Ekki gert ráð fyrir aukinni þjónustu á Landsspítala Heimir Már Pétursson skrifar 10. nóvember 2015 13:30 Fyrrverandi fjármálaráðherra gagnrýnir að í fjáraukalögum sé gert ráð fyrir greiðslum vegna aukinnar þjónustu sérgreinalækna á einkastofum en ekki sé gert ráð fyrir að magnaukningu í þjónustu á Landsspítalanum. Fyrstu umræðu um frumvarp til fjáraukalaga fyrir þetta ár verður framhaldið á Alþingi í dag. Oddný G. Harðardóttir fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd og fyrrverandi fjármálaráðherra gagnrýnir stjórnarflokkana fyrir óvandaða áætlanagerð. Þeir séu að nýta fjáraukalögin með öðrum hætti en lög geri ráð fyrir. „Því í fjárauka á aðeins að vera það sem er ófyrirséð og ekki var hægt að sjá fyrir þegar fjárlagafrumvarpið var samþykkt. En En hér er verið að biðja um fjármagn í liði sem voru fullkomlega fyrirséðir. Eins og í vegi vegna aukins ferðamannastraums og í fjárfestingasjóð ferðamannastaða,“ segir Oddný. En gert er ráð fyrir í fjáraukalagafrumvarpinu fyrir þetta ár að bæta einum milljarði króna til uppbyggingar ferðamannastaða. Oddný segir hins vegar algerlega óleyst hvernig eigi að fjármagna uppbyggingu ferðamannastaða til framtíðar. „Það er ekki búið og stjórnarmeirihlutinn felldi tillögu minnihlutans um hvernig hægt væri að leysa þetta mál. Og í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2016 er stjórn þessara mála í algerri upplausn eins og hún hefur verið hjá þessari ríkisstjórn,“ segir Oddný. Þá segir Oddný að einum milljarði króna sé bætt á útgjaldahlið fjárlaga til Sjúkratrygginga Íslands vegna framlaga til sérgreinalækna sem starfi á einkastofum vegna kjarasamnings þeirra. Minnihlutinn hafi séð þetta fyrir við gerð fjárlaga en í fjárlagafrumvarpinu hafi verið gert ráð fyrir að þessi umframkostnaður yrði greiddur af sjúklingum. Hins vegar gildi ekki það sama um Landsspítalann þar sem ekki sé gert ráð fyrir neinni aukingu á næsta ári í fjölda aðgerða eða annarri þjónustu spítalans. „Í samningum við sérgreinalækna er gert ráð fyrir magnaukningu og tekið tillit til aldursskiptingar þjóðarinnar. En það er ekki gert þegar Landsspítalanum er skammtað fé,“ segir fjármálaráðherrann fyrrverandi. Þá gagnrýnir Oddný slæma áætlanagerð varðandi arðgreiðslur frá Landsbanakanum en þær eru mun meiri en gert var ráðfyrir í fjárlögum. Þannig að stærsti hluti tekjubata ríkissjóðs upp á 17 milljarða á þessu ári komi til vegna arðgreiðslu frá Landsbankanum. „Þegar við erum að skoða útgjöldin og það er verið að krefjast frekari framlaga til heilbrigðiskerfis, menntakerfis og svo framvegis, segja stjórnvöld að við eigum ekki peningana. Síðan er ákveðið í febrúar að greiða út margfaldan þennan arð sem áætlaður hafði verið (í desember),“ segir Oddný G. Harðardóttir. Alþingi Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Fyrrverandi fjármálaráðherra gagnrýnir að í fjáraukalögum sé gert ráð fyrir greiðslum vegna aukinnar þjónustu sérgreinalækna á einkastofum en ekki sé gert ráð fyrir að magnaukningu í þjónustu á Landsspítalanum. Fyrstu umræðu um frumvarp til fjáraukalaga fyrir þetta ár verður framhaldið á Alþingi í dag. Oddný G. Harðardóttir fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd og fyrrverandi fjármálaráðherra gagnrýnir stjórnarflokkana fyrir óvandaða áætlanagerð. Þeir séu að nýta fjáraukalögin með öðrum hætti en lög geri ráð fyrir. „Því í fjárauka á aðeins að vera það sem er ófyrirséð og ekki var hægt að sjá fyrir þegar fjárlagafrumvarpið var samþykkt. En En hér er verið að biðja um fjármagn í liði sem voru fullkomlega fyrirséðir. Eins og í vegi vegna aukins ferðamannastraums og í fjárfestingasjóð ferðamannastaða,“ segir Oddný. En gert er ráð fyrir í fjáraukalagafrumvarpinu fyrir þetta ár að bæta einum milljarði króna til uppbyggingar ferðamannastaða. Oddný segir hins vegar algerlega óleyst hvernig eigi að fjármagna uppbyggingu ferðamannastaða til framtíðar. „Það er ekki búið og stjórnarmeirihlutinn felldi tillögu minnihlutans um hvernig hægt væri að leysa þetta mál. Og í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2016 er stjórn þessara mála í algerri upplausn eins og hún hefur verið hjá þessari ríkisstjórn,“ segir Oddný. Þá segir Oddný að einum milljarði króna sé bætt á útgjaldahlið fjárlaga til Sjúkratrygginga Íslands vegna framlaga til sérgreinalækna sem starfi á einkastofum vegna kjarasamnings þeirra. Minnihlutinn hafi séð þetta fyrir við gerð fjárlaga en í fjárlagafrumvarpinu hafi verið gert ráð fyrir að þessi umframkostnaður yrði greiddur af sjúklingum. Hins vegar gildi ekki það sama um Landsspítalann þar sem ekki sé gert ráð fyrir neinni aukingu á næsta ári í fjölda aðgerða eða annarri þjónustu spítalans. „Í samningum við sérgreinalækna er gert ráð fyrir magnaukningu og tekið tillit til aldursskiptingar þjóðarinnar. En það er ekki gert þegar Landsspítalanum er skammtað fé,“ segir fjármálaráðherrann fyrrverandi. Þá gagnrýnir Oddný slæma áætlanagerð varðandi arðgreiðslur frá Landsbanakanum en þær eru mun meiri en gert var ráðfyrir í fjárlögum. Þannig að stærsti hluti tekjubata ríkissjóðs upp á 17 milljarða á þessu ári komi til vegna arðgreiðslu frá Landsbankanum. „Þegar við erum að skoða útgjöldin og það er verið að krefjast frekari framlaga til heilbrigðiskerfis, menntakerfis og svo framvegis, segja stjórnvöld að við eigum ekki peningana. Síðan er ákveðið í febrúar að greiða út margfaldan þennan arð sem áætlaður hafði verið (í desember),“ segir Oddný G. Harðardóttir.
Alþingi Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira