Sigríður Björk tekur til við að leysa samskiptavanda innan yfirstjórnar Ólöf Skaftadóttir skrifar 28. nóvember 2015 16:02 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Ernir „Ég tek þessu mjög alvarlega. Að sjálfsögðu, og vil gera allt sem ég get til þess að ráða bót á vandanum,”segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Líkt og Vísir hefur áður greint frá var utanaðkomandi ráðgjafi Hagvangs, Leifur Geir Hafsteinsson, fenginn til þess að greina samskiptavanda innan yfirstjórnar lögreglunnar. „Það hefur náttúrulega verið mikill sparnaður og við finnum fyrir honum eins og aðrar stofnanir. Þess vegna höfum við ekki val um að breyta hjá okkur og það er búið að breyta miklu innan lögreglunnar, oft áður og löngu áður en ég tók við líka. Þannig að ég held að það sé ekki óeðlilegt að það sé tekist á í slíku umhverfi. En í mínum huga er þetta einfalt. Ég vil að við séum eitt lið, þvert á umdæmi.“ Innanríkisráðuneytinu var greint frá niðurstöðum skýrslu um vandann á dögunum, en samkvæmt heimildum Vísis var lögregluembættinu ráðlagt að hlutlaus, utanaðkomandi aðili væri fenginn í það hlutverk að lægja öldurnar.Yfirstjórn lögreglunnar telur tíu manns. En auk þeirra taldi Leifur Geir ástæðu til að taka einnig viðtöl við millistjórnendur innan lögreglunnar, sem eru aðrir tíu. Alls er því um að ræða tuttugu manns innan lögreglunnar. Yfirstjórn lögreglunnar í tíð Stefáns Eiríkssonar, þáverandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu Stefán er nú hættur.Vísir/Lögreglan Ljóst er að Sigríður Björk hefur ráðist í miklar breytingar síðan hún tók við embætti lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. Ber þar sennilega hæst átak gegn heimilisofbeldi sem hefur gefið góða raun þar sem tilkynntum málum hefur fjölgað mikið, úr tuttugu málum í fimmtíu á mánuði. Rannsóknarstofnun í jafnréttisfræðum (RIKK) hefur unnið áfangamat á verkefninu, sem hófst í janúar á þessu ári. Í skýrslunni segir m.a: „Heildarniðurstaða áfangamatsins er jákvæð, en miklu hefur verið áorkað á þeim stutta tíma sem verkefnið hefur staðið yfir. Samstarf milli lögreglu, félagsþjónustu Reykjavíkur¬borgar og Barnaverndar hefur verið mjög gott og hefur vinnulag batnað eftir því sem liðið hefur á verkefnatímann og starfsfólk hefur fengið tíma til að venjast nýjum vinnubrögðum,“ segir í skýrslunni. Auk þessa átaksverkefnis hefur Sigríður Björk miklu breytt, fært starfsfólk til, stofnað nýjar deildir og lagt aðrar niður. Í föstudagsviðtali Fréttablaðsins frá í ágúst sagði Sigríður um breytingar innan embættisins: „Við ætlum að fletja út skipuritið. Við erum að reka þjónustu fyrir borgarana með almannafé. Við verðum að hugsa reksturinn út frá hagkvæmnissjónarmiðum líka. Þegar ég tók við var ljóst að við þyrftum að grípa til ráðstafana. Eins og hjá öllum öðrum opinberum stofnunum hefur fjármagnið minnkað án þess að verkefnum fækki. Samfélagið er líka alltaf að breytast, glæpir eru að breytast. Við þurfum að breytast með og vera á tánum.“ Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Sjá meira
„Ég tek þessu mjög alvarlega. Að sjálfsögðu, og vil gera allt sem ég get til þess að ráða bót á vandanum,”segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Líkt og Vísir hefur áður greint frá var utanaðkomandi ráðgjafi Hagvangs, Leifur Geir Hafsteinsson, fenginn til þess að greina samskiptavanda innan yfirstjórnar lögreglunnar. „Það hefur náttúrulega verið mikill sparnaður og við finnum fyrir honum eins og aðrar stofnanir. Þess vegna höfum við ekki val um að breyta hjá okkur og það er búið að breyta miklu innan lögreglunnar, oft áður og löngu áður en ég tók við líka. Þannig að ég held að það sé ekki óeðlilegt að það sé tekist á í slíku umhverfi. En í mínum huga er þetta einfalt. Ég vil að við séum eitt lið, þvert á umdæmi.“ Innanríkisráðuneytinu var greint frá niðurstöðum skýrslu um vandann á dögunum, en samkvæmt heimildum Vísis var lögregluembættinu ráðlagt að hlutlaus, utanaðkomandi aðili væri fenginn í það hlutverk að lægja öldurnar.Yfirstjórn lögreglunnar telur tíu manns. En auk þeirra taldi Leifur Geir ástæðu til að taka einnig viðtöl við millistjórnendur innan lögreglunnar, sem eru aðrir tíu. Alls er því um að ræða tuttugu manns innan lögreglunnar. Yfirstjórn lögreglunnar í tíð Stefáns Eiríkssonar, þáverandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu Stefán er nú hættur.Vísir/Lögreglan Ljóst er að Sigríður Björk hefur ráðist í miklar breytingar síðan hún tók við embætti lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. Ber þar sennilega hæst átak gegn heimilisofbeldi sem hefur gefið góða raun þar sem tilkynntum málum hefur fjölgað mikið, úr tuttugu málum í fimmtíu á mánuði. Rannsóknarstofnun í jafnréttisfræðum (RIKK) hefur unnið áfangamat á verkefninu, sem hófst í janúar á þessu ári. Í skýrslunni segir m.a: „Heildarniðurstaða áfangamatsins er jákvæð, en miklu hefur verið áorkað á þeim stutta tíma sem verkefnið hefur staðið yfir. Samstarf milli lögreglu, félagsþjónustu Reykjavíkur¬borgar og Barnaverndar hefur verið mjög gott og hefur vinnulag batnað eftir því sem liðið hefur á verkefnatímann og starfsfólk hefur fengið tíma til að venjast nýjum vinnubrögðum,“ segir í skýrslunni. Auk þessa átaksverkefnis hefur Sigríður Björk miklu breytt, fært starfsfólk til, stofnað nýjar deildir og lagt aðrar niður. Í föstudagsviðtali Fréttablaðsins frá í ágúst sagði Sigríður um breytingar innan embættisins: „Við ætlum að fletja út skipuritið. Við erum að reka þjónustu fyrir borgarana með almannafé. Við verðum að hugsa reksturinn út frá hagkvæmnissjónarmiðum líka. Þegar ég tók við var ljóst að við þyrftum að grípa til ráðstafana. Eins og hjá öllum öðrum opinberum stofnunum hefur fjármagnið minnkað án þess að verkefnum fækki. Samfélagið er líka alltaf að breytast, glæpir eru að breytast. Við þurfum að breytast með og vera á tánum.“
Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Sjá meira