinnar sem hún hefur afgreitt. „Ég tek bara undir þá hvatningu til ráðherra að fara að koma fleiri málum hingað inn svo að við hér í þinginu getum tekið það hlutverk okkar alvarlega að vinna málin vel.“ Kölluðu nokkrir þingmenn úr sal þá „heyr, heyr!“
Alþingi Verkfall 2016 Tengdar fréttir Gagnrýna málaþurrð ríkisstjórnarinnar Fá stór mál ríkisstjórnarinnar eru komin fram á þingi og hefur stjórnarandstaðan gagnrýnt þunna dagskrá þingfunda það sem af er vetri. 15. október 2015 07:00 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Sjá meira
Gagnrýna málaþurrð ríkisstjórnarinnar Fá stór mál ríkisstjórnarinnar eru komin fram á þingi og hefur stjórnarandstaðan gagnrýnt þunna dagskrá þingfunda það sem af er vetri. 15. október 2015 07:00