Stúlkurnar kærðar fyrir rangar sakargiftir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. nóvember 2015 08:32 Stúlkurnar eru báðar nemendur við frumgreinadeild Háskólans í Reykjavík líkt og annar mannanna sem búið er að kæra fyrir nauðgun. vísir/ernir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmaður og verjandi manns sem búið er að kæra fyrir að nauðga tveimur stúlkum í tveimur aðskildum málum, lagði fram kæru á hendur stúlkunum um rangar sakargiftir hjá lögreglu í gær. Frá þessu greindi hann í viðtali í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. Stúlkurnar eru báðar nemendur við frumgreinadeild Háskólans í Reykjavík og er maðurinn sem Vilhjálmur ver einnig nemandi við skólann. Í viðtalinu kom fram að Vilhjálmur hafi tekið við sem verjandi mannsins síðdegis í gær. Hann hefur því ekki enn fengið gögn málsins hjá lögreglu en byggir mál sitt á þeim gögnum málsins sem mennirnir hafa séð. Þeir neita því báðir að hafa gerst sekir um nauðgun.Gögn málsins sýni að maðurinn og stúlkan hafi átt í „miklum og góðum samskiptum“ Að sögn Vilhjálms hefur skjólstæðingur hans viðurkennt að hafa haft samræði við stúlkuna með hennar samþykki. Segir hann gögn liggja fyrir sem sýna fram á að maðurinn og stúlkan „hafi átt í miklum og goðum samskiptum um mánaðarskeið,“ meðal annars eftir að kynmökin áttu sér stað. Meðal annars sé um samskipti á Facebook að ræða. Í seinna málinu, þar sem skjólstæðingur Vilhjálms er kærður ásamt öðrum manni fyrir nauðgun, er sakarefnið „töluvert óljóst“, eins og Vilhjálmur orðar það. Eftir því sem hann kemst þó næst á stúlkan þó að hafa átt munnmök við annan manninn að því er hún segir samkvæmt skipun hins mannsins en Vilhjálmur segir mennina hafna þessari lýsingu alfarið. Aðspurður hvaða tæki og tól hafi fundist í íbúðinni sagði Vilhjálmur að um væri að ræða keðjur af boxpúða, gamla reiðsvipu og eina tölvu. Í kjölfarið hvatti hann lögregluna til að birta þær myndir sem teknar voru við húsleitina og birta haldlagningarskýrsluna í málinu. Hlusta má á viðtalið við Vilhjálm hér en það byrjar þegar rúmur klukkutími er liðinn af þættinum. Hlíðamálið Tengdar fréttir Alda Hrönn í Íslandi í dag: „Við viljum aðstoða brotaþola í þessum málum“ Aðstoðarlögreglustjóri ræddi rannsókn á nauðgunarkærum, sem vakið hefur mikla athygli í dag. 9. nóvember 2015 20:52 „Við viljum bara að eitthvað verði gert“ Nokkur hundruð eru nú saman komin á Hverfisgötu til að mótmæla aðgerðarleysi lögreglunnar í kynferðisbrotamálum í kjölfar frétta dagsins. 9. nóvember 2015 17:25 Segir ekki refsivert að eiga tæki og tól Yfirlögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir farbanni sjaldnast beitt gegn íslenskum ríkisborgurum. Tveir menn sem grunaðir eru um kynferðisbrot eru taldir vera farnir úr landi. 10. nóvember 2015 07:00 Hiti í mótmælendum: Púað og kallað að lögreglustjóra Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, fékk óblíðar móttökur þegar hún ávarpaði mannahafið við Hverfisgötu nú á sjötta tímanum. 9. nóvember 2015 17:51 Birtir myndband úr íbúð meints nauðgara í Hlíðunum Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmaður, birti í nótt myndband á Facebook-síðu sem hann segir að sé úr íbúð í Hlíðunum þar sem þar sem talið er að tvær árásir í tveimur að aðskildum kynferðisbrotamálum hafi átt sér stað. 10. nóvember 2015 07:31 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmaður og verjandi manns sem búið er að kæra fyrir að nauðga tveimur stúlkum í tveimur aðskildum málum, lagði fram kæru á hendur stúlkunum um rangar sakargiftir hjá lögreglu í gær. Frá þessu greindi hann í viðtali í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. Stúlkurnar eru báðar nemendur við frumgreinadeild Háskólans í Reykjavík og er maðurinn sem Vilhjálmur ver einnig nemandi við skólann. Í viðtalinu kom fram að Vilhjálmur hafi tekið við sem verjandi mannsins síðdegis í gær. Hann hefur því ekki enn fengið gögn málsins hjá lögreglu en byggir mál sitt á þeim gögnum málsins sem mennirnir hafa séð. Þeir neita því báðir að hafa gerst sekir um nauðgun.Gögn málsins sýni að maðurinn og stúlkan hafi átt í „miklum og góðum samskiptum“ Að sögn Vilhjálms hefur skjólstæðingur hans viðurkennt að hafa haft samræði við stúlkuna með hennar samþykki. Segir hann gögn liggja fyrir sem sýna fram á að maðurinn og stúlkan „hafi átt í miklum og goðum samskiptum um mánaðarskeið,“ meðal annars eftir að kynmökin áttu sér stað. Meðal annars sé um samskipti á Facebook að ræða. Í seinna málinu, þar sem skjólstæðingur Vilhjálms er kærður ásamt öðrum manni fyrir nauðgun, er sakarefnið „töluvert óljóst“, eins og Vilhjálmur orðar það. Eftir því sem hann kemst þó næst á stúlkan þó að hafa átt munnmök við annan manninn að því er hún segir samkvæmt skipun hins mannsins en Vilhjálmur segir mennina hafna þessari lýsingu alfarið. Aðspurður hvaða tæki og tól hafi fundist í íbúðinni sagði Vilhjálmur að um væri að ræða keðjur af boxpúða, gamla reiðsvipu og eina tölvu. Í kjölfarið hvatti hann lögregluna til að birta þær myndir sem teknar voru við húsleitina og birta haldlagningarskýrsluna í málinu. Hlusta má á viðtalið við Vilhjálm hér en það byrjar þegar rúmur klukkutími er liðinn af þættinum.
Hlíðamálið Tengdar fréttir Alda Hrönn í Íslandi í dag: „Við viljum aðstoða brotaþola í þessum málum“ Aðstoðarlögreglustjóri ræddi rannsókn á nauðgunarkærum, sem vakið hefur mikla athygli í dag. 9. nóvember 2015 20:52 „Við viljum bara að eitthvað verði gert“ Nokkur hundruð eru nú saman komin á Hverfisgötu til að mótmæla aðgerðarleysi lögreglunnar í kynferðisbrotamálum í kjölfar frétta dagsins. 9. nóvember 2015 17:25 Segir ekki refsivert að eiga tæki og tól Yfirlögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir farbanni sjaldnast beitt gegn íslenskum ríkisborgurum. Tveir menn sem grunaðir eru um kynferðisbrot eru taldir vera farnir úr landi. 10. nóvember 2015 07:00 Hiti í mótmælendum: Púað og kallað að lögreglustjóra Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, fékk óblíðar móttökur þegar hún ávarpaði mannahafið við Hverfisgötu nú á sjötta tímanum. 9. nóvember 2015 17:51 Birtir myndband úr íbúð meints nauðgara í Hlíðunum Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmaður, birti í nótt myndband á Facebook-síðu sem hann segir að sé úr íbúð í Hlíðunum þar sem þar sem talið er að tvær árásir í tveimur að aðskildum kynferðisbrotamálum hafi átt sér stað. 10. nóvember 2015 07:31 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Alda Hrönn í Íslandi í dag: „Við viljum aðstoða brotaþola í þessum málum“ Aðstoðarlögreglustjóri ræddi rannsókn á nauðgunarkærum, sem vakið hefur mikla athygli í dag. 9. nóvember 2015 20:52
„Við viljum bara að eitthvað verði gert“ Nokkur hundruð eru nú saman komin á Hverfisgötu til að mótmæla aðgerðarleysi lögreglunnar í kynferðisbrotamálum í kjölfar frétta dagsins. 9. nóvember 2015 17:25
Segir ekki refsivert að eiga tæki og tól Yfirlögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir farbanni sjaldnast beitt gegn íslenskum ríkisborgurum. Tveir menn sem grunaðir eru um kynferðisbrot eru taldir vera farnir úr landi. 10. nóvember 2015 07:00
Hiti í mótmælendum: Púað og kallað að lögreglustjóra Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, fékk óblíðar móttökur þegar hún ávarpaði mannahafið við Hverfisgötu nú á sjötta tímanum. 9. nóvember 2015 17:51
Birtir myndband úr íbúð meints nauðgara í Hlíðunum Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmaður, birti í nótt myndband á Facebook-síðu sem hann segir að sé úr íbúð í Hlíðunum þar sem þar sem talið er að tvær árásir í tveimur að aðskildum kynferðisbrotamálum hafi átt sér stað. 10. nóvember 2015 07:31